Vikan


Vikan - 15.02.1968, Qupperneq 31

Vikan - 15.02.1968, Qupperneq 31
gfagefajue r ♦ « sjoiíemiigum Framhald af bls. 23 Meðan þær töluðust þetta við kom hinn virðulegi og sirólegi Nicholas Perrot og kraup við hliðina á þeim. Indíáninn sem fylgdi honum hví- vetna, fylgdi á eftir, og bar skál af flóaðri mjólk handa barninu. — Ég var beðinn að komast að því hvernig ungu stúlkunni með æðikollinn liður, sagði Kanadamaðurinn. Hún my-ndi áreiðanlega vera kölluð Æðikollurinn, ef hún dveldi í tjaldbúðum Irokanna. Ég hef einnig verið beðinn um að koma henni til að drekka þessa mjólk, sem hefur að geyma nokkra dropa af róandi lyfi, ef hún skyldi vera æst ennþá. Annars er ekkert betra en bað i köldu vatni fyrir fólk sem er frávita af reiði. Hvað syngur i þér, unga stúlka? Lan-gar þig i annað bað? — Nei, það er hræðilega kalt og það er salt á bragðið. Hún var í sjöunda himni yfir þvi að maðurinn með loðhúfuna skyldi veita henni svona mikla athygli. Þegar í stað sýndi hún sina beztu lilið og gleymdi fýlusvipnum, sem hún hafði einsett sér að beina að móður sinni. Svo drakk hún þæg og góð mjólkina, sem þeir færðu henni. — Mig langar að sjá Hrúðurkarlinn. — Hrúðurkarlinn ? — Ég kalla hann það, af því að kinnin á honum kitlar mig svo og það er svo gott að nudda sér upp við hana, sagði Honorine glaðlega. — Hann bar mig upp stigann....og hann hélt á mér i sjónum........ — Hún á við Tormini, Sikileyinginn, sagði Perrot. — Sjómanninn, sem bjargaði henni. Hann sagði henni að Tormini hefði orðið að fara og fá gert að sár- um sínum, því annar albatrossinn hafði höggið til hans og minnstu munaði að hann hefði úr honum annað augað. — Ó Mademoiselle Honorine, þú mátt þakka fyrir að þú liafðir tvær meistaríiskyttur við hendina. Annar þeirra var þinn auðmjúkur þjónn, sem þrátt fyrir allt gráa skeggið er viðurkenndur bezta skytt- an i runnunum, en hinn var herra minn, Rescator. Angelique lagði að sér að fara ekki að skjálfa, þegar hún heyrði nafn hans, því hún hafði svarið með sjálfri sér að hafa stjórn á til- finningum sínum. Honorine var hætt að spyrja eftir Hrúðurkarli. Augnalokin urðu æ þyngri og allt i einu var hún fallin í fastan svefn. Kanadamaðurinn og Indíáninn læddust hijóðlaust í burtu, en Angelique sat lengi og horfði á sofandi dóttur sína. Þriggja ára! — Hvernig vogum við að krefjast nokkurs fyrir okkur sjálf þegar börnin okkar eru aðeins að byrja lífið? hugsaði hún. Hún var enn særð. Það myndu liða nokkrir dagar, áður en hún gerði sér fulla grein fyrir því hvað það var sem í senn fyllti hana ham- ingju og dapurleika. Hún þurfti tíma til að skynja svo yfirþyrmandi uppljóstrun, sem Þýddi um leið hrun allra hennar vona. Og þó, þegar hún teygði úr sér við hliðina á barninu og var hræði- lega kalt. og þegar svefninn tók að hjúpa hana með þokukenndum slæðum sínum var aðeins eitt sem henni var efst i huga, eftir þennan stórkostlega og hræðilega dag — von. — Við erum svo nálægt hvort öðru og þó svo fjarlæg. Við getum ekki flúið hvort annað. Þetta skip mún bera okkur yfir hafið. Neyðir okkur til að standa Þétt saman. Hver getur sagt um, hvað gerast kann? Síðan, um leið og svefninn yfirbugaði hana datt henni nokkuð í hug: Ilann vildi hafa mig við hlið sér, ef hann dæi. Hversvegna? 14. KAFLI — Ég held að við séum sammála, sagði Joffrey de Peyrac og tók upp pergamentkortin, eitt í einu. Hann lagði þau hvert ofan á annað og lét fjóra Þunga steina með daufum, hálfmöttum glampa á hornin, til að halda þeim útbreiddum. — Þú baðst um far á skipi minu og þú hefur fengið það sem þú varst á hnotskóg eftir, minn ikæri Perr-ot, þvi þú hefur íundið þér félaga, og til Þess var för þinni til Evrópu heitið. Þú þurftir ekki einu sinni að fara i land. Þessi silfuræð, sem þú hefur uppgötvað í Efri-Missisippi, er að minu viti nægilega auðug til Þess að það geti borgað sig að skreppa þangað með þér, og kosta leiðangurinn að öllu leyti ...... Það er greinilegt að hægt er að vinna silfrið með því að mola það og þvo, annað þarf ekki til. Þú hefur sjálfur hvorki nauðsynlegan höfuðstól, né tækni- lega þekkingu til að vinna námuna sjálfur. Eins og þú segir, þú býður mér uppgötvun þina og ég læt i staðinn þá peninga sem nauðsyn- legir eru til að koma henni i verð. Þegar við höfum svipast um á staðnum, getum við komið okkur saman um hvernig hagnaðinum skuli skipt. Nocliolas Perrot stóð andspænis honum og ánægjan glóði á andliti hans. — Satt að segja, Monsieur le Comte, þegar ég bað yður um að taka mig um borð í skip yðar, vitandi að Þú varst að leggja af stað til Evrópu, hafði ég grun um það í hugarfylgsnum mínum að eitt- hvað myndi koma út úr þvi, því i okkar hluta heims, fer Þaö orð af þér að þú sért afskaplega fróður um námurekstur. Og nú fæ ég ekki aðeins fjárhagslegan stuðning þinn, heldur einnig visindalega þekkingu, og þetta. gerbreytir öllu fyrir mér, því eins og þú veizt er ég ekki annað en fáfróður loðdýraveiðimaður. Ég er fæddur á bökk- um heilags Lárentíusarfljóts, og sú menntun sem maður fær Þar, er Evrópumenntun langt að baki. Joffrey de Peyrac leit vingjarnlega á hann. — Þú þarf ekki að gylla neitt fyrir þér menningu og gáfnafar í gamla heiminum, félagi. Ég veit nákvæmlega hvers virði það er og það er ekki nálægt því eins dýrmætt og helmingur af einu eyði- merkurrottuskottinu þínu. Vinir minir eru allir i Húron og Iroka skógunum. Að mínu viti eru evrópsku harðstjórarnir og þeirra þý- lyndu hirðir, hinir raunverulegu villimenn. Kanadamaðurinn gretti sig, ekki fullkomlega sannfærður af orð- um de Peyracs. Sannleikurinn var sá að hann hafði hlakkað til að sjá París, hann hafði hugsað sér sjálfan sig á göngu með loðhúf- una og í selskinnsstígvélum milli gylltra léttikerra. En örlögin höfðu snúizt á annan veg og á sinn venjulega raunsæa hátt, taldi hann sér trú u-m að það væri honum fyrir beztu. Svo þú ætlar ekki að vera gramur mér, hélt greifinn áfram, fljót- ur eins og ævinlega að geta sér til um hugsanir þeirra, sem hann var að taia við. — Þú ætlar ekki að vera of gramur mér fyrir það hve svívirðilega ég fór með þig, þótt það væri ,að vísu ekki að yfirlögðu ráði, þar sem ég var knúinn til þess af því sem við skulum kalla, ófyrir- sjáanleg atvik. Sá tími sem ég dvaldi i höfn á Spáni, var styttri en ég hafði ætlað mér og koma okkar og brottför frá La Rochelle voru að öllu leyti óundirbúnar. Reyndar hefðirðu getað smeygt þér í land Þá ........ — Mér fannst ströndin ekki sérstaklega vingjarnleg né ibúarnir og þar að auki ætlaði ég mér ekki að stinga af, þegar verst stóð á fyrir þér. En þar sem þú hefur áhuga á fyrirætlunum mínum þykir mér síður en svo fyrir þvi að koma heim aftur, án þess svo mikið sem stíga fæti á það móðurland, sem við íbúarnir á vatnasvæði heilags Lárentíusarfljóts komum upprunalega frá ......... Og þegar öllu er á botninn hvolft er hreint ekki víst að mér .hefði lánazt að vekja áhuga neins þar fyrir mínu fjarlæga landi, en hinsvegar hefðu Frakk- ar get.að ramt írá mér síðasta eyrinum. Mér er sagt að E'vrópumenn séu ekki beinlínis frægir fyrir heiðarleik sinn. -- Þarna halda þessir villutrúarmenn áfram með árans sálmasöng- inn, hrópaði Kanadamaðurinn svo allt i einu upp yfir sig. I upphafi fengu þeir leyfi til að kyrja sína sálma á kvöldin, en nú er engu líkara en að þeir geri það þrisvar á dag. Það er eins og þeir hafi ákveðið að djöflahreinsa skipið með þessu gauli. — Ef til vill er það einmitt það sem þeir hafa i huga. Mér hefur skilizt að þeir álíti okkur ekki beinlínis dýrlingahjörð. — Þetta er leiðinlegur og rifrildisgjarn hópur, tautaði Perrot. — Ég vona að Þú ætlir ekki að draga þau á eftir okkur, þegar við leggj- um af stað til að finna þessa silfuræð, fjögur þúsund mílur frá strönd- inni i miðjum Irokaskóginum. I langan tíma svaraði greifinn ekki og Perrot var hætt að standa á sama. En að lokum hristi greifinn höfuðið. — Nei, í guðs almáttugs bænum, nei, svaraði hann að lokum. — Áreiðanlega ekki. 7. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.