Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 34
Rescators beinzt írá honum og snérist nú að ógæíulega hópnum, sem
hann haiði, þrátt t'yrir allt, tekið um borð í skip sitt. Hann hugsaði
nú um þennan hóp a£ sania kappi og hann hafði áður einbeitt sér að
námuhugmynd veiðimannsins.
Perrot íannst lítillækkun í þessu, svo hann reis upp og gekk út.
15. KAFLI
Joffrey de Peyrac reyndi ekki að halda aftur af honum. Hann var
sjálfum sér reiður yfir því að vera svona taugaóstyrkur að hann hafði
ekki vald yfir sér. Þannig fór fyrir honum þennan dag, í hvert sinn
sem iangdreginn sálmasöngurinn hófst, með þessu hljóðfalli og há-
tiðleika, sem átti svo einkennilega vel við hafið. — Perrot hefur rétt
fyrir sér, þessir mótmælendur ganga of langt. En hvernig get ég
bannað þeim að syngja? Ég get það ekki.
Og hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann fann einkennilegt
seiðmagn i söngnum, sem flutti honum bergmál frá lieimi, sem var
ólíkur hans, lokuðum og umgirtum heimi. Hann gat ekki varizt nokk-
urrar forvitni um hann, eins og allt annað í náttúrunni, sem bjó
yfir eins konar dulúð. Söngurinn færði honum einnig myndina af
Angelique.
Já, þröngvaði henni upp á hann. Hún hafði einu sinni verið konan
hans, en nú var hún gjörbreytt manneskja. Hann fann að hann gat
ekki lengur iesið i hjarta hennar eða hugsanir. Hafði hún raunveru-
lega breytzt svona af þvi að umgangast Húgenottana, þrátt fyrir
persónuleika hennar sem var einu sinni svo sterkur, eða var þetta
aðeins uppgerð? Ef svo var, hvað var hún þá að fela? Var hún dað-
urdrós? Var hún kaldrifjuð eða var hún ástfangin? Var hún ástfang-
in af þessum Berne? Hugsanagangur hans kom alltaf aftur að þessari
spurningu og i hvert- sinn undraðist hann að finna að hugmyndin ein
gerði hann ævareiðan. Svo reyndi hann af öllum kröftum að hugsa
rökrétt og bera saman konuna, sem hann hafði elskað, og þá, sem
hann hafði fundið aftur.
Voru það raunar undur að konan skyldi hafa breytzt, síðan hann
KristiM Gdnsson hí.
Klapparstíg 25-27 - Sími 21965 — 22675
yfirgaf hana? Hún hafði ekki notið ástar hans, svo árum skípti. Hann
þurfti ekki annað að gera, en að sanníæra sjálfan sig um, að hún
væri ekki annað en ein af fyrrverandi hjákonum hans.
— Hveisvegna var honum þá svona áfram um að kynnast öllu
varðandi hana?
Hvenær sem söngur Húgenottanna reis upp í fölan morgunhimininn,
eða heiðrikt rökkurloftið, varð hann að halda aftur af sér, til að
hlaupa ekki upp á pallinn umhverfis afturþiljurnar og yfirþilfar-
inu til að gá hvort hún væri meðal þeirra.
Einnig nú setti hann á sig grimuna, í því skyni að fara út, en hugs-
aði sig svo um. Til hvers var að pynta sjálfan sig þannig? Já, hann
myndi sjá hana. Og hvað með Það? Hún myndi sitja ofurlítið til hlið-
ar með dóttur sína á hnjánum, með svarta skikkju og hvíta skuplu,
eins og allar hinar, þessar stífu konur, sem litu út eins og ekknahóp-
ur. Hún drúpti höfði. Svo myndi hún við og við lita snöggt í áttina
að afturþiljunurn, eins og hún vonaðist eða óttaðist að sjá hann.
Hann gekk aftur að borðinu og tók aftur upp einn silfurbergs-
klumpinn.
Þegar hann liélt honum á ný i hendi sér náði hann sér1 smám sam-
an á ný. Nú hafði hann verk að vinna og það var fyrir miklu. Kom-
andi ár myndi hann eiga íramundan mikið og væntanlega árangurs-
ríkt starf, í ónefndu landi, þar sem hans hlutskipti myndi verða að
leysa úr viðjum auðæfi náttúrunnar, rannsaka þau og meta, hvort
þau væru þess virði að vinna þau í rikum mæli.
Er hann liafði staðið frammi fyrir dómstólnum, sem settur var upp
til að narinsaka mál hans og dæma hann, hafði hann séð heimskuna,
fáfræðina, öfundina, blint ofstækið, þýlyndið, hræsnina og mútubægn-
ina lúta yfir sér, og þegar hann hlustaði á dómsorðið, sem sendi hann I
dauðann á báli, eins og galdramann, hafði þessi einkennilega rökvisi
skopleiksins gripið hann, svo að hann vissi ekki lengur hvað hann
hugsaði.
E'n á eftir á löngum, einmanalegum stundum i fangelsinu hafði
lvann hugsað dýpra um þetta mál. Ástæðan til þess að hann hafði
fengið ofsalega þrá til að lifa, þrátt fyrir píndan og illa farinn líkam-
ann, var síður sú að hann óttaðist dauðann, en hitt, að hann þoldi
ekki há tilhugsun að lífið s’kyldi taka enda, áður en hann hafði fengið
tækifæri til að nota sér hæfileika sína, sem hingað til höfðu ekki fengið
nein veruleg tækifæri
Þegar hann hrópaði upp á tröppum Notre Dame, var það ekki misk-
unn sem hann hrópaði á, heldur réttlæti. Hann var ekki að ávarpa
guð boðorðanna, sem hann hafði svo oft brotið, heldur Hann, sem
er öll Huggun og öll Þekking. Þú hefur engan rétt til að yfirgefa
mig, þvi ég hef aldrei svikið þig .....
Og þó á þeirri stundu hafði hann sannarlega haldið að hann myndi
deyja.
Hann hafði ekki öðlazt fullan skilning á kraftaverkinu fyrr en hann
fann sjálfan sig enn á lifi á bökkum Signu, langt frá æpandi múgnum.
Það som hann varð þá að gera var svo sem nógu erfitt, en minn-
ingin um það var ekki sem verst. Hann hafði rennt sér í kalda ána,
meðan varðmennirnir sem gættu hans lágu og hrutu og synti að bát,
ssm hann hafði séð, hálffalinn í sefinu. Hann leysti hann og lét hann
reka niður etfir straumnum. Siðan hlaut hann að hafa misst með-
vitund, síðar, þegar hann rankaði við sér fór hann úr skyrtunni, sem
hann hafði verið klæddur í fyrir aftökuna og fór í kotungsklæði sem
hann fann i bátnum.
Svo lagði hann af stað leiðina löngu til Parísar, eftir næðandi veg-
um, aðframkominn af hungri, því hann þorði ekki að leita heim á bónda-
bæina, sem hann íór framhjá. Ein hugmynd og aðeins ein hélt hon-
um gangandi: — Ég er lifandi og því skal mér takast að skjóta þeim
ref fyrir rass ......
Bæklaði fóturinn hlaut að hafa verið einkennileg sjón, stundum
snérist hann alveg við, án þess að hann tæki eftir þvi og þegar hann
sté til jarðar, snéri framleisturinn aftur, alveg eins og á tuskubrúðu.
hann hafði gert sér frumstæðar hækjur úr tveimur greinum, sem
hann fann i skóginum. 1 hvert skipti sem hann lagði aftur af stað
var þjáningin næstum óbærileg og nokkra fyrstu kílómetrana varð
liann að beita öllu sinu viljaþreki til að æpa ekki upp yfir sig. Hrafn-
arnir sem sátu uppi í lauflausum eplatrjánum voru þeir einu sem
sýndu þessari afskræmdu mannveru einhverja athygli, þar sem hann
stajulaðist framhjá þeim, meira af vilja en mætti. Svo smám saman
hvarf þjáningin og hann varð þess í stað tilfinningalaus, og hann
gat gengið ögn hraðar. I mat hafði hann frosin epli sem hann týndi
upp úr vegarskurðinum, eða einsbaka gulrófu sem skoppað hafði úr
vagni. Hann leitaði skjóls meðal nokkurra munka, sem sýndu honum
gestrisni, en svo höfðu Þeir fengið þá flugu í kollinn að framselja
hann næstu líkþrárnýlendu og hann átti fullt í fangi með að sleppa
frá þeim. Svo haltraði hann áfram, þessir fáu kotungar, sem hann
mætti ,urðu hræddir þegar þeir sáu blóði drifna tötrana og vasaklút-
inn, sem hann hafði bundið fyrir andlitið til að fela það.
Svo kom sá dagur að hann komst ekki lengra og þá var ekki um
annað að gera en að taka á öllu sinu hugrekki og líta á bæklaða fót-
inn. Það hafði verið einstaklega erfitt að rífa buxurnar, en að því
loknu hafði hann séð eitthvað sem var eins og tveir brotnir stilkar,
úr efni engu líkara en hvalbeini, sem stóðu út úr gapandi sárinu, í
hnésbótinni. Það var sífelldur núningur þeirra við efnið í buxunum,
sem hafði valdið honum svona miklum kvölum. Svo miklum að það
hafði liðið yfir hann hvað eftir annað. tJr því að ekki virtist annað
úrræði fyrir hendi, ákvað hann að sarga af sér þessa óþægilegu
anga, sem voru raunverulega ekkert annað en hans eigin sinar, með
hnífsblaði, sem hann hafði fundið við veginn. Að því loknu hafði hann
misst alla tilfinningu í fætinum, en hann snérist enn meira undir
Iionum en nokkru sinni fyrr. Honum var hreint ógerlegt að stýra
fætinum þangað, sem hann vildi láta hann fara, en engu að síður
leið honum mun betur. Svo kom hann auga á turna og hvolfþök
Parísar. Hann hnitaði hring um borgina, þar til hann kom að kapell-
unni í Vincennes, og þá fann til fyrstu sigurgleðinnar.
Þetta látlausa bænahús, eitt og yfixgefið í skóginum, haföi ekki
verið lokað með innsigli konungsins, eins og allar aðrar eigur greif-
ans frá Toulouse, hann strauk veggi þess með höndunum og sagði: —
Ég á eitthvað ennþá og þið munuð hjálpa mér.
öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París.
34 VIKAN 7-tbl-