Vikan


Vikan - 15.02.1968, Page 44

Vikan - 15.02.1968, Page 44
Þrákálfur Framhald af bls. 13 hrædd um að við höfum ekki lengri tíma til umráða. Við erum á heim- leið . . . Roger, ég tók mér bessa- leyfi og pantaði far til Englands fyrir þig. Það er á móti reglunum að fólk fái farmiða aðra leiðina, en skipstjórinn er orðinn svo góður vinur minn, að hann sagði að þetta væri allt í lagi, það er að segja ef þú hefir vegabréfið í lagi enn- þá . . . . — Ég er þér sammála um það að þú hefir tekið þér bessaleyfi, sagði Roger burrlega. — En þetta er áríðandi, Roger. Það hafa komið fram allskonar lögfræðileg vandamál. Það er næst- um ár síðan Edwin frændi dó, og það hefir jafnvel komið til orða að það verði að úrskurða þig lát- inn. Hugsaðu um það! — Og hugsaðu þér hve himin- lifandi sumir ættingjar mínir yrðu, ef þetta reyndist sannleikur! — Mér finnst þú óréttlátur núna, Roger, sagði Shteila. — Er það nauðsynlegt að vera svona hat- ursfullur í garð ættingja þinna? — Aðstaða mín gagnvart þeim er raunveruleg, Sheila. — Það er staðreynd. Hann brosti til henn- ar. — Það er langt síðan ég fann það út að lýsing á sambúð hunda og katta, á vel við mig og fjöl- skyldu mína, sambúðin er bezt, þegar mest fjarlægð er á milli okkar. Einn klukkutími, það er anzi stuttur fyrirvari. — Þú gætir farið hingað aftur og gengið frá viðskiptum þínum hér, sagði Mattie frænka. Þegar Roger svaraði ekki strax, leit hún á Tönyu og sagði: — Ég vonaði að við gætum tal- að um þetta í einrúmi. En Roger þóttist ekki heyra hvað hún sagði. Hann gekk að glugganum og leit á þessa litlu ræmu, sem hann not- aði fyrir flugvöll. Super gamla var nokkuð hrörleg, þar sem hún stóð á sprungnu asfaltinu. — Ég er einstaklingshyggjumað- ur, sagði hann og sneri sér að þeim, — það er meinið. — Ég við- urkenni að það er gömul lumma að taka svo til orða, en þetta er nú samt satt. — Það virðist ekki hafa komið þér langt í lífinu, sagði Mattie frænka. — Þá kemur sú spurning hvað átt er við með því að ná langt. Ég á nokkuð erfitt með að hugsa til að eyða ævinni við að reka nýlendu- vöruverzlanir. Var það ekki lífsstarf Edwins frænda? Kórónan á iífs- starfi hans? Fimmtíu smávöruverzl- anir úti í landsbyggðinni? — Er það eitthvað til að skamm- ast sín fyrir? Crane er gamalt og gott fjölskyldunafn, og sem betur fer hafa ættingjar okkar fylgzt með tímanum, sagði Mattie frænka al- varleg í bragði. — Þeir hafa safn- að tölverðum peningum, en þeir hafa líka greitt skatta og skyldur í samræmi við það. — Ég veit það. Það hafa verið nokkrir opinberir starfsmenn og einhver furðulegur þingmaður inn- an fjölskyldunnar. Já, já, það er satt og rétt, Crane fjölskyldan er eins og hún á að vera. En hefir það aldrei hvarflað að þér að einu sinni eða tvisvar á öld getur fæðzt Crane sem ekki passar inn í rammann? — Hvað meinarðu með þvf? — Einhver af fjölskyldunni, sem kannski vill reyna að spjara sig sjálfur, áður en hann setzt á milli snyrtilegs skrautsgarð og kirkju- garðsins. — En þú ert þegar búinn að reyna það, Roger, sagði Sheila áköf. Hann brosti til hennar. — Finnst þér það? — Já, það finnst mér. Þú hefir sannað það fyrir sjálfum þér að þú getur bjargað þér án hjálpar NIEfl PEUGEOT UM LAND ALLT BRAUTARHOLTI 22 SÍMAR: 23511 *34560 sterkbyggdir sparneytnir háir frá vegi frábærir aksturshæfileikar ádýrastir sambærilegra bíla HIHUKUHf. fjölskyldunnar. En er ekki kominn tími til að þú farir að athuga þinn gang og semja þig að háttum venjulegs fólks? — Það er ég viss um, sagði Mattie frænka. — Nú hefir þú skyldum að gegna, Roger. Ekki eingöngu við fyrirtækið og allt það fólk sem á afkomu sína undir því. Það er kominn tími til að þú festir ráð þitt, kvænist og eignist börn. Hún leit í áttina til Sheilu. — Og það er ekki nálægt því eins hættulegt líf og það sem þú lifir nú. Hún leit með viðbjóði í kringum sig og tók ekki Tönyu undan. — Það skiptir ekki máli þótt Tanya sé viðstödd, hún skilur ekki orð- í ensku, sagði Roger. — Jæja? Mattie frænka lyfti brúnunum. — Má ég þá spyrja þig . . . .? — Hún eldar fyrir mig matinn og hreinsar í kringum mig, sem sagt, hún gerir líf mitt hér notalegra. Tanya ætlaði að springa af reiði, en henni tókst samt að láta ekki á því bera, horfði tómlátlega út í loftið og brosti. Hún þekkti Roger. Nú var hann að yfirvega hlunn- indin við að erfa frænda sinn, og hegðaði sér eins og trúður, með- an hann var að komast að ein- hverri niðurstöðu. Og Roger gat verið andstyggilegur þegar hann var í því skapi. — Við erum mjög tímabundnar, sagði Mattie frænka. — Ég er seinn að hugsa, sagði hann. — Við höfðum mikið fyrir því að finna þig. Það sem ekki eru nein hafnarmannvirki hér, var akkur skotið í land á báti. Það var að- eins hægt að fá einn einasta bíl, og bílstjórinn ók okkur fyrst út á flugvöllinn, hann hafði greinilega aldrei heyrt getið um þennan einka- flugvöll þinn. — Þá er minnið ekki hans sterka hlið. Fyrir ári síðan var þetta flug- völlurinn. Flugvöllurinn minn. Það er hann ennþá. Þetta er flugstöðin og hér berum við farþegum smurt brauð. En í dag eru engir farþeg- ar hér og þar af leiðandi ekkert brauð, en þið getið fengið tebolla. — Það væri skárra en ekkert, sagði Mattie frænka, hryssingslega; hitinn virtist ekki hafa góð áhrif á hana. — Maður má ekki gleyma manna- siðum þótt maður lifi á afskekkt- um stað. Hann sneri sér við og klappaði saman höndunum. — Tanyal Hún leit á hann og gat ekki leynt reiðisvipnum. — Te. Muche, fljótt. Te. Char handa dömunum. Skilirðu það? Hve langt skildi hann ætla að ganga í þessum fíflalátum, hugs- aði Tanya, og hve lengi yrðu þær að komast að hinu rétta ( málinu? Þær brostu, umburðarlyndisbrosi, rétt eins og þær væru að láta í Ijós að þær þekktu hann og könn- uðust við þessi skrípalæti. En henni var Ijóst að Roger var ekki ennþá 44 VIKAN 7-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.