Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 2

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 2
SMITH-CORONA 30 GERÐIR Stórkostlegt úrval rit-og reikni- véia til sýnis og reynslu i nýjum glæsilegum sýningarsal; ásamt Taylorix bókhaldsvélum og fullkomnum samstæðum skrifstofu- húsgögnum SKRIFSTOFUTÆKNI © © ÞVOTUVÉl PURRIURI ára levnsla! VANDLÁTIR VELJA WESTINGHOUSE TÆKIN Ekki aðeins vegna þess,að Westinghouse er leiðandi i heiminum i dag í tækniþróun og framleiðslu heimilistækja, heldur einnig af því, að á íslandi er þegar fengin 20 ára reynsla af gæðum og endingu tækjanna frá Westinghouse. ALLUR SAMANBURÐUR ER WESTINGHOUSE í VIL Nánari upplýsingar, myndalistar og sýnishorn í NÝJUM GLÆSILEGUM SÝNINGARSAL ARMULA 3 SÍMI 38900 Að eiga sitt hjá sér Á elliheimilinu Grund er gefið út fjölritað blað. Heim- ilispósturinn. Utgefandi er Gísli Sigurbjörnsson forstjóri, og ritar að jafnaði í blaðið sjálfur. Kennir þar margra grasa, og í þessum pistli ætla ég að endurprenta hluta af einni grein Gísla í desember- heftinu frá 1967, með leyfi höf- undar. Hann ræðir þar um verkamannabústaðina við Hringbraut og Brávallagötu, tildrögin að gerð þeirra og hvernig fyrirkomulag er í þeim í aðalatriðum. Hann bendir. á, að félagsmenn í Byggingafélagi verkamanna gangi fyrir um kaup á þess- um íbúðum, þegar þær losna, og fái þær við vægu verði, miðað við ef þær væru seld- ar á frjálsum markaði, vegna ákvæða þar að lútandi. F,n aðstæður hafa breytzt og sum- ir þurfa á stærri íbúð að halda eða íbúð annars staðar; það verð, sem þeir fá nú hrekkur skammt til kaupa á annarri íbúð á frjálsum markaði. Síð- an segir Gísli Sigurbjörnsson: „Grund er við Hringbraut. Litlu vestar eru verkamanna- bústaðirnir. Væri því ekki til- valið að fá íbúðir í þessum húsum keyptar fyrir aldrað fólk, sem gæti hugsað um sig sjálft, en þyrfti á aðstoð eða hjálp að halda, þá væri hægt að fá hana á Grund. Breyting á löggjöf þarf að vera þann- ig, að heimilt sé að selja íbúð- irnar elliheimilinu til að nota þær fyrir aldrað fólk. Sölu- verð væri gangverð á íbúðum í borginni og myndu þvi selj- endur fá miklu hærra verð en þeir fá nú, þegar þeir verða að selja íbúðirnar samkvæmt sérstökum ákvæðum til félags- manna.“ Ég vil taka undir þessi orð Gísla. Þetta væri hagkvæm lausn á nokkrum vanda aldr- aðs fólks, því allir vita, að þörf manna til að eiga sitt út af fyrir sig og búa sem mest að sínu vex með árunum, og jafnframt er með þessu móti kleift að hjálpa þessu aldraða fólki og létta því ellina, án þess að það sé beinlínis á s.:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.