Vikan


Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 14
HLATURINN FRAMALDSSAGAU 6. HLUTI EFTIR JUDSON PHILIPS — Saga Billys er ekki sérstak- lega þægileg, Howard, en ég held að þú ættir að vita hver hún er, því það getur sannfært þig um hve mikilvægt það er fyrir mig að vita nákvæmlega hvað Mary sagði við þig á sunnudaginn. Og Peter sagði honum sögu Powers. Rödd Howards varð að hvísli: — Segir hann að Sandra hafi gert þetta? — Hvað sem Sandra reynist vera, eða hafa verið Howard, er það mjög mikið þér að kenna; þér og Sam. — Auðvitað lýgur Billy, sagði Howard. — Sú litla, andskotans rotta! ífig kalla guð mér til vitnis um að ég skal.... — Sem snöggvast skaltu segja mér frá þessum tíu mínútum með Mary, greip Peter fram í fyrir honum. Howard leit út eins og maður, sem reynir að rýna út í gegnum þoku. — Þetta. voru virkilega andstyggilegar tíu mínútur — vegna þess að það voru aðeins tíu mínútur. Mig langaði að faðma hana, mig langaði að sann- færa hana um að ekkert, sem gerzt hafði gæti breytt nokkru okkar í milli. Mig langaði að segja henni að ég elskaði hana. Mig langaði að heyra allt og segja allt, og það var enginn tími! Howard hristi höfuðið ákaft. — Hvað talaði hún um á sunnudaginn? hélt Peter áfram. — Það voru aðeins tíu mínút- ur, sagði Howard. — Við sátum saman á dívaninum í vinnustofu hennar, héldum hvort um annað og sögðum það sem þýddi allt fyr- ir okkur, en hafði enga meiningu fyrir aðra. Það er aðeins það, sem maður og kona sem elskast segja hyort við annað, þegar þau hafa ekki tíma til neins. Maður segir elskan, elskan og ástin mín, og það er í stuttu máli allt sem manni liggur á hjarta. Peter fann til óþæginda. Þetta var innrás í einkalíf annarra. — Howard, var nokkur annar maður í lífi Mary áður en þú komst inn í það? — Eiginmaður hennar. — Nokkur, sem er á lífi? Ofs- inn í þessari árás, Howard, bendir til afbrýðissemi. — Það var enginn slíkur. — Minntist hún nokkurntíman á nokkum, sem hún var hrædd við? — Nei. — Eitthvað, sem hún var hrædd við? — Það var aðeins eitt, svaraði Howard ofsafullur. Hún var hrædd við að vera ástfangin af mér og vera með mér, þegar það hugsanlega gat verið hættulegt starfi mínu. Hún vissi hve mik- ilvægt það er mér, hve miklu það skiptir fyrir mig að það bæri árangur. Hún var þesskonar kona. Það sem máli skiptir fyrir mig kom fyrst. Howard rétti fram hendina og tók fast um úlnlið Peters. — Ég veit ekki hvað þú ert að hugsa. Ég veit ekki hvaða fjarstæðu- kenndar ástæður þú kannt að hafa fyrir því að trúa Powers eitt andartak, en ég skal segja þér eitt. — Mary Landers er dá- samlegasta konan, sem ég hef nokkru sinni kynnzt. Hann sleppti úlnlið Peters og leit und- an. Hann horfði á tæran, bláan himininn: — Góði guð, hjálpaðu henni, hvíslaði hann. Klukkan var orðin yfir tíu, þegar Peter kom aftur til Moun- tain View Motel. Hann var farinn að hugsa í hringjum og þá vissi hann að hann varð að fá hvíld framar öllu öðru. Umhverfi Country Club, hin- um megin við götuna var furðu- lega breytt, frá því kvöldið áð- ur. Það virtust vera þúsundir bíla á bíiastæðum og auðum flöt- um í kring og sólin glitraði á gluggum og gljáfægðu lakki. Mannfjöldi var á iði milli klúbb- hússins og golfbrautanna og fylgdist með þremenningunum, sem byrjuðu á fyrsta tíinu með um það bil átta mínútna millibili- Rödd ræsisins glumdi við í hvert skipti sem ný þrenning lagði af stað. Keppnin um verðlaun Sam Delafields, hundrað þúsund doll- ara, var í fullum gangi. Peter smeygði sér inn í mótelið og kveikti á loftkælingunni. Áð- ur en langt um liði myndi heit ágústsólin breyta staðnum í ofn. Þegar hann gekk að skápnum til að hengja upp jakkann sinn, sá hann snepil liggja á koddanum sínum. Það voru skilaboð frá Charlie, þar sem hann bað Peter að hringja til sín í pressutjaldið, þegar hann kæmi. Hann gekk að símanum, valdi númerið, sem skrifað var á seðilinn og spurði eftir Charlie. Hann heyrði glymj- andi rödd ræsisins í gegnum sím- ann meðan hann beið. — George Graver, Bob Havi- land, Eddie Potts, á fyrsta tíi. Graver, Haviland, Potts. Hvæsandi rödd Charlies barst í gegnum símþræðina: — Hvar hefurðu verið, Maes- tro? Mér skilst að þú hafir verið viðriðinn handtöku Billy Powers. Hann er í minni deild. Ég vil fá söguna frá þér. Þær sögur, sem ganga hér eru fremur æðisgengn- ar. — Þetta er æðisgengin saga, Charlie. — Heyrðu komdu hingað og láttu mig hafa hana? Ég get ekki farið frá þessum viðburðum hér. — Þó þú kæmir með villihesta gæturðu ekki dregið mig þangað, Charlie. Ég hef ekkert hvílzt í alla nótt. — Er það satt að Billy sé ann- ar þeirra, sem nauðguðu stúlk- unni á sunnudaginn? — Kannske það hafi ekki ver- ið nein nauðgun, sagði Peter. — Góða nótt, góðan daginn, gott kvöld, góðan morgun, eða hvað sem það er Charles. Ég skal hitta þig, þegar ég hef hvílt mig, sem verður eftir um það bil fjórar klukkustundir. Hann smeygði sér þreytulega úr fötunum, settist á rúmstokk- inn, losaði ólarnar, sem héldu gerfifætinum á sínum stað, svo lagði hann fótinn á gólfið framan við rúmið. Hann renndi sér und- ir sængina, lokaði augunum, en fyrir innri sjónum hans svifu myndir, sérstaklega mynd af stúlku með koparrautt hár í grænum síðbuxum og skærgulri blússu. — Hver er Sylvia? Hvað er hún? Þrefalt fórnarlamb skelf- ingarinnar? Höfuðpaur í undar- legum prettum? Hin fullkomna kona? Kaldrifjuð tík? Verndari helgrar trúar? Morðingi tveggja, ómerkilegra ræfla? —• Hver er Sylvia?.... Klukkan var rúmlega tvö eftir hádegi, þegar Peter vaknaði. Þeg- ar hann hafði farið í bað, rak- að sig og klætt, gekk hann að símanum, leitaði að númerinu í símaskránni og hringdi á lög- reglustöðina. Maclyn var kominn aftur til starfa. Það leið nokkur stund þar til hann kom í símann. — Nokkuð nýtt? spurði Mack- lyn. — Nei, en hjá þér. Nokkrar fréttir um ungfrú Landers? — Hún var ennþá lifandi fyrir fimmtán mínútum. Samkvæmt síðustu skýrslum frá sjúkrahús- inu. — Powers? — Heldur enn í lygasöguna sína. -—• Nokkuð annað. — Við vitum hvar bardaginn fór fram. Nokkra metra utan við bílastæðið hjá húsi stúlkunnar. Hún hlýtur að hafa barizt eins og tígrisdýr. Um það bil tíu fer- fet af runnum og lággróðri er allt niðursparkað. —• Það ætti þá að sjást eitthvað á manninum, sagði Peter. — Kannske. Við héldum að hún hefði verið barin með byssu, en það getur hafa verið með tjakkaskafti eða rörbút. Það er ekki víst að hún hafi nokkru sinni komið höndum á árásar- manninn. Það lítur út fyrir að hún hafi verið að reyna að kom- ast undan, en fengið högg við högg, þar til hún gat ekki meir. — Hefurðu nokkuð við það að athuga að ég fari þangað? spurði Peter. — Jafnvel að hnýsast eitt- hvað í hennar hluti? Mig langar að komast að einhverju meira um hana. Ef hún laug um það, sem gerðist á sunnudaginn .... — Vertu ekki með neinn and- skotans barnaskap, sagði Mack- lyn. — Þessi náungi hérna gefst upp fyrr eða seinna og segir okk- ur sannleikann. 14 VIKAN “• tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.