Vikan


Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 39
þótt svo að þeir gleypi annars eins og hungra'ðir silungar við flestu sem kemur vestanað. PILS NIÐUR FYRIR HNÉ' Þó að Leníngrað sé trúlega ný- tízkasta borg Sovétríkjanna, eins og við vestra skiljum það hugtak, þá skortir hana þann íburðar- og fyrirferðamikla glæsileika, sem einkennir stórborgir á Vestur- löndum og skýjakljúfar úr gleri og steini, skrautauglýsingar og æsilegur og samfelldur straumur farartækja um allar aðalgötur skapa. Það er svo sem kannski jafngott. Þessum vestræna glæsi- leika okkar fylgir ópersónuleg- ur kaupsýslukuldi, sem gerir stoltstaði á borð við New York, Kaupmannahöfn, Vín og Lundúni að hálfgerðum eyðimörkum, þar sem mannlegur hlýleiki virð- ist jafnfjarlægur og á Græn- landsjökli eða Sahara. Svo langt eru Sovétríkin ekki komin í vel- ferðinni. Fólkið hérna er yfirleitt vingjarnlegt, dálítið forvitið og hjálpfúst. Það vill gjarnan ræða við aðkomumanninn, þótt skort- ur á tungumálakunnáttu hindri venjulega slík kynni- Sé spurt til vegar (og hér þarf þess oftar við en ella vegna þess, að þetta kýril- liska stafróf Rússa gerir manni óhægt um hönd að lesa á götu- skilti) lætur það sig oft ekki muna um að ganga með spyrj- andanum að næstu stoppstöð strætisvagna eða leilgubíla; sé heimamaður í vestrænni stórborg spurður hins sama, reynist hann oft jafnfróður spyrjandanum, ef hann þá ekki vísar honum á bug eða segir rangt til af fá- kunnáttu eða nenningarleysi. Og þeir eru heiðarlegir í Rússiá; sjó- mönnunum ber saman um að í engum öðrum erlendum höfnum sé minni hætta á að komast í kast við óráðvendnisfólk, sem útsett er með að hafa fé ranglega af gest- um og gangandi með beinum þjófnaði ef ekki með prettum og svindli. En ekki verður sagt að mann- skapurinn hérna sé í stælnum, satt er það. Þegar litið er á klæðaburðinn og hárgreiðsluna á kvenþjóðinni séráparti, bregður manni stundum kynlega svo sem hafi maður fengið tímavélina lán- aða hjá H. G. Wells og vippað sér þetta fimm til tíu ár aftur á bak. Hér ganga margar þær, sem fínastar virðast í tauinu, ennþá með býkúpuhárgreiðsluna sem var upp á sitt bezta hjá okkur uppúr 1960, og ekki er um ann- að að tala en pilsin lufsist allt að þverhönd niður fyrir hné. Svona er afl vanans máttugt og fljótt að segja til sín: þegar stuttpilsin voru að ryðja sér braut vestan- tjalds, heyrðist oftlega tæpt á því að hér væri um að ræða hæpna nýjung, siðferðilega séð, en nú brá svo við á gönguferð- um mínum um Leníngrað að mér fannst allt að því hneykslanlegt að sjá aldrei grilla í hnésbót. Undaxdegir menn, þessir sem ráða Sovétþjóðunum. Þeir virðast ekki telja sínu fólki holltaðkynn- ast vestrænum móð, fyrr en hann er orðinn úreltur hjá auðvaldinu, þá fær hann að seytla inn hér. Ég er viss um að í þann mund er pilsin verða aftur komin niður- undir ökla vestantjalds, verður allsstaðar hægt að sjá uppundir hundrað hér eystra. Kannski finnst þá sumum að fyrst megi fara að tala um sovétsælu. SVERIR KRÚSÉFSKJÁLKAR Oft heyrist það á íslendingum sem til Leníngrað koma að þeim lítist fólkið norrænt útlits og setja það gjai-nan í samband við sænsku væringjana, sem áttu hér oft leið um á víkingaöld þegar sótt var suður á austurevrópsku slétturnar og til keisarans í Miklagarði. Auðvitað er það nokkuð langsótt skýring að stimpla hvern ljóshærðan lang- höfða sem maður sér sem vík- inganiðja, en víst er um það að margt manna af ólíkum þjóðum hefur frá fornu fari átt leið um þá skiptistöð viðskipta og áhrifa, sem Neva var og er. Hér mæta manni á götunni týpur, sem gætu eins verið sænskar eða þýzkar, aðrar finnskar og enn aðrar sem sumir mundu kalla dæmigerðast- ar fyrir móður Rússíá: saman- rekna karla með ferkantað brésj- néfandlit og svera krúséfskjálka, eða með þanda nasavængi, nið- ursveigðan nefbrodd og breið kinnbein likt og Núreéf ballet- dansari. Leníngrað er líklega al- þjóðlegasta borg Sovétríkjanna; ég las einhversstaðar að fimmti hluti borgarbúa, sem nú eru eitt- hvað á fjórðu milljón, væri af öðru þjóðerni en rússnesku. Hér er einkum margt af fólki ætt- uðu úr Eystrasaltslöndum og Finnlandi, enda hefur samband þeirra landa við þessa mestu borg á ströndum Eystrasalts jafnan verið náið, hvort sem þau hafa tilheyrt ríki Rússa eður ei. GULLNIR TURNAR Þrátt fyrir stærðina verður ekki sagt að Leníngrað láti mik- ið yfir sér til að sjá. Þar eru engir skýjakljúfar og jafnvel engin háhýsi á reykvískan mæli- kvarða. Og þegar nær er komið, finnst manni margt vanta á stór- borgarbraginn, eins og það orð er skilið vestra- Mér er sagt að bílar séu hér margir hjá því sem var til skamms tíma, en miðað við borgarstærð verða þeir að teljast heldur fáir. En hér keyra þeir eins og Stalín sé á hælunum á þeim, og er rétt svo að þeir nenni að koma við flautuna þeg- ar þeir eru í þann veginn að aka yfir einhvern vegfarandann. En Leníngrað hefur annað, sem bætir hitt upp og sjálfsagt vel það. Ég efast um að hugur manns og hönd hafi víða í heiminum skapað meiri fegurð en hér. Því að ekki er náttúrufegurðinni fyr- ir að fara; borgarstæðið er drull- an sem Neva hefur borið hing- að ofanúr Ladoga; það er mar- flatt. En við byggingu borgarinn- ar var ekkert til sparað, hvorki í mannslífum eða fjármunum, og fengnir til frægir arkitektar vest- an úr löndum, franskir og ítalsk- ir. Borgin var skipulögð með Amsterdam sem fyrirmynd, en Hollendinga mat Pétur mikli rnest allra erlendra þjóða og hugði flest til bóta sem frá þeim var komið. Er og undirlag þessara tveggja borga ekki með öllu ó- svipað. Það mætti æra óstöðug- an að ætla sér að kynnast Lenín- grað að nokkru ráði á tveimur eða þremur dögum, enda reyndi ég það ekki; lét það duga sem auðveldast barst að höndum. Komudaginn síðla labbaði ég um miðborgina undir leiðsögn An- tons bryta, eftir Nevskí próspekti, sem er Laugavegurinn þeirra hér og mikil umferðar- og verzlunar- gata, eftir því sem austantjalds gerist. Miklir skrúðgarðar með trjám og blómum og styttum eru hérna um miðbik borgarinnar, og er úr þeim forkunnarfallegt út- sýni til halla og gullinna turna og köpla fjær og nær; og nærri má geta hvort kvöldsólin spillir nokkru hér um. Hér eru engir himingnæfandi kassar eða stokk- ar byggðir í fúnkis til að eyði- leggja fyrir manni útsýnið, enda man ég ekki til að hafa séð þess líka í nokkurri annarri stórborg. Daginn eftir leit ég inn í Vetrar- höllina, sem nú er hluti af Ermi- tage-listasafninu, eða Einsetrinu. Þetta safn er eitt hinna mestu og frægustu sem til eru, og er hægt að sjá þar sýnishorn bæði er- lendrar listar frá flestum tímum og heimshlutum og listmuni úr öllum mögulegum hlutum Sovét- ríkjanna, forna og nýja, allt ofan frá minjum frá Skýþum hinum fornu sem í fornöld byggðu Úkraínu og grískum nýlendu- mönnum sem reistu verzlunar- borgir á þeim slóðum. SVERÐIN RISANAUTAR í slíkum stað er hægt að gleyma sér svo dögum skiptir; sjálfur forsalurinn niðri með hvítum marmarasúlum ásamt nærliggjandi stigagöngum er auganu dýrlegt undur, og gólfið morandi í lxrifnum safngestum, skvaldrandi á sínum óskiljanlegu málum og mállýskum, flestir trú- lega sovétborgarar einhversstað- ar langt utan úr sveitum og sýsl- um; þeir verða undarlega smáir á milli þessara háu keisaralegu súlna, minna næstum á skrýtin skógartröll. í forgylltum rókokó- setbekk lögðum rauðu flosi situr nú digur og ákaflega útitekinn karl í jakka sem er að springa utan af honum, í snjáðum bux- um og vondum skóm. Hann situr þarna státinn og allt að því stork- andi, líkt og honum sé það mest í mun að sýna og sanna hverj- um gesti og gangandi að engum fremur en honum, hinunx vinn- andi sovétborgara í ópressuðum buxum og með skít undir nögl- um, beri réttur til hæginda þeirra sem áður hvíldu greifa og prinsi- pissur í gulli og skarlati með púðraðar hárkollur. Þrátt fyrir aldurinn minnti hann mig á þver- úðugan strákhnokka. Ég hætti að gefa honum gætur þegar ég sá að hann var farinn að horfa á mig á móti (þetta er eitt af því sem maður tekur eftir í Sovét, verði fólk vart við að því sé gaumur gefinn, hvessir það oft á mann augun alleinarðlega, allt að því ögrandi). En þegar ég gekk þarna hjá á útleið þremur eða fjórum tímum síðar, sat hann þar enn- Ég varði mestum tíma í rúss- nesku sögudeildinni, sem hefur að geyma minjar allt frá tímum víkinga og væringja í þessu landi. Þar mátti líta hringabrynjur, kostulega ofnar úr járnbaugum og strýtuhjálma af þeirri gerð sem sjá má á myndskreytingum við fornar króníkur rússneskar. Þesskonar búnað báru stríðsmenn furstans í Kíef gegn villimanna- skörum Gengisar Kans og sonar hans Óguða á þrettándu öld, og þannig var Alexandr Nevský bú- inn er hann reið út að stríða gegn Svíum og þýðverskum krossferðariddurum. Þarna eru líka til sýnis amboð þessara forn- manna; spjót og bryntröll með margskonar lagi og sverð, þar á meðal nokkur varla skemmri en sem nemur mannslengd. Öfluga menn hefur þurft að valda slík- um vopnum að gagni, og varð mér við þetta tækifæri hugsað til sögunnar af Hrólfi konungi Gautrekssyni og sverðinu Risa- naut, sem enginn mátti valda nerna konungur sjálfur og vann á berserkjum þeim og illvirkjum sem engin járn önnur bitu. HELGIMYNDASALA Næst lagði ég leið mína til Pétursvirkis og Páls, en þar byrj- aði Pétur mikli að reisa þessa höfuðborg sína árið 1703, þegar stríðið við Karl tólfta Svíakon- ung stóð sem hæst og Rússar voru síður en svo sigurstrang- legir. Virki þetta stendur á hólma við mestu kvísl Nevu öndvert við Vetrai-höllina. Fjöldi fólks var að spóka sig í sólinni meðfram fljót- inu, þar á meðal margir túristar; rakst ég í þeirra hópi á Litháa, Austur-Þjóðverja og einn stóran feitan og alskeggjaðan Norðmann sem var önnum kafinn við myndatöku; hann sagðist liafa verið á Akureyri á stríðsárun- um. í tröppum sem lágu niðrað vatninu sat ungur maður með andlitið í höndum sér og grét, en annar stóð hnípinn hjá og hafði gefizt upp við að hugga hann. Steinsnar frá stóðu tveir peysuklæddir pólskir stúdentar, 31. tbi. VTKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.