Vikan


Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 28

Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 28
Qxford Street er ein sú gata í Lundúnum, sem íslendingar kannast bezt viS; þar eru þessi stóru og glæsilegu magasín, sem er svo gott að verzla í, Og aS sjálfsögðu áttu BJörk og Anna Sigga þar leið um til að sk ða og gera innkaup. í litium bæklingi, sem fylgir hverjum farseðli frá Flugfélagi Islands til London, eru upplýsingar um það markverðasta, sem hægt er að skoða í borginni. Þar er líka handhægt kort, með helztu stöðum merktum inn á. Björk og Anna Sigga leggja því af stað til að litast um. Þær komast fljítt upp á að nota ncðanjarðarbrautirnar, sum- ar lengst niðri í iðrum jarðar, aðrar næstum upp við yfirborðið, en allar iðandi og ólgandi í mann- mergðinni. Kerfið er stórkostlega fjölbreytt, en þó einfalt, það kvíslast út um alla borgina og einhvers staðar mætast ailar leiðir, þannig að ekki er hægt að villast hættulega og sá sem einu sinni er kominn inn, getur ferðast fram og affur á sama farseðli þar til hann fer út og upp í dagsbirtuna. Lundúnabúar virðast kunna að njóta lífsins og slaka á, þótt skarkali og hraði stórborgarinnar umlyki þá. Þeir nota hvern friðsælan blett, hvar sem hann er að finna. I fögrum og víð- áttumiklum skemmtigörðum borgarinnar er fólk eins og úti í sveit, og á torgum situr fólk á stöllum og bekkjum og lifir fyrir líðandi stund, eins og það sé eitt í heiminum. Trafalgar Square ber af flestum torgum Lundúna, og þar eiga borgarbúar og ferðamenn margar ánægustundir í leik við dúfurnar. Þvílík mergð af dúfum! Það var ekki laust við að Björk og Önnu Siggu þætti nóg um, þegar dúfurnar þyrptust á handleggi þeirra, axlir og höfuð, til þess að komast að korninu, sem þær höfðu keypt handa þeim í litlum pappaöskjum. Gosbrunnarnir miklu á Trafalgar Square veita auganu óþrjótandi tilbreytingu og unað, og þær Anna Sigga og Björk staldra við í hressandi og svalandi úðanum af þeim. Þar gnæfir Nelson gamli á himinhárri súlu og það veitir ekki af að vera vel fyrir kallaður til að horfa alla leið upp til hans, en ekki dugir annað en skoða allt, sem fyrir augu ber. 28 VIKAN 31; tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.