Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 20
r
Tfllf Krn-og fil tekin mel keisansknrði
Þegar frú Katleen McGarry, sem býr í námunda við Glasgow í Skotlandi,
átti von á fyrsta barni sínu, sögðu læknarnir henni, að hún yrði að vera
við því búin að geta ekki fætt barn sitt með eðlilegum hætti. Að öllum
líkindum yrði að taka það með keisaraskurði, þar sem mjaðmagrind hennar
væri of þröng.
Allt gekk samkvæmt óskum, og móður og barni heilsaðist vel. En frú
Mc Garry langaði til að eignast fleiri börn. Læknarnir sögðu henni, að
hún gæti í mesta lagi eignast tvö eða þrjú börn. Síðan yrði hún að hætta.
En annað kom á daginn. Nú er McGarry orðin 44 ára gömul og tólf barna
móðir, og öll börnin hennar hafa verið tekin með keisaraskurði!
Hér mun vera um algert met að ræða. Hingað til hefur keisaraskurður
verið álitinn svo umfangsmikil og erfið aðgerð, að ekki hefur verið talið
ráðlegt, að konur gengju undir hann oftar en tvisvar eða þrisvar sinnum.
Eftir að kunnugt varð um McGarry og börnin hennar tólf, hefur hins
vegar komið í ljós, að keisaraskurður hefur verið gerður oftar en þrisvar
sinnum á konum víða um heim. Bandarískur fæðingarlæknir, dr. Paquin
að nafni, lét taka saman skýrslu um fjölda keisaraskurðaðgerða á spítala
sínum. Skýrslan lítur þannig út:
☆ 2 konur 8 sinnum, ☆ 12 konur 5 sinnum,
☆ 1 kona 7 sinnum, ☆ 38 konur 4 sinnum.
☆ 4 konur 6 sinnum,
Keisaraskurður er elzta skurðaðgerð í sögu læknisfræðinnar. Ekki eru
menn sammála um, hvernig nafnið er til komið. Sumir eru þeirrar skoðun-
ar, að það stafi einfaldlega af því, að þetta hafi verið mestá aðgerð sem
hægt var að gera í langan tíma, og þess vegna hafi menn kennt hana við
þann mann, sem hæstur er í mannfélagsstiganum. Hins vegar eru til heim-
ildir um, að Scipio Africanus, keisari, sem fæddist árið 165 fyrir Krists
burð, hafi verið tekinn með keisaraskurði. Ýmsir halda því fram, að hér
hafi í fyrsta sinn verið framkvæmd skurðaðgerð við fæðingu, og þar sem
verið var að bjarga lífi verðandi keisara hafi aðgerðin fengið þetta virðu-
lega nafn. ☆
V____________________
20 VIKAN »•tbl'