Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 48
glngelújut
jsjórcmingttm
Framhald aí bls. 23
mat'Kar minningar, eins og kvöldin, sem bau höfðu dvalið saman við
snarkandi eld og bakað pönnukökur, eða þegar hún kom til að kyssa
hann góða nótt, eftir að hann var kominn í bólið, svo fín i falleg-
ustu fötunum sinum.
— Ó, mamma min!
— Ó, synir mínir, synir minir. E’n þetta er óhugsandi, Florimond.
Þetta getur ekki verið Cantor, því hann drukknaði í Miðjarðarhaf-
inu.
Florimond rak upp háan og ofurlítið stríðnislegan hlátur.
Vissirðu það ekki mamma að pabbi réðist á fiota de Vivonne
hertoga, vegna þess að Cantor var um borð í einu skipinu. Hann vissi
það og ætlaði að ná i harin.
Hann vissi það. Þetta voru fyrstu orðin, sem náðu alla leið til
huga Angelique síöan hún sá syni sína koma á móti sér, synina sem
hún hafði fellt svo mörg tár út af, en komu nú ljóslifandi hingað til
hennar.
— Hann vissi það, endurtók hún.
Svo þetta var ekki ailtsaman draumur. Synir hennar báðir voru á
lífi, heilu og höldnu. Joffrey de Peyrac hafði tekið Cantor til sín
og boðið Florimond velkominn og séð fyrir honum meðan hún, Angeli-
que var viti sínu fjær af sorg. Um leið og hún gat ofurlítið hugsað
rökrétt aftur varð hún óstjórnlega reið, og áður en Joffrey de
Peyrac gat séð fyrir um hvað hún hafði í hyggju spratt hún á fætur,
rauk til hans og greiddi honum rokna högg i andlitið.
— Svo þú vissir það, þú vissir það, hrópaði hún móðursjúk af reiði
og sársauka. — Og sagðir mér það ekki. Þú lézt mig eina i örvænt-
ingunni og þú nauzt þess að sjá mig þjást. Þú ert skrímsli. Þú hlýtur
að hata mig. Þú sagðir aidrei neitt, hvorki í La Rochelle eða þegar
við vorum á leiðinni, ekki síðustu nótt, ekki einu sinni þá ........
Ó, hví í ósköpunum þarf ég að þekkja svona grimmlyndan mann;
ég vil aldrei sjá þi.g framar .....
Hún reyndi að þjóta burt, en hann héit henni fastri, en varð að
taka á öllu sínu afli til þess.
— Slepptu mér! æpti Angelique og barðist um. — Ég fyrirgef þér
þetta aldrei, aldrei! Nú veit ég að þú elskar mig ekki. Þú hefur
aldrei elskað mig ...... Aldrei!
— Hve.rt ætlarðu að hlaupa flónið þitt?
- Burt, burt frá þér að fullu og öllu.
I-Iún var farin að þreytast á þessum átökum við hann. Greifinn
þorði ekki að sleppa, því hann vissi ekki nema hún tæki til einhvers
örþrifaráðs. Angelique fannst hún vera að kafna, bæði vegna taksins,
sem hann hafði á henni, tilraunar hennar til að sleppa og gleðinnar
yfir að hafa fundið synina aftur. Hún tók andköf og höfuðið sveigð-
ist aftur á bak, vegna þess að hárið varð allt í einu svo óumræðilega
þungt.
— Ó, synir minir, synir mínir, stundi hún aftur. Svo hélt Joffrey
de Peyrac á máttvana iíkama, náfölum með aftursveigðu höfði og
lokuðum augum.
— Nú gerðirðu mig hræddan, elskan min.
Angelique var að ranka við sér. Hún litaðist um og sá að hún lá á
laufbeði i Indíánakofa, en þangað hafði eiginmaður hennar borið
hana í öngviti.
— Nei, Monsieur de Peyrac, nú er öilu iokið; ég elska þig ekki,
þú hefur sært mig of djúpt.
Hann fann að hann mátti alls ekki hlæja. Han tók hönd hennar
milli beggja sinna og þegar hún reyndi að draga hana til sín sagði
hann nokkuð, sem hún hafði aldrei vænzt að heyra af hans vörum.
—- Fyrirgefðu mér.
Hún leit á andlit hans. Andlit, sem bar merki hættulegs lífs, and-
lit sem aldrei hafði látið bugast. Hún fann tárin laumast fram í
augnakrókana, en hristi höfuðið ákveðin í bragði. Nei, hún ætlaði ekki
að fyrirgefa honum, því hann hafði haft móðurhjarta hennar að leik-
soppi. Hann hafði verið svo miskunnarlaus að kvelja hana með því
að saka hana um, að hafa glatað sonum sínum af kæruleysi, meðan
hann vissi að þeir voru lifandi og biðu þeirra i Ameriku, í Harward.
Hann hafði sjálfur sviðsett ,,dauða“ Cantors, án þess að skeyta um
tárin, sem hún, móðir hans, hafði úthellt hans vegna. Hve gersam-
lega skeytingarlaus hafði hann ekki verið um tilfinningar konunnar,
sem eitt sinn hafði verið eiginkona hans. Svo Það sem hana hafði
grunað var satt; hann hafði aldrei elskað hana í raun og veru.
Hún reyndi að standa upp tii að flýja frá honum, en var svo veik-
burða, að hún gat ekki einu sinni losað höndina.
— Fyrirgefðu mér, endurtók hann þýðlega.
Hún reyndi að flýja brennandi, spyrjandi augnaráð eiginmanns
síns, og eina ráðið til þess var að fela andlitið við öxl hans.
— Þú vissir það og samt sagðirðu ekkert. líg kvaldist af óvissu og
sorg og þú lézt það gott heita, Þótt örfá orð hefðu getað gert mig
að hamingjusömustu mannveru í heimi. Þú sagðir ekkert, þegar þú
fannst mig aftur, ekki einu sinni á skipinu ...... ekki einu sinni í
nótt, bætti hún svo við kjökrandi, — ekki einu sinni í nótt.
— 1 nótt? Ástin min, ég gat ekki um annað hugsað en þig. 1
nótt varzt Þú að lokum mín og ég var svo eigingjarn að vilja ekki að
48 VTKAN 31- tbL
neitt kæmi á milli okkar. Eg hafði fengið nóg af að deila þér með
öllum öðrum. Ástin mín, þú heíur alveg rétt fyrir þér þegar þú
segir’ að ég hafi verið harður við þig og stundum óréttlátur, en ég
hefði ekki veriö svona harður við þig, hefði ég einmitt ekki elskað
þig jafn mikið og ég geri. Þú ert eina konan, sem hefur getað látið
mig þjást, og þótt ég haíi alltaf álitið að mig biti engin járn, hvíldi
tilhugsunin um ótryggð þína, sem heitur brandur við hjarta mitt.
Mi-.iningar mínar um þig voru eitraðar af efa og ég sá þig sem létt-
úðuga og miskunnarlausa konu, skeytingarlausa gagnvart sonunum,
sem ég liafði gefið þér.
— Ég hélt ég myndi deyja, kjökraði hún. — Grimmd þín hafði nærri
gengið af mér dauðri.
•—• Ég heí hlotið næga refsingu fyrir grimmd mina, með þvi að sjá
hve illa þú tókst þessu. Svo þú hefur þá elskað þá, þegar allt kom
til alls.
Það var mjög rangt af þér að efast um það. Ég ól þá upp. Ég
svelti mig til þess að þeir hefðu nóg ....... Hún var í þann veginn
að segja, ég seldi mig þeirra vegna, en hún þagnaði I tæka tíð og
beiskja hennar varð meiri en nokkru sinni fyrr, vegna þess að hún
hætti við að segja það, sem henni bjó í huga. Aðeins einu sinni
brást ég þeim og það var þegar ég hafnaði konunginum til að svíkja
þig ekki og nú óska ég þess að ég hefði ekki hagað mér Þannig, því
það hefur bakað mér hverja ógæfuna á fætur annarri, allt vegna
manns, sem hatar mig og fyrirlítur mig, manns sem er alls óverð-
ugur einlægrar konuástar. Já, þin! Konur hafa alltaf verið svo full-
ar af aðdáun á þér og þú imyndaðir þér að þú gætir leikið þér að hjört-
um þeirra af fullkomnu skeytingarleysi.
- Engu að síður, svaraði Joffrey de Peyrac og brá fingri upp að'
kinninni, — greiddir þú mér löðrung, Madame.
Angelique minntist þess og var undir niðri gröm yfir að hafa
slegið hann, en hún var ófús að sýna nokkra iðrun.
— Mér þykir það ekki nokkra minnstu vitund leitt. Einu sinni
á ævinni, Monsieur de Peyrac hefurðu hlotið makleg málagjöld fyrir
þína fráleitu kímnigáfu og ....... hún horfðist beint í augu við hann
— ....... einnig fyrir ótryggð þína.
Hann reyndi ekki að bera þetta af sér og ofurlitlum glampa brá
fyrit' augum hans.
— Þá erum við kvitt?
Það er ekki svo auðvelt, Monsieur, svaraði Angelique, sem var
að fá kraftana aftur og þar með baráttuþrekið.
Já, ótryggð hans! Allar þessar konur umhverfis Miðjarðarhafið,
sem hann hafði hlaðið gjöfum á meðan hún varð að þola fátækt
og allsleysi, og fulkomið skeytingarleysi hans um örlög móður sona
hans .......
Ef hann aðeins heíði ekki haldið henni svona fast að sér hefði hún
látið liann hafa það óþvegið. En hann lyfti andliti hennar blíðlega
og strauk tárin af kinnunum.
— Fyrirgefðu mér, sagði hann í þriðja sinn.
Angelique þurfti á öllu sínu viljaþreki að halda til að snúa höfð-
inu frá honum og hindra að varir þeirra mættust.
— Nei, sagði hún þrá.
En hann vissi að meðan hann héldi henni í fanginu hafði hann alla
möguleika til að vinna hana aftur. Þessi handleggur, sem lá utan um
hana huggaði Iiana, verndaði hana, yljaði henni, sýndi henni atlot,
um þetta hafði hana dreymt alia ævi. Þetta var draumur hverrar
konu, auðmjúkur en þó krefjandi: Draumur um ástina.
Nóttin myndi koma og innsigla sættir Þeirra. Þegar nóttin kæmi
yrð! hún í örmum hans enn einu sinni og sömuleiðis allar þær nætur,
sem hann átti eftir ólifaðar .......
Þegai' nóttin kæmi yrði ein bending nóg til að kveikja aftur yl
á miili þeirra. Dag eftir dag myndi hún lifa við hlið hans, innan
hans seilingar. Hve réttlát sem reiði hennar var, gat hún aldrei yfir-
skyggt þann fögnuð.
Hvilikur heigull get ég verið, andvarpaði hún.
— Húrra! Ofurlítill heigulsháttur fer þinni stoltu íegurð svo vel.
Vertu heigull, vertu veik, elskan mín, það fer þér svo vel.
— Ég ætti aö hata þig.
— Hataðu, ástin min, ef þú elskar mig líka. Segðu mér nú, heldurðu
að ekki sé kominn timi til að við förum aftur til sona okkar og róum
þá vegna deilu okkar? Þeir eiga eftir að segja þér svo margt.
Angelique gekk eins og manneskja, sem er nýstaðin upp úr veik-
indum. En þessi ótrúlega sýn var ekki horfin og Florimond og Cantor
horfðu á þau koma, þeir höliuðu sér hvor á annars öxl, eins og þeg-
ar þeir voru litiir drengir.
Hún lokaði augunum og þakkaði guði í hljóði. Þetta var sannar-
Lega dásamlegasti dagur ævi hennar.
í augum Florimonds var ævintýri hans ákaflega einfalt. Hann hafði
strokið ásamt Nataniel, hinum unga vini sínum, úr nágrannahöllinni,
og án þess að þeir vissu höfðu þeir þannig sloppið úr blóðbaðinu, sem
nokkrum klukkustundum seinna þurrkaði að mestu út fjölskyldur þeirra
beggja. Eftii' langa göngu höfðu þeir látið úr höfn sem skipsdrengir
frá Britaníu. Florimond hafði alltaf haft I huga að fara til Ameríku
og finna föður sinn, og hugboð hans reyndist rétt. Þegar þeir tóku
land i Charlestown og hann tók að spyrjast fyrir hvort nokkur vissi
um franskan aðalsmann að nafni de Peyrac, hafði hann að lokum
rekizt á nokkra kaupmenn, sem höfðu átt viðskipti við greifann og
höfðu nýlokið að smíða fyrir hann skip í Boston, skipið sem hann hafði
teiknað sérstaklega með siglingar á norðurhöfum í huga. Þessa stund-
ina var hann í leiðangri í Maine og vinur hans flutti Florimond
þangað.
Cantor fannst einnig lítið til um sín ævintýri. Hann hafði farið
að íeita að föður sinum á hafinu og hann liafði ekki leitað nema
fáeina daga, þegar faðir hans birtist í stórkostlegri þrísiglu og fagn-
aði honum opnum örmum.
Báðir höfðu beðið föður sinn að fara að leita að Angelique og
þessvegna kom þeim ekki á óvart að sjá hann koma með hana á
móti þeim. Lífið hafði ekki reynzt þeim nema röð af hamingjuríkum
viðburðum og Þeir gengu að því visu að allt snerist þeim i hag. Þeir
hefðu orðið mjög undrandi hefði einhver sagt þeim, að til væri fólk
í þessum heimi, sem ætti við eilifa óhamingju að búa og átti drauma,
sem aldrei gátu rætzt. Þar af leiðandi báru þeir traust til lífsins og