Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 33
áþreifanlegt tákn þess, sem hana
dreymdi um að einkenna mætti
verzlun hennar — franskur
módelkjóll, dýrasti kjóllinn, sem
hún hafði vogað sér að kaupa
um dagana.
Hengið fyrir klefanum bærð-
ist, og hún fann að stúlkan hafði
stigið afturábak til að sjá sig
almennilega í speglinum. Allt í
einu varð hún gripin ómótstæði-
legri löngun til að særa þessa
stúlku, gera henni á einhvern
máta verulega illt, og hún teygði
fram höndina eftir svarta kjóln-
um. Hún strauk efnið gælulega
um leið og hún gekk með kjól-
inn að klefanum: -— Mátið þenn-
an líka ,sagði hún.
Um leið og fingur stúlkunnar
höfðu kreppzt um herðatréð og
horfið inn fyrir hengið með
kjólinn, sá konan eftir því, sem
hún hafði gert. Var nokkur
nauðsyn, að vera svona viður-
styggileg? Hún vissi svo sannar-
lega, hvernig viðbrögð stúlk-
unnar yrðu.
Hengið var dregið til hliðar
og stúlkan kom út. Augun ljóm-
uðu. — Ég tek þennan. Hann —
hann er dásamlegur! Hún brosti
feimnislega við konunni sem
virti hana fyrir sér. Kjóllinn
hafði sannarlega unnið krafta-
verk, svartur glansinn gaf hör-
undi hennar dulúðugan bjarma
og fleigið hálsmálið gerði andlit-
ið fallegt. Hún var heillandi . .
Konan hafði séð svona gerast
áður, og hún vissi, að það var
sjálfsöryggið, sem gerði breyt-
inguna. Stúlkan var falleg, og
skínandi augun viku ekki af and-
liti konunnar. — Hvað kostar
hann? spurði hún, og allt í einu
fylltist konan af varfærni.
— Ég er hræddur um, að hann
sé mjög dýr.
— Nú — hve dýr?
— Ég man það ekki alveg. Ég
skal gá. Hún ætlaði að vinna
sér tíma, slá því á frest, þótt hún
vissi, að það var bezt að segja
það strax, ljúka því af. Ellefu
þúsund og fimm hundruð krón-
ur. Þá var það afstaðið. En samt
langaði hana svo mikið til ....
Hvers vegna ætti hún annars að
gera því líkt.
Tárin læddust fram í augna-
króka stúlkunnar. Svo krafta-
verkið var kannski ekki á næsta
leyti — að hann kæmi inn og
sæi hana . Og hún væri fög-
ur, mætti augnaráði hans . .
Kjánalegur, barnalegur var
hann .... þessi draumur um að
hann þyti til hennar, þrýsti
henni að sér og segðist ekki geta
lifað án hennar .....
Konan lyfti blaðinu í flýti í
verðskrám og gaut augunum út
undan sér á stúlkuna. Sá hvern-
ig hún sneri við og gekk þögul
inn í klefann aftur.
Hún lagði skrárnar frá sér, og
minningarnar þyrptust að henni,
skírari og meira lifandi en áður.
Hún minntist vonleysisins í
hvert sinn, sem hún reyndi að
tala við hann. Hve hann gætti
þess að horfast aldrei í augu
við hana. Hún minntist allra
liinna, ástkvennanna. Hún hafði
vitað allt um liann. Hverja hans
hugsun, hvern hans veikleika
hafði hún grandskoðað, og því
meira sem hún vissi, þeim mun
meira hafði hún elskað hann.
En honum var ekki þannig far-
ið. Því meirí sem hún elskaði
hann, þeim mun fjarstæðari og
hljóðari var hann. Og hún minnt-
ist sannfæringar sinnar um, að
allt myndi lagast í veizlunni hjá
S Að ef hún aðeins gæti
verið reglulega falleg þá, ef hún
gæti verið í bláa chiffon kjóln-
um ....... En hún hafði aldrei
haft efni á honum. Enga pen-
inga. Ekkert kraftaverk. Bara
hjónaband, sem slitnaði fljót-
lega.
— Ég er hrædd um, að ég
hafi ekki ráð á honum, sagði
stúlkan loðmælt. — Ég á aðeins
tæpar fimm þúsund krónur.
Rödd konunnar var undarlega
hljómlaus:
— Mig misminnti, hann er
ekki eins dýr og ég hélt. Hann
kostar fjögurþúsund níuhundr-
uð og fimmtíu krónur. Það er
gjafverð fyrir þennan kjól.
Skelfing er auðvelt að lesa
huga þessarar stúlku, hugsaði
hún. Það er ömurlegt að horfa
á svona mikinn fögnuð. Og
hendur hennar skulfu, þegar hún
gekk frá kjólnum í silkipappír
og lagði hann í öskju.
Þessi kjóll kostaði ellefu þús-
und og fimmhundruð. Ég hef
hef tapað sex þúsund fimm
hundruð og fimmtíu. Fífl. Þank-
ar konunnar voru snöggir og af-
markaðir.
Hún rétti stúlkunni öskjuna,
og hún tók við henni full lotn-
ingar. Eitt andartak stóð hún
grafkyrr og andlit hennar var
mjúkt og hlýtt af fögnuði og
von, meðan hún þakkaði fyrir
sig.
Konan stóð eftir og horfði á
hana ganga léttilega niður eftir
götunni í regninu. Konan þrýsti
andlitinu að rúðunni. Hún
reyndi að hugsa ekki um pen-
ingana. Það var nógur tími til
þess á morgun. Þá gat hún bölv-
að sjálfri sér, fundizt hún vera
fífl. En ekki núna. Því gat það
vissulega verið, að kraftaverkið
gerðist að þessu sinni. Og þótt
það ekki gerðist, hafði stúlkan
þó fengið sitt tækifæri.
Tækifæri, sem öllum bar að
fá. ☆
Þér sparið með áskrift
UIKAN
Skipholti 33 - sfmi 35320
VELJUM ÍSLBNZKT-
ÍSLENZKAN IÐNAÐ
NÝ ELDAVÉL, GERÐ 6604,
MEÐ 4 HELLUM, STÓRUM
STEIKAR- OG BÖKUNAR-
OFNI. Yfir- og undirhiti
fyrir steikingu og bökun,
stýrt með hitastilli. Sér-
stakt glóðarsteikar eli-
ment (grill), stór hita-
skúffa, Ijós f ofni.
11
GRENSÁSVTGIZZ - Z4
»3 0 2 80-3 22 62
UTAVER
Pilkington’s postulín veggflísar
StærSir: 7VÍ2 cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm.
Barrystaines linoleum
parket gólflísar
StærSir: 10 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm.
G0TT VERÐ
v____________________
y
3i. tbi. yiKAN 33