Vikan


Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 43
mikið með broddsveigju, daufir til augnanna og með svart- og hvíttíglótt húfupottlok yfir hvirflinum. Þeir mauluðu ríku- legan kvöldverð, drukku með honum eitthvað sem sjálf- sagt hefur bara verið vatn og ræddust ekki við svo séð yrði, litu naumast í kringum sig. Þeir hafa áreiðanlega verið úr ein- hverju suð- og austlægu sovét- lýðveldi, kannski hreppstjórar eða búnaðarþingfulltrúar frá As- erbædsjan eða Tadsjikistan. Frammi við dyr, þar sem nokkrum borðum hafði verið rað- að saman svo úr varð langborð, var skyndilega upphafin hávær sönglist. Var lagið hressilegt og takturinn hraður. Þóttist ég greina að ekki væri sungið á neinu máli slavnesku og ekki heldur neinu hinna þekktari vest- urlandamála, þó að fólkið við borð þetta væri flest bjart yfir- litum og norðurlandalegt útlits. Til að kanna þetta nánar bauð ég upp stúlku er við borð þetta sat. Ég spurði hana á þýzku hvort bún væri rússnesk. Við því fékk ég mjög einarðlegt nein. Ich bin ein lettisch Mádchen, ég er Letti, sagði hún- Frá Ríga. BABÚSKUR í PORTI í lok dansleiksins •— klukkan hálftólf eftir staðartíma —- æxl- aðist svo til að leiðir skyldu með okkur Ragnari; hann fór niðrí skip en ég labbaði út í vorhúmið með fólki sem ég hafði málkynnzt í lokin. Þar á meðal var stúdent við háskólann þar í borginni, grannleitt þeldökkt ungmenni með strjáling af nokkurra daga gömlum skeggbroddum yfir nið- urandlitið. Hann kunni slangur í þýzku og gerðist túlkur milli mín og annarra í hópnum. Næt- ursvipur borgarinnar minnti á Reykjavík, þegar nýbúið er að hleypa útaf stöðunum þar. Margt manna var á ferli og flestir slatt- fullir, sýndist mér, en hvergi bar á þeim hvimleiðu illindatilburð- um sem oft eru fylleríisfylgifisk- ur skandinavískra þjóða. Um síðir beygði hópurinn inní gegnum port og var þá komið í húsagarð, þar sem ekkert sást til skrauts annað en nokkrar ösku- tunnur í einu horninu og tvær allgamlar og fyrirferðaírmiklar babúskur með rauðdröfnóttar skýlur, sem skyndilega birtust framundan í dimmunni, óbifan- legar að sjá líkt og nátttröll. Lík- lega hafa þær verið húsverðir eða eitthvað í þá veru, því mér skildist á gisinskeggja stúdenti að þeim væri ekki meira en svo um að útlendi maður sem hópnum fylgdi fengi inngöngu. Þær skvöldruðu ósköpin öll í sífrandi og kvíðafullri síbylju og mér heyrðist þær minnast á lögreglu, en það gat verið ímyndun. É'g gat þess við gisinskeggja að ég hefði ríka og hraðvaxandi þörf fyrir að ganga til salernis, svo að ég mætti ekki við því að um- ræður þessar stæðu öllu lengur. Hann tók þessu með skilningi, benti mér að fylgja sér og geng- um við síðan í hlé við tunnurn- ar og pissuðum þar af hjartans lyst, en svartir lækir runnu fram á velsópaða stéttina og urðu að tjörnum við fætur kerlinganna. Litlu síðar lauk rökræðunum, hvernig vissi ég ekki, en inn- göngu fékk ég sem aðrir þarna. Var farið inn í íbúð sem tilheyrði einhverjum úr hópnum, skálað hóflega í vodka og gítar sleg- inn. Það gerði brúneygð kona með slegið hár dökkt og var um það brugðið rauðum borða, en ekki fullyrði ég hvort þesskonar skraut táknar hið sama hjá so- vézku kvenfólki og grænlenzku á tímum Sigurðar Breiðfjörðs. Hún var langleit og röddin og einkum hláturinn hlakkandi volgur; þannig kvenfólk mun nokkuð algengt í Úkraínu, enda var þessi þaðan. KÓSAKKAKÆRLEIKUR SÉVSÉNKÓS Gisinskeggi tók að sér að fúnk- era sem tammada - það orð er komið úr máli Georgíumanna og þýðir veizlustjóri -— og bað þá úkraínsku að raula fyrir okkur einhverja af söngvum síns föð- urland? tlún gerði svo, og þýddi Gisinskeggi fyrir mig einn text- ann, sem er eftir Taras Sévsén- kó, höfuðskáld Úkraínumanna. Hann var samtímamaður Jónasar Hallgrímssonar og Nikulásar keisara fyrsta og rómantískur þjóðernissinni eins og sá fyrr- nefndi en þoldi margan hörkul af hálfu hins síðarnefnda. Hann var fæddur ánauðugur og urðu vinir hans að kaupa hann laus- an fyrir ærið fé af landsdrottni þeim, er rétt taldist eiga á líkama og sál skálds þessa. Hann dvaldi svo langdvölum hér í Leníngrað, sem þá hét auðvitað Sánkti Pét- ursborg, stundaði þar skáldskap, listmálun og graflist, það er að segja þegar hann var ekki hafður í útlegð einhversstaðar austur í Asiu að boði sarsins. Stundum var honum meira að segja bann- að að skrifa, en gerði það samt og faldi þá handritin í stígvélum sínum. Ljótt er að tarna og ljót- ara þó hitt, að í dag skuli úkra- ínsk skáld enn verr haldin en Sévsénkó var- Textinn segir annars frá for- kunnarfögrum kvenmanni, Kata eða eitthvað svoleiðis er hún nefnd í kvæðinu, og var auðvit- að umsetin biðlum hvern dag sem guð gaf. Þar á meðal voru þrír vaskir Sapórosj-kósakkar (þeir bjuggu við Dnépur og voru einskonar hernaðarregla meðal kósakka, minntu í sumu á Jóms- víkinga), og bað hún þá nú sanna gildi ástar þeirrar, er þeir létust bera til hennar, með einu djarflegu bragði: aö leysa úr haldi bróður hennar, sem Tartar- ar á Krím höfðu í hlekkjum. Þeir þeystu suður, en mættu ýmsum ljónum í vegi: einn garp- urinn drukknaði í Dnépur, en annan þræddu Pólverjar uppá staur. Sá þriðji hafði hins vegar uppá bandingjanum og færði hann Kötu. En hún lét þá uppi að nokkur brögð hefðu að vísu verið í tafli, sá frelsaði var eftir allt saman ekki bróðir hennar, heldur elskhugi. Þá fauk þetta litla í björgunarmanninn, og hefur honum þá trúlega orðið hugsað til kumpána sinna, þess drukknaða og hins staursetta: „Þú laugst að mér!“ Hann brandi brá, af brúði höfuð sneið — sem knöttur valt það vítt um gólf — og við hinn mælti um leið: „Úr þessu herjans hreysi við nú hröðum okkur fijótt!“ Og Sapórósar riðu brott sem reiður stormur skjótt. Og ekki var kærasti Kötu neitt að erfa soddan smámuni við björgunarmann sinn: í moldu Kata sefur sætt en sóttar kempurnar sporum keyrðu fráan fák um frjóar slétturnar. Það var nú það. Þannig var þá kósakkaástin í gamla daga. BEÐIÐ EFTIR TAXA Það var farið að elda fyrir nýj- um degi þegar við gisinskeggi kunningi minn lölluðum aftur út í portið. Það var komið drjúgum framyfir þann tíma, sem erlend- um sjómönnum er heimilt að dvelja á sovézkri grund, en fari það og veri; ekki er ég á hverj- um degi í Leníngrað og varla færu þeir að senda mig til Síber- íu fyrir þetta, svona löngu eftir burtgáng Stalíns. Gisinskeggi fylgdi mér á næstu leigubílastoppstöð og kvödd- umst við þar með virktum. Það er talsverð lífsreynsla út af fyrir sig að taka leigubíl í Sovét. Þar er ekki til siðs að veifa slíkum farartækjum hist og her útum allar götur, heldur verður maður að bíða komu þeirra þol- inmóður á þar til ætluðum stöð- um. í þetta sinn þurfti nokkurr- ar þolinmæði við, því það voru fleiri en ég, sem höfðu orðið seint fyrir við gleðskap í Lenín- grað þessa nótt. É'g stillti mér auðvitað upp í biðröðina, sem var orðin alllöng þegar ég kom. Sem betur fer var veður kyrrt og ekki kalt. Blessað fólkið reyndi að stytta biðina með því að rabba saman. Mér virtist svo sem tiltölulega margir Rússar hefðu tenórraddir, og þeir eru margir háróma og þegar þeir leggja áherzlu á eitt- hvað, er oft því líkast að þeir hvetji hross eða hói á fé, draga og seiminn á síðasta atkvæði. Mikið virtist um innbyrðis kunn- ingsskap í þessum skara, því að oft bar svo við að einhver fremst í röðinni átti í samræðum við annan er stóð aftast- Endrum og eins kom bíll og nam staðar við 3i. tbi viKAN 43 /-----------— -s Uðttítiiíatkiihiir INNI ÚTI BlLSKÚRS HURÐIR ■ð ||« SVALA * '■’l ifi ýhHÍ- 'UtikwÍÍf H □. VILHJÁLMBSDN RÁNARGÖTU 12 SÍMI19669 V_____________________________________________y

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.