Vikan


Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 8
Nýkomnii* KARLMANNASKÖR Mikið úrval. — Verð frá kr. 395.00. KARLMANNASANDALAR Nýtt úrval. — Verð frá kr. 249.00. BARNASANDALAR Stærðir: 28—38. — Verð frá kr. 212.00. SKÖVERZLUN (/2tUlSy4rtd/LC-S-S<>n43A. Laugavegi 96. Brezka bifreiðaverksmiðjan Morgan Motor Co. í Malvern Link, framleiðir níu bíla á viku. f ár vonast þeir til að geta aukið afköstin upp í tíu. f 62 ár hefir Morgan Motor Co. frgmleitt hina heimskunnu sport- bíla, sem allir eru kenndir við Morgan. Það hefir engin veru- leg breyting orðið á þeim síðan 1936 — að því undanteknu að kastljósum var komið fyrir í aur- brettunum árið 1950, og bílarnir eru ennþá framleiddir eins og þeir voru í upphafi, Fyrirtækið í Malvern Link er svo lítið að þess er ekki einu sinni getið í skýrslum yfir bíla- framleiðendur i Bretlandi. En að- dáendur Morgan bílanna vita vel hvar það er staðsett og koma þangað árlega til að láta yfirfara þessar kerrur sínar. Morgan bill vekur alltaf athygli, hvar sem er í heiminum, jafnvel heima í Englandi. Verksmiðjan er í látlausu húsi úr rauðum múrsteini, og er nú stjórnað af þriðju kynslóð Morg- an ættarinnar, hr. Peter Morgan. Hann hefir 95 manns í vinnu, og margir þeirra hafa unnið þarna alla ævi, 40—50 ár. Þeir kalla sig allir handverksmenn, ekki bíla- smiði. Þeir fussa fyrirlitlega þegar minnzt er á sjálfvirkni og endurskipulagningu. Morgan sjálfur, eða einhver af nánustu samstarfsmönnum hans reyna hvern einasta bíl, áður en hann er afhentur. Leyndarmálið sem liggur að baki velgengni Morgan fyrirtæk- isins er að svo mikil alúð er lögð við hvern einasta bíl sem fram- leiddur er. Boddíið er smíðað úr eskitré. Það er ennþá notaður fyrirstríðsmálmur, svo þykkar plötur að það geta liðið áratugir, án þess að ryðið vinni á þeim. Það eru til 20 ára Morgan bílar, sem ekki sézt á einn einasti ryð- blettur. Af þeim 450 bílum, sem Morgan framleiðir árlega, eru 400 til útflutnings, út um allan heim. Herra Morgan viðurkennir að níu bílar á viku sé ekki mikil framleiðsla. — Eg myndi gjarnan vilja framleiða tíu bíla á viku, sagði hann í viðtali nýlega. Allt leyfftlegt nema kyn- þáltaæslngar í áratugi hefir orðið verið frjálst á hinu fræga horni í Hyde Park í London, sem kallað er „Speakers Corner“. Hver sem er getur sagt álit sitt á hverju sem er. Nú er sú tíð reyndar liðin. Óeinkennisklæddir lögregluþjón- ar eru nú þar á hverju strái og hlusta á ræðumenn. Það er allt í lagi að segja að Wilson for- sætisráðherra sé skítur á priki og að Heath, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar sé úrhrak, en ef einhver minnist á það að þel- dökkt fólk ætti að hypja sig sem fyrst til síns heima, til Vest- ur-Indía eða Indlands, þá á hann vísa vist í steininum. Það eru ný lög sem harðbanna Bretum að stofna til illinda um kynþáttavandamál, bæði í tali og á prenti, á opinberum stöðum. Þar er líka átt við horn ræðu- manna Park. Brezku dómstólarnir hafa ákveðið að koma í veg fyrir all- ar kynþáttaóeirðir, og það á ekki aðeins við um það hvað hvítir menn hugsa og segja um þel- dökka, heldur líka hvað hinir þeldökku láta í ljós um hvíta menn. Þeir vilja ekki að Bret- land drottningarinnar lendi í sömu vandræðum og Bandaríkin. Ennþá hefir aðeins verið dæmt þrisvar í slíkum málum, og í öll skiptin var það í „öfuga“ átt. Brezki svertingjaleiðtoginn Mic- hael X var nýlega dæmdur í árs fangelsi fyrir kynþáttaáróður gegn hvítum mönnum, og þessi dómur er mikið gagnrýndur manna á meðal, á pöbbunum í London, Hann hélt þó ekki hót- unarræður sínar gegn hvítum meðbræðrum á smjörlíkiskassa eða tréstiga við Speakers Corner. við Marble Arch í Hyde^PP^ 8 VIKAN 31- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.