Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 34
PER SPARID
MEDÁSKRIFT
ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÖNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA
ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI
OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ
VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG
GAMLA, SPENNANDI sögur OG frásagnir, fróðleikur, fastir þættir o. fl., o. fl.
KLIPPIÐ HÉR-----------------------------------------KLIPPIÐ HER
r
i
i
i
L
Vinsamlegast sendiö mér Vikuna í áskrift
□ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blað á kr. 30,77.
□ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blað á kr. 28,85.
Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. návember.
SKRIFIÐ GREINILEGA
NAFN
HEIMILI
PÓSTSTÖÐ
VIKAN
SKIPHOLTI 33
PÓSTHÖLF 533
REYKJAVlK
SlMAR:
36720 - 35320
n
i
i
i
j
34 VIKAN »■ tbl-
Bisniss kammerat
Framhald af bls. 11
loð'a eins og steinsugur við aum-
ingja alþýðulýðveldin, eða
hvað maður á nú að kalla þetta,
þá verður að segja sovézkum það
til lofs að þeir hafa ýmsa tilburði
til gottgjörelsis við aðkomna sæ-
fara. í hverri hafnarborg hafa
þeir sjómannaklúbb, sem allir
heita Interklúb, og þar eiga menn
þess kost að líta í bækur, eign-
ast póstkort og minjagripi, fá sér
hressingu og snúning við nokkr-
ar dömur, sem ráðnar eru á stað-
ina til þess, en vel að merkja
einskis annars. Einnig ordna
klúbbarnir hópferðum fyrir sjó-
menn, og eru þeim þá sýndir
hinir og þessir merkilegir staðir
í borginni og nágrenni. Leið-
sögumenn klúbba þessara eru
venjulega prýðilega mæltir á ein-
hverja vesturlandatungu, til
dæmis var sá, sem kom frá Inter-
klúbb niðrað Dettifossi að þessu
sinni, frábær í sænsku. Hann
heitir Alexandr og kalla skip-
verjar hann Nevskí eftir nafna
hans, sem eitt sinn réði ríkjum
hér um slóðir og er frægur úr
sögu Rússa og kvikmynd um
hann sem Eisenstein gerði.
Annars er svo að heyra, fljótt
á litið, að kunnátta almennings
hér í málum Vesturlanda megi
varla minni vera. Burtséð frá
þessu góða fólki hjá Interklúb
varð ég ekki var við nema eina
manntegund aðra, sem séns væri
að gæti bjargað sér í viðræðum
við gesti vestan úr heimi, en það
eru ungmenni þau, sem stunda
ólögleg verzlunarviðskipti við út-
lendinga. Sú stétt manna er all-
fjölmenn í sovézkum hafnarborg-
um og er mér þó sagt af kunnug-
um, að hún sé ekki svipað því eins
aðgangshörð núorðið og fyrr-
meir, meðan vöruskortur var
meiri í Sælunni. Þessir piltar
hafa sjálfsagt tekið í arf hina
næmu athyglisgáfu feðra sinna
og afa, náttúrugreindra bónda-
karla einhversstaðar suður á
steppum eða austur í skógum, ef
dæma má af því hve fljótir þeir
eru að þekkja erlenda frá heima-
mönnum. Aldrei skal aðkomu-
maðurinn hafa látið berast nema
fáa tugi metra með fólksstraumn-
um á Nevskí próspekti þegar
hugleiðingar hans um líf og til-
veru þessa staðar truflast við að
allt í einu er farið að tala við
hann á ensku eða þýzku: Bisniss
kammrat? YouEnglish? Swedish?
Anything to sell? Þeir sem uppá
þessum viðskiptum fitja eru yf-
irleitt á ungum aldri, þokkaleg-
ir í útliti og framkomu og heims-
mannslega klæddir á sovézkan
mælikvarða. Talsverðan vöru-
smekk hafa þeir líka, því að mér
var sagt að vonlaust væri að
pranga inná þá fötum frá ákveðn-
um íslenzkum framleiðendum,
Framhald á bls. 39