Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 22
FRAMHALDSSAGAN 33. HLUTI
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON
- 0, MAMMA, SAGÐI HANN. - LOKSINS ERTU KOMIN. ÉG ÓHLÝÐNAÐIST ÞÉR, ÞEGAR ÉG FÖR
TIL AÐ FINNA PABBA OG FÁ HANN TIL AÐ KOMA ÞÉR TIL HJÁLPAR. HANN HLÝTUR AÐ HAFA
KOMIÐ í TÆKA TÍÐ ÚR ÞVÍ ÞÚ ERT HÉR.ÉG ER SVO FEGINN, MAMMA.
— Jæja, hvernig lízt þér á hreiðrið naitt?
Angelique sneri sér að litla glugganum, sem vissi út að öskrandi
hafinu. Virkið sem Joffrey de Peyrac hafði sérstaklega látið reisa til
að búa í, þegar hann kæmi til Gouldsboro vissi ekki út að flóanum
heldur út að stormasömu úthafinu.
Einmitt þetta staðarval var vottur um leynda þjáningu, jafnvel
beiskju. Maðurinn, sem leitar að villtasta umhverfi náttúrunnar til að
helga því drauma sina, gerir það oft vegna þess að slíkt landslag end-
urspeglar hans eigin hjarta.
Hvaða konu dreymdi Joffrey de Peyrac um, þegar hann leitaði skjóls
í þessu litla virki, sem var eins og arnarhreiður lamið af saelöðrinu?
dreymdi hann um hana, Angelique?
Nei, hann haíði ekki hugsað um hana. Hann hafði verið önnum
kafinn að gera áætlanir um að grafa upp gull við rætur Missisippi eða
gera sér grein fyrir hverskonar landnema hann ætti að flytja til þessa
lands og fela það verkefni að gera höfn:
Hún svaraði:
— Litla áin Garonne var mildari en þetta reiða úthaf; hún var
ekki nema silfurþráður vatns, undir mildu tunglsljósi. Þar var ang-
andi vindblær, hér geysar þetta ofsalega rok eins og það vilji kom-
ast inn og blása á ljósið.
— Litla stúlkan, sem ég kvæntist var miklu auðmjúkari, þar sem
hún stóð á böklcum Garonne, en sú sem ég hef dregið inn i greni
mitt í kvöld, á endimörkum heimsins.
— Og hinn nýfengi eiginmaður hennar var miklu minna hræðilegur,
en sá sem hún haíði endurfundið nú.
f>au horfðust í augu og hlógu.
Angelique dró tréhlera fyrir gluggann og sjávargnýrinn fjarlægð-
ist og herbergið varð einkennilega hlýlegt.
— E’n hvað það er skrýtið, muldraði Angelique. — Það er eins og
mér hefði verið gefið allt aftur, hundrað falt. Ég hélt að ég hefði
að eilífu glatað landi bernsku minnar og forfeðra minna, en ég gæti
næstum sagt, að trén hérna í kringum okkur minntu mig á Nieul
skóginn, nema hvað þau eru stærri hérna og skógurinn fegurri, dýpri
og stórkostlegri. Ég hef á tilfinningunni að þetta eigi allt við annað
líka. Allt annað er stærra en gerist. Margfaldað, gagntakandi: Líf-
ið, framtíð okkar, ást okkar.....
Hún muldraði þessi síðustu orð jafnvel lægra og næstum feimnis-
lega og það leit út fyrir að hann hefði ekki heyrt til hennar, en eftir
stundarþögn tók hann við hugsanaþræðinum, þar sem hún hafði þagn-
að.
— Mig minnir að litla húsið, sem ég átti við Garonne hafi verið
fullt af fallegu giingri, en ég þori að veðja að hernaðarsinnað geðslag
þit.t á betur heima i þessu umhverfi.
Hann sá að hún leit aðdáunaraugum á vopnin og hún hafði næstum
svarað, að hún hefði líka gaman af mörgum kvenlegum störfum og
leikjum, en þagnaði þegar hún sá stríðnisglampann í augum hans.
— Á ég að skilja það sem svo, að þú sért engu að síður nægilega lík
öðrum konum til að laðast að því góða, sem hefur verið undirbúið
handa þér, jafnvel þótt það, sem ég hef upp á að bjóða hér, sé ekki
sambærilegt við það sem gerist við hirðina?
Angelique hristi höfuðið.
— Mig hungrar eftir allt öðru.
22 VIICAN 31 tbl
— Hverju?
Hún fann gleðina gagntaka sig, þegar hann lagði handlegginn um
herðar henni.
— Ég get varla leyft mér að vona að loðfeldirnir á þessu stóra rúmi
séu við þitt hæfi, hvíslaði hann. — Samt eru þeir mjög verðmætir og
þegar ég valdi þá varð mér hugsað til þess hve fögur þú myndir verða
meöal þeirra.
— Hugsaðirðu um mig?
— Já, þvi miður!
— Af hverju sagðirðu „þvi miður?“ Hef ég valdið þér svo mikl-
um vonbrigðum?
Hún tók um sterklegar axlir hans. Allt í einu fór hún að titra, því
handleggir hans, sem vöfðust utan um hana og ylurinn af likama
hans, þétt við hennar, leystu fellibyl ástriðu úr læðingi hið innra með
henni.
Þegar ástriðan haíði verið vakin af blundi íann hún aftur sína fyrri
ástarleikni. Ó, ef hún aðeins gæti orðið reglulega lifandi í örmum
hans. Hvilíkt þakklæti myndi hún ekki auðsýna honum. Því ekkert
þakklæti er eins ákaft og varanlegt og konu, sem er bundin manni er
kann að gera hana hamingjusama til sálar og líkama.
Ifann sá hvernig augu Angelique stækkuðu og urðu eins og græn,
glampandi tjörn undir sólarljósi, og þegar hann laut niður að henni
vafði hún handleggjunum ástriðufull um háls hans og Það var hún
sem leitaði að vörum hans.
Nótt án enda. Nótt atlota, kossa, faðmlaga, ástarorða í hvislingum,
sem voru endurtekin aftur og aftur. Nótt draumlausra blunda, sem
þau vöknuðu af við og við, til þess eins að njóta ástar sinnar aftur
og enn á ný.
t örmum mannsins, sem hún unni svo heitt og hafði beðið svo lengi
eftir, gerbreyttist hún og varð á ný hin leynda Venus, sem eftir ástar-
nótt skildi elskhuga sína eftir nær öngviti, næstum máttvana af sælu.
Stormurinn bar burtu minningarnar og kvað niður drauga fortíð-
arinnar.
— Ef aðeins að þú hefðir alltaf verið hjá mér, andvarpaði hún.
Og þá fann hann að það var satt, að ef hann hefði verið hjá henni
hefði aldrei orðið neinn annar í hennar lífi og hann vissi líka að hann
myndi aldrei hafa brugðizt henni, því engin önnur kona og enginn
annar karl hefði nokkru sinni getað veitt þeim annan eins unað og
þau fundu hvort hjá öðru.
Angelique vaknaði um morguninn þreytt og sæl, með gagntakandi
hamingjuvitund eins og á sjálfum morgni líísins.
Nú hafði lífiö tekið á sig annan svip. Nóttin myndi ekki framar
verða henni tímabil kaldrar einveru, heldur fyrirheit um dýrðlegan
unað, stundir sællar vímu og Því næst blíðu og ró. Hverju máli
skipti hvar þau hvíldu, hvort þau voru örsnauð eða rík, hvort það
var vetur í skóginum eða sumarblíða? Því hún myndi liggja við hlið
hans nótt eftir nótt, á hættustund sem friðartímum, i sigri og ósigri.
Þau myndu eiga næturnar saman, athvarf ástar, gróðurreit blíðunnar.
Og dagana myndu þau einnig eiga í sameiningu, fulla af uppgötv-
unum og sigrum, sem þau myndu vinna hlið við hlið.
Hún teygði úr sér meðal hvítra og grárra loðfeldanna. Það hafði