Vikan


Vikan - 15.08.1968, Síða 19

Vikan - 15.08.1968, Síða 19
9. Þú mátt ekki taka það sem gefið, að á þig sé litið sem kóng, þegar þú kemur heim frá vinnu. Þótt þú getir stjórnað á skrifstof- unni, þegar þú skipar skrifstofuþrælum fyr- ir verkum, gildir ekki sama reglan heima. F.n ef þú á einhvern hátt hefir öðlazt ein- hverja sjeikstöðu á heimilinu, skaltu vera þess minnugur að „allar hetjur verða þreyt- andi til lengdar". ________________ 10. Öskeikulleiki þinn (í eigin augum) er ekki dyggð, ef þú berð hann með fýlusvip. Ef þú ert þreyttur, þegar þú kemur heim, skaltu nota síðustu kraftana til að brosa við fjölskyldunni, þótt það sé næstum ofraun. Þú skalt ekki hlusta á þá sem segja að falskt blíðubros sé einskis virði. JEISTA REGLA EIGINMANNSINS IETTI AD VERA Sð. AD SLÁ KONLNNI RlKULEGA GUUHAMRA ÞEGAR HUN Á SfZT VON A £g get fullvissað þig um það, að það er ekkert sem hefir eins mikil áhrif á konuna og bros frá dauðþreyttum manni, og ekkert sem frekar fær hana til að stjana víð þig allt kvöidið. 11. Þú skalt ekki temja þér að kalla konuna þína hænu, eða einhverjum öðrum nöfnum, í tíma og ótíma. Það er orðið svo úrellt að hún herpir ekki einu sinni munninn, og þótt hún svari þér ekki í sömu mynt, þá máttu ekki taka það sem undirgefni, heldur þvert á móti. 12. Láttu það aldrei henda þig að þykjast vita allt betur en konan þín. Ef þér verður það á að falla í stafi yfir þinni eigin vizku, þá skaltu hafa það í huga að aðrir karlmenn, - heimsþekktir og hátt settir, hafa ekki verið skynsamari en það, að þeir hafa komið mannkyninu í öll þau vandræði, sem steðja að því í dag. Hver veit nema eitthvað hefði verið öðruvísi, ef konur hefðu fengið að ráða meiru. Hver veit nema að þú komist niður á jörðina aftur, ef þú hugleiðir þetta vel. 32. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.