Vikan


Vikan - 15.08.1968, Qupperneq 39

Vikan - 15.08.1968, Qupperneq 39
- :1H GÓLFTEPPASÝNING frá 10.-25. ágúst. Þeir sem ætla að láta teppaleggja hjá sér í haust, ættu að sjá þessa sýningu. til þeirra, sem mér fannst þurfa þeirra við. Þetta var reglulega gaman, og enn sem komið var, hafði enginn borið kennsl á mig. Ég leit á klukkuna og sá að það var ekki langt þangað til Carrie átti að koma aftur. Það versta var afstaðið. Svo var tjalddyrunum svift til hliðar og Roger — endilega Roger — skálmaði inn. Ég skrælnaði í munninum, þegar ég sá brosandi andlit hans í hálfrökkrinu. Hann gaf mér pening og rétti fram höndina. Ég var of óstyrk til að þora að koma við hana og hélt mér í borðbrúnina. — L-líflínan er löng, stamaði ég óskýrt og laut yfir hönd hans. — Þér verðið langlífur, og þér munuð njóta mikillar velgengni. Þér eruð framgjarn og verðið auðugur. Ef til vill ekki í mynd gulls og göfugra steina, heldur frægðar. Ég sé nafn yðar á merkum fræðibókum .. Hann greip andann á lofti og ég snöggþagnaði. Hvað hafði ég nú talað af mér? — Hvað um ástina? spurði hann. - Ég elska stúlku, og hún hefur engan áhuga fyrir mér. Getið þér ráðið mér heilt? — Ráðið yður heilt? át ég eftir. Hvers konar ráð gaf mað- ur eiginlega, þegar maður var spákona? Gail hafði greinilega látið það síast, að hún myndi leysa Carrie af milli ellefu og tólf, og nú hélt Roger að hann væri að tala við hana. — Ég verð að fá meiri pen- inga, ef ég á að ausa út ráðum, sagði ég. Hann hló, og rétti mér nokkra smápeninga í viðbót. — Þegar klukkan slær á mið- nætti, muldraði ég — þegar nornirnar þeysast um himin- hvolfið og uglurnar væla, skul- uð þér leita uppi þá sem hjartað þráir. Kastið yður á kné fyrir framan hana og kyssið hana. Þá er hún yðar. Um leið heyrði ég Carrie hvísla hinum megin við hengið. Ég vonaði, að Gail Manning tæki þetta spaug ekki illa upp. Ég skilaði Carrie múndering- unni og gekk út úr danssalnum til að fá mér ofurlítið frískt loft. Ég var hæstánægð með frammi- stöðu mína sem spákona. Kann- ski var ég að losna við bann- setta feimnina? Einhvern tíma ætlaði ég að tala í alvöru við Roger og segja honum, að ég væri hvorki reið eða sár. En það ergði mig að ég gat ekki lát- ið mér standa á sama, þótt hann væri hrifinn af Gail Manning. Klukkan í háskólaturninum sló tólf, þung högg. Hlutverki mínu á hátíðinni var lokið, en einhverra hluta vegna langaði mig ekki að fara heim. Allt í einu heyrði ég einhvern koma hlaupandi á eftir mér, og andar- taki seinna lá há, dökkhærð mannvera á hnjánum fyrir fram- an mig. Svo reis þessi vera á fætur og kyssti mig. Hann hélt, að ég væri Gail. Fyrst stirðnaði ég, en svo rak ég upp hlátur. — Þú áttir þó ekki við mig, þegar þú baðst um ráð, stundi ég upp. — Auðvitað átti ég við þig! — En hvernig gazlu vitað, að ég var nornin? — Þú? Ekki þessa heimsku! Hann kyssti mig aftur, og ég lagði handleggina um háls hon- um. — Þetta var gömul og ljót kerling úr fjallínu. Hann fléttaði fingur sína sam- an við mína, og ég fann, að ástarhringurinn þrengdi að fingrinum á mér. — Komdu, sagði hann. — Nú förum við inn og dönsum! ýv Faye Framhald af bls. 23. Hún hefir leikið í tveim kvik- myndum eftir „Bonnie og Clyde". Onnur er „The Extraordinary Sea- man" þar sem John Frankenheimer var leikstjóri. Hún leikur þar plant- ekrueiganda ó Filippseyjum í slðari heimsstyrjöldinni. Hin myndin heit- ir „Thomas Crown & Company" þar sem hún leikur brúði. Faye er ráðin til að leika í tveim kvikmyndum ennþá, þetta ár. [ ann- arri leikur hún með unnustanum, Jerry Schatzenberg, og leikur þá fyr- irsætu frá árinu 1950. — Hver veit nema við búum til nýja tízku? segir Faye, — hinni myndinni stjórnar Vittorio De Sica. Þegar hún hefir leyst þetta allt af hendi, er hún ráðin til að leika Ofeliu í Hamlet næsta haust. 32. tw. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.