Vikan


Vikan - 29.08.1968, Page 3

Vikan - 29.08.1968, Page 3
A k VIKU BRDS ÆCNf^ TglMon j O ■<tn| IÞESSARIVIKU V VÍSUR VIKUNNAR: Sjá ennþá er haldið með heiðri á loft þeim hetjuskap norrænna manna er landanum brást ekki lengi né oft í leikjum við frændur og granna þótt oft mætti ráða í úrslitin tvenn um uppgjöf var naumast að tala og brátt munu kappglaðir knattspyrnumenn keppa við Portúgala. En keppni um heiður er harðleikið spil og hætta í sérhverju sparki og helvítis boltinn mun hafa það til að hafna í íslenzku marki og við því fær enginn að eilífu gert þótt alltaf sé reiknað með heppni og kannski er mönnunum mestu um vert að marklaus sé ei þeirra keppni. FORSlÐAN: A riUESTO MEÐ BROS Á VÖR ..................... Bls. PÓSTURINN .......................... Bls. BÍLAPRÓFUN: MOSKWITSJ .............. Bls. SÍÐASTA TÆKIFÆRDD .................. Bls. IIVÍTA HÚSIÐ ....................... Bls. EFTIR EYRANU........................ Bls. SÆLURÍKI FRÚ BLOSSOM ............... BIs. KONA MEÐ RAFMAGNSHJARTA ............ Bls. MÁ BJÓÐA M)UR AÐ LEGGJAST?.......... Bls. KONA FORSETANS ..................... Bls. STJÖRNUMERKIN: JÓMFRÚIN ............ Bls. HLÁTURINN .......................... Bls. VIKAN OG HEIMILIÐ .................. Bls. 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 26 32 48 Forsíðan beinir athyglinni að þremur efnisatriðum þessa blaðs: Myndafrásögn af nýtízkulegum og afar frumlegum húsgögn- um á bls. 20, grein um Lady Bird, konu Johnsons forseta, á bls. 22 og níundu greininni um stjörnumerkin, sem fjallar um Meyjarmerkið. Hún er á bls. 26. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensina Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 40.00. Áskriftarverð er 400 kr. ársfjórðungslega, eða V50 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst. „Já, Rússarnir eru ekki langt undan hér í Kotka. Dom ar nara nu, sagði finnski vakt- maðurinn við Dettifoss, rosk- inn sænskumælandi Nýlend- ingur. Það eru ekki nema fimmtíu kílómetrar út að næsta rússneska hólmanum, sagði hann. Fyrir stríðið voru landamærin þvert yfir Kirj- álaeiði, í sjónmáli við Kron- stadt og Leningrad. En nú eru þau komin vestur fyrir Ví- borgarfjörð. Ja, dom ár nára. En, bætti Nýlendingurinn við, nú er allt gott á milli okkar og þeirra. Þetta taldi hann ekki sízt að þakka diplóma- tískum hæfileikum Kekkon- ens forseta, sem hann hældi á hvert reipi....“ Þetta er brot úr ferðasögu, Frá Sænskasundi til Suomen- linna, sem Dagur Þorleifsson skrifar í næsta blað. Þá er grein eftir Helga Sæ- mundsson, Gamli maðurinn og húsið. Þar rekur hann í stuttu máli sögu af gömlum hjónum, sem bjuggu alla ævi í litlu húsi í Þingholtunum. Greininni lýkur á þessum orðum: „Auðurinn, sem Páll garnli átti, en lét sér úr hendi sleppa, er kominn í leitirnar. Fjarskyldir erfingjar hans og Jórunnar græddu milljónir á húsinu og lóðinni." Um þessar mundir sýnir sjónvarpið stuttar kvikmyndir gerðar eftir smásögum Maup- assants. Við birtum sögu eft- ir hann í næsta blaði, ásamt stuttu æviágripi þessa snjall- asta smásagnahöfundar nítj- ándu aldar. Sagan heitir Dag nokkurn, þegar rigndi.. . . Af þýddum greinum má nefna: Fatavandræði kónga- ling og Dóttir okkar verður hávaxin. 34. tb! VIIvAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.