Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 4
/ ' ~'N
MEÐ BROS Ó VÖR
TEXTi: SíGURÐUR HREIÐAR
V__________________________)
Eftirtekjan af bréfum frá
lesendum með skemmtilegum
sögum af landinu hefur ver-
ið með rýrara móti í sumar;
það er kannslci hlaupið kal
af knlkleysi í brandarasmíð
hérlendis eins og aðra sprettu.
Ilinsvegar var svo mikil upp-
skeran í vor, að við búum
enn að henni, og nú er bezt
að líta í hlöðuna:
Tveir þeir fyrstu eru það
sem Svíar kalla frekísar. Dan-
ir kalla þá hina óörtugu.
Enskumælandi menn kalla
óhreina. Við hér á Islandi
köllum þá í mesta lagi tví-
ræða. Annar er um stjörnu-
íræðinginn, sem varð svo
hrifinn af litla drengnum, sem
var að leika sér á flötinni
hjá móður sinni í almenn-
ingsgarðinum, að hann sagði:
Skelíing er þetta fallegur
drengur. Það vill víst ekki
svo til, að þér munið undir
hvaða merki hann er getinn?
Móðirin roðnaði og svaraði:
Gangið ekki á grasinu.
Hinn er í rauninni liugljúf
ástarsaga, ein með þeim fall-
egri, sem ég kann. Hún er
svona: Annað blómið laut að
hinu blóminu og sagði: Eg
elska þig. Hitt blómið hall-
aði sér feimnislega að fyrra
blóminu og sagði: Ég elska
þig líka. Þá hvíslaði fyrra
blómið ofurlágt: Má ég þá
kalla á býfluguna?
Einnst ykkur ekld líka, að
þetta sé falleg saga?
Margar af þessum „absúrd“
sögum eru mjög hnittnar. Svo
er sagan af byggingaverka-
manninum, sem var að vinna
ásamt félaga sínum á dingl-
andi stálbita á 64. hæð yfir
ólgandi umferðargötu í New
York. Svo kom kaffitíminn,
og félagarnir drógu nestis-
pakkana upp úr vösunum,
settust á bitann og fóru að
borða. Maðurinn beit í fyrstu
brauðsneiðina, gretti sig,
spýtti út úr sér bitanum og
henti brauðsneiðinni og sagði:
Andskotinn, hnetusmjör! Svo
tók liann næstu brauðsneið,
beit í, spýtti bitanum og henti
brauðsneiðinni og sagði: And-
skotinn, hnetusmjör! Svo tók
hann þriðju brauðsneiðina,
beit í, spýtti bitanum og
henti sneiðinni og sagði: And-
skotinn! Hnetusmjör! Tók
fjórðu sneiðina, beit í, spýtti
og henti og sagði: Andskot-
inn, líka hnetusmjör! Tók
finnntu sneiðina, beit í, rnaul-
aði bitann ánægjulegur á
svip og sagði: Ja-á, rækju-
ostur, það var annað og betra.
Þetta líkar mér betur. Þá
spurði vinnufélaginn: Hve
lengi hefur þú verið giftur?
Fjórtán ár, svaraði maðurinn.
Og veit konan þín ekki enn,
að þú vilt ekki hnetusmjör?
Þá belgdi maðurinn sig út,
varð reiður á svipinn og sagði:
IJlandaðu ekki konunni minni
í þetta, drengur minn — ég
smyr brauðið mitt sjálfur!
Og meðan við erum með
útlendar sögur getum við til-
fært söguna af Spánverjan-
um, sem kom á hótel í Nor-
egi um nótt og kynnti sig
fyrir syfjuðum afgreiðslu-
manninum: De Gonzolas de
Veraqya y Firaflore y Mar-
tinez y Pombal y Gorgon-
zola. Og afgreiðslumaðurinn
svaraði syfjulega: Velkomn-
ir. Má ég biðja þann aftasta
að loka útidyrunum?
Það er haft fyrir satt, að
kona noltkur íslenzk liafi
skropirið í heimsókn til syst-
ur sinnar, sem var gift lireta
og bjó í gamalli fjölskyldu-
höll á Skotlandsheiðum. Hún
fékk gestaherbergið í turnin-
urn, en um nóttina vaknaði
hún og þurfti að lireyfa sig.
Hún paufaðist í myrkrinu of-
an alla stigana, og þegar hún
var komin niður á aðra hæð,
mætti hún hallardraugnum.
Uúúúú, vældi hann. Ég er
sautjándi jarlinn af Butting-
ham. í 400 ár hef ég reikað
um þessa ganga og stiga. Það
var nú gott, sagði sú íslenzka.
Þá geturðu áreiðanlega sagt
mér, livar klósettið er.
Sú saga er sögð um Geir
Þormar, ökultennara, að hann
hafi eitt sinn sem oftar ver-
ið að kenna konu á bíl. Þetta,
frú mín góð, sagði hann, er
lnindbreinsan. Hana má með-
al annars nota í neyðartil-
fellum, þegar aðalhemlarnir
bila og forða þarf í flýti frá
slysi. Ég skil, svaraði konan,
það er svona hér um bil eins
og náttsloppur.
Oft eru brandarar ekki ann-
að en vel sagður sannleikur.
Nú í sumar voru nokkrir
menn spurðir um það í Vísi,
hvernig þeim fyndust ís-
lenzku þjóðvegirnir. Veglief-
ilsstjóri einn svaraði á þessa
leið: Þeir eru ágætir fyrir
hestvagna, enda lagðir fyrir
þá. I Alþýðublaðinu var um
svipað leyti sögð saga af ein-
um fyrsta bílstjóranum, sem
hætti séi- með stóran fólks-
flutningabíl út á land. Ilann
var á eftir spurður, hvernig
honum hefði gengið yfir
brýrnar. Eg segi ekki, að það
hefði ekki mátt koma pappír
milli handriðanna og bílhlið-
4 VITCAN
34. tbl.