Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 11
Hún hallaði sér aí'tur á bak í stólnum og beið. Hún hafði alla liluti innan
armlengdar; sígaretturnar, kveikjarann, sólarolíu, transistortækið, sem sendi frá sér
heillandi tóna. Það gat verið sniðugt að stinga kveikjaranum í töskuna, þá gat
hún látið eins og hana vantaði eld. Það ætti að get'a honum tækifæri til að
nálgast hana. Hún leit á klukkuna, sem hún bar í mjórri gullkeðju um úlnlið-
inn. Skelfing var liann tregur. Hún reyndi að hafa hemil á óþolinmæði sinni.
Þetta var eiginlega óþolandi ástand, — jafn óþolandi eins og að bíða eftir stræt-
isvagni. Ilún varð að gera eitthvað. Hún horfði á blátt vatnið í sundlauginni og
hafið, sem var ennþá blárra. Við sjóndeildarhringinn kom hún auga á tankskip,
sem hreyfðist ósköp hægt, það var svo langt í burtu að það virtist ekki stærra
en örmjó silfurspenna. Til hægri, í trjágarðinum, stóðu þrír pálmar og teygðu
blöð sín, sem voru í laginu eins og bjúgsverð, til himins, sem líka var blár, en
þó með öðrum litbrigðum. Frá útvarpinu hljómaði aría úr „Madame Butter-
fly“, eftir Puccini.
Agætt! Því ekki að ímynda sér að við séum í Japan, — að tankskipið sé am-
erísk lúksussnekkja og ég sjálf að bíða í fjörunni, klædd rósóttum kimono. Hún
leit niður á hálfnakinn líkama sinn, bikini, sem steig og féll við andardrátt henn-
ar, og hún hugsaði: Er það þetta sem getur gert karlmenn brjálaða? Það var ef
til vill betra að hún sveipaði einhverju um sig, þá var hún leyndardómsfyllri.
Það eru margir sem halda því fram að leyndardómurinn höfði til karlmanna. —
Fegurð hrífur o.s.frv.....
Lítill kjöltukrakki kom til hennar og sleikti fót hennar .. . . er ég svo kræsileg ...
Framhald á bls. 30.
Þótt hún lœgi þama alveg áhuga-
laus, að því er virtist, voru hugsanir
hennar svo ákajar að henni fannst
heilinn vera að springa. Það voru
fimm dagar eftir af sumarfríinu, og
loksins var kominn karlmaður fram
á sjónarsviðið. Nú var aðeirtp um
að gera að ná honum innan arm-
lengdar....
34. tbi. yiKAN 11