Vikan


Vikan - 29.08.1968, Side 14

Vikan - 29.08.1968, Side 14
ÞAU LEGGJA LAND UNDIR FÓT Um miðjan september ætlar Ingimar Eydal að leggja upp í ferða- lag með sína skemmtilegu hljómsveit, og er ætlunin að koma víða við. Eflaust verður þetta mörgum gleðiefni, því að Ingimar hefur verið nokkuð heimakær í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri og ekki verið mikið á flakki með hljómsveitina. Nú mun flestum sem sagt gefast tækifæri til að sjá og heyra þessa hljómsveit, sem notið hefur óvenju mikilla vinsælda um mörg umliðin ár. Að því er Ingimar sagði okkur, mun leiðin fyrst liggja um Austur- land, en síðan verður haldið vestur og suður og endað í Reykja- vík. Mun hljómsveitin leika á nokkrum dansleikjum í borginni og einnig mun hún gera skemmtiþátt fyrir sjónvarpið. Þættir Ingimars í sjónvarpinu hafa þótt hinir skemmtilegustu, og vænt- anlega fá Norðlendingar líka að sjá þá, þegar sjónvarpið kemst norður í lok þessá árs. Það er alltaf glatt á hjalla, þar sem Hljómsveit Ingimars Ey- dal leikur fyrir dansi, og myndin hér að ofan sýnir raunar, að hljómsveitin á auðvelt með að koma öllum í gott skap! Þarna sjáum við Hjalta, trommuleikarann, lengst til vinstri með mexi- kanahatt á höfði, Ingimar og Friðrik, gítarleikarann, hafa á koll- inum enska lögregluþjónahjálma, en Þarvaldur Halldórsson hef- ur greinilega brugðið sér í hlutverk brezks sjentilmanns. Lengst til hægri eru svo hjónin Finnur Eydal og Helena Eyjólfsdóttir, en Ingimar og Finnur eru sem kunnugt er bræður. Og svo lát- um við þess getið svona í lokin, að með haustinu kemur út ný' hljómplata með Hljómsveit Ingimars Eydal. ☆ SJALFVIRKUR TRYMBILL The Tremeloes hafa hingað til aðeins verið fjórir saman, en þegar lagið „Helule Helule“ kom á markaðinn, hafði fimmti spilarinn bætzt í hópinn. Þessi spilari heitir George og við sjáum hann hér á myndinni ásamt hinum fjórum. —■ Við fengum hann að gjöf í Bandaríkjunum, segja þeir hinir hreyknustu. Við notuðum hann í laginu „Helule“ til þess að gefa laginu afríkanskan blæ. George er nefnilega taktvél eða sjálfvirkur trymbill. Hann getur trommað all- ar tegundir af dansmúsik. Það er bara að ýta á takka — og svo kemur það! Um lagið „Helule Helule“, sem er með afríkönskum keim, hal'a The Tremeloes þetta að segja: — Fyrir um það bil fjórum árum fengum við áhuga á afríkanskri músik og rythma. Við vorum þá á ferðalagi þar syðra og höfðum mjög gaman af að horfa á hina innfæddu dansa. Við heyrðum líka nokkrar hljómplötur, sem innfæddir höfðu leikið inn á, og það kveikti hjá okkur áhuga á að semja lag í þessum dúr. Við fengum nokkrar plötur heim með okkur, og lagið Helule suðum við upp úr stefi, sem við heyrðum á einni plötunni. ☆ 14 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.