Vikan


Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 17

Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 17
— Starfsins, svaraði hann. Þau tóku að leika. Það var eins og leiknum væri stjórnað utan frá. Hann var háttbund- inn, næstum tónrænn og róandi. — Stundum sagði frú Bloss- om. — Já, stundum lít ég um öxl og... hún setti stút á var- irnar og laut yfir borðið. — Nú til dags eru það heimilisstörfin og fara í búðir, hver dagurinn öðrum líkur. — En ég þykist nú samt vita að þegar hann kemirr heim — sýn reis fyrir augum Ambrose, og hann reyndi að losna við hana en tókst það ekki — að þá sé herra Blossom góður við yður, er það ekki? — Auðvitað er hann góður. — Elskið þér hann? — Enga ósvífni. Hún kastaði kjuðanum yfir borðið — í áttina til hans og lét hann um að ganga frá honum. — Ég held að þú ættir að ljúka við það sem þú er að gera. Hann hélt að nú myndi hún þegja það sem eftir væri, en allt í einu hreytti hún út úr sér: — Herra Blossom hefur marga hæfileika. Það er ein hlið á hon- um, sem ég býst ekki við að þið vitið mikið um í verksmiðjunni. Vitið þið að hann er mikilhæf- ur tónlistarmaður? — Nei, það vissi ég ekki, sagði Ambrose. Hann sneri sér aftur að saumavélinni. ■— í frítímum stjórnar hann öllum mestu symfóníuhljóm- sveitum heimsins. — Er það satt? Hvernig stend- ur þá á því að hann sóar tíma sínum í að sauma brjóstahald- ara? Ambrose kom aftur við fótafjölina. Hann rétti út hönd- ina. Frú Blossom lagði skrúf- járn í hönd hans og sagði stolt: — Hann er snillingur. Þeir eru allir sérvitrir eins og þú veizt. — Það er víst. Ég er hissa að þér skulið ekki vera afbrýðisöm Framhald á bls. 39. m 34. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.