Vikan


Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 19

Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 19
! i fe| I SHJARTA T A læknirinn staðfesti það. Heimilislæknir minn var hugsandi út af þessu og vildi láta taka fóstrið. Ég vissi auðvitað að hann hugsaði aðeins um heilsu mína. En þegar læknarnir sáu að Valerie var ákveðin í að ganga með barnið, gerðu þeir allt til að hjálpa henni, en drógu ekki dul á að þetta gæti verið hættulegt, bæði fyrir hana og barnið. HÚN EIGNAST EKKI FLEIRI BÖRN A finnnta mánuði skeði mikið óhapp og Valerie var ekið til sjúkrahússins í dauðans ofboði. Læknarnir gátu ekki í fljótu bragði séð hvað var að, en eittlivað hafði komið i'yrir rai'hlöðuna. Það sem merkilegast var, var að rai'hlaðan virtist í bezta lagi, — en púlsinn var aðeins í 30 slögum. Þetta var alveg óskiljanlegt. — Svo var gerð á mér skurðaðgerð, og þá kom í ljós hvað þetta var. Það var svo sem ekkert merkilegt. Þetta dásamlega barn mitt hafði sparkað, svo rafhlaðan fór úr sambandi. Læknarnir skiptu um rafhlöðu, og sú sem ég fékk var af allra nýjustu gerð, kostaði fimmtíu þúsund krónur. Þetta var miklu betra. tæki en það gamla, og þessutan miklu hentugra. Því var komið fyrir undir húð- inni, og ef eitthvað þarf að athuga það í framtíðinni, þarf aðeins að gera svolitla húð- sprettu. Ég hugsa aldrei um þetta núna, nema þeg- ar ég fer í bað, eða þegar ég hátta. Frá sjötta mánuði og fram að fæðingu barnsins var hún í stöðugri lífshættu og þuri'ti að vera undir læknishendi allan þann tíma. Eitt skiptið var um svo alvarlega bil- un á tækinu að ræða að henni var ekki hug- að líf. — Ég man að ég var hress og gerði að gamni nrínu við lækna og hjúkrunarkon- ur, þegar mér var ekið inn á skurðstofuna, þar sem keisaraskurður var gerður á mér, það var nauðsynlegt. Ég var alveg róleg, en mér fannst sem læknarnir væru nokkuð taugaóstyrkir. En svo var allt yfirstaðið. Þegar ég' vaknaði kom hjúkrunarkonan til mín, hún ljómaði af ánæ'gju og sagði mér að ég' hefði eignazt, litla dóttur. — Hún er fín, — henni líður ljómandi vel, þetta er al- vel dásamlegt, sagði hún og ég sá að hún var með tárvot augu. En Valerie þorði ekki að spyrja hvort barnið væri fullkomlega heilbrigt, — eðli- legt? Hat'ði barnið erft hjartasjúkdóm henn- ar? Eða var kannski eitthvað annáð að henni? Læknirinn kom og talaði við hana um stund, svo sagði hann: — Eg' veit að það er eitt sem yður lang- ar til að vita, en þorið ekki að spyrja um. Ég get fullvissað yður um að dóttir yðar er fullkomlega heilbrigt barn. Hún er mjög hraustleg. Eg óska yður innilega til hamingju, Framhald á bls. 31. 34. tw. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.