Vikan


Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 24

Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 24
V_______</ Fyrsta myndin sem Lyndon sendi unnustu sinni: Til Bird — elskulegrar stúlku, sem hefur hugsjónir, stefnumið, gáfur og menntun til að bera. } FORSETANS V___________________________________/ Lady Bird, mjög ung að árum, með barn- fóstrunni Alice Tittle. Alice gaf barninu- sem heitir Claudia Alba, gælunafnið „Ladybug“, sem svo varð að Lady Bird. Rödd hans hlýtur að hafa haft mikinn aannfæringarkraft, þegar hann hitti Lady Bird í fyrsta sinn. Effie frænka hennar, sem hafði gengið henni í rnóður stað, segir að þessi ungi, sjálfmenntaði maður hafði algerlega töfrað frænku hennar. — Hann var hávaxinn og hræðilega horaður, en mjög, mjög aðlaðandi og laglegur, segir Lady Bird, og enn þann dag í dag Ijóma augu hennar af ást, þegar hún talar um þetta tímabil. — Hann hafði þykkt, dökkt, liðað hár, og hann sagði blátt áfram og hrein- skilnislega allt sem honum bjó í brjósti. Lady Bird var hjartahlý, vingjarnleg, — og þegar engir ókunnugir voru viðstaddir, glaðleg stúlka, en í fjöhnenni „hræðilega feimin“. Mörgum árum eftir að hún kynntist honum, sagði hún frá því hvað skeði, eftir að fundum þeirra fyrst bar saman: — Hann bauð mér að borða, svo ýtti hann mér upp í lítinn Ford-T, og ók með mig út í sveit, þar sem hann bað mín. Eg var svo hamirigjusöm, að ég kom ekki upp nokkru orði. Hann hafði svo engin umsvif, en ók strax, daginn eftir, frá Austin til Johnson City, 60 kílómetra leið, til að kynna heitmey sína fyrir foreklrunum. Því næst fór hann til föður hennar og sagði honum frá ákvörðun þeirra. Faðir henn- ar var ánægður með biðilinn. Hann sagði: — Dóttir mín, þú hefir komið heim með marga unglinga, en þetta er karlmaður! Johnson var yfir sig hamingjusamur, flýtti sér aftur til Washington, þar sem hann' innritaði sig í kvöldskóla, til að Iesa lögfræði. Það gerði hann til að hafa betri mögu-f leika til að komast áfram, og hafa möguleika á betri embættum hjá ríkinu. ! En Lady Bird fór aldrei úr huga hans. Hann hringdi til hennar frá skrifstofunni, tvisv- ar á dag og skrifaði henni löng bréf á hverju kvöldi. Fyrsta bréfinu fylgdi mynd af honum sjálfum, með þessari áritun: „Til Bird, — elskulegrar stúlku, sem hefir hugsjón- ir, stefnumið, gáfur og menntun til að bera,“ — frá aðdáenda hennar Lyndon. Og nú, þrjátíu árum síðar, á fimmtugast og fyrsta afmælisdag hennar, gaf hann henni aðra mynd af sér, með þessari áletrun: „Til Bird, sem ennþá er sama elskulega stúlkan, frá innilegum aðdáenda hennar Lyndon.“ Sjö vikum eftir fyrstu heimsóknina til Austin fór hann þangað aftur, ástfanginn upp yfir bæði eyru, og nú gat hann ekki beðið lengur. — Við skulum gifta okkur strax, sagði hann. Hann keypti Iátlausan damantshring handa henni. Lady Bird fór með vinkonu sinni til Shrewport í Louisiana og keypti brúðarkjól með mestu leynd. — Eg held ég hafi verið mjög ástfangin af honum, segir hún. 24 VIKAN 34 tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.