Vikan - 29.08.1968, Page 32
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦'♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^♦♦'♦♦♦♦'♦♦♦V0'00»»'»»0O0<>0«>»'»'»Ó»O»<»'<»O»»<?>0»<»»0»000»'00»^0^0»0»<'000^»^»^»'0»»»»»»<
!<■■— —I—MIPIBII Hll[■IIII I lllli I 11 i l I Mg'aaMWMHMaiimin^——w——M
HLATURINN
FRAIVIHALDSSAGMN 9 dUIII
EFTIR JUDSON PHILIPS
-—- Ég þarfnaðist tíma til um-
hugsunar og Sam veitti mér
hann. Hvorugu okkar flaug í hug
að þú myndir koma hingað og
krefjast þess að leitað yrði að
mér á staðnum. Hugmyndin var
sú að ég skyti upp kollinum
seinna og segði Söndrusögu.
— Söndrusögu?
— Að ég hefði lent í bralli við
einhvern mann og ekki skeytt
um að koma heim. Að það sem
ég hefði að segja þér hefði ekki
virzt skipta máli.
Og Saki, frú Watson og Joe
áttu að halda kjafti?
— Þau gera nákvæmlega það,
sem Sam segir þeim.
— Drottinn minn! Peter dró
djúpt andann. — Við skulum
snúa okkur að Howard. Ertu að
reyna að segja mér að Howard
hafi reynt að drepa Mary Land-
ers, vegna þess að hann hafi kom-
izt að því að hún væri að spila
með hann?
— Eg — ég vildi heldur að
Sam segði þér þetta, sagði hún.
— Hann veit þetta alltsaman.
Vesalings Howard.
Rétt sem Peter og Sandra
komu neðst í stigann opnuðust
aðaldyrnar og Howard kom inn,
leiddur af tveimur lögregluþjón-
um. Hann var grár og gugginn.
Eitt stutt andartak hvíldu þreytu-
leg, blóðhlaupin augu hans á
Söndru, svo gekk hann steinþegj-
andi milli lögreglumannanna í
áttina að vinnstofu föður síns.
Sandra hélt fast um úlnlið
Peters. Hann fann að hún titraði.
Sam Delefield stóð við glugga
í vinnustofunni og sneri baki við
þeim og horfði yfir tunglskins-
ljómaðar flatirnar. Macklyn sat
með andlitið meitlað í stein, við
stóra skrifborðið og Gus Kramm,
þjóðverjalegi öryggisvörðurinn
úr verksmiðjunni við hlið hans.
Stóri Joe sat á græna leður-
klædda bekknum, ásamt Roberts
lögreglumanni.
Howard stóð við vegginn, gegnt
föður sínum og hallaðist upp að
bókahillunum. Lögreglumennirn-
ir tveir stóðu vökulir sitt hvoru
megin við hann-
— Allt í lagi Howard, út með
það, sagði Macklyn.
Howard opnaði augun: — Ég
hef sagt pabba allt, sagði hann.
— É'g tala ekki meira um sinn
og heldur ekki seinna. Látið hann
segja ykkur það.
— Komið með skýrsluna,
herra Delafield, sagði Macklyn.
Herra Sam sneri sér frá glugg-
anum. Það var eins og þessi
skæru, svörtu augu hefðu sokkið
dýpra inn í höfuðið á honum.
Línurnar við rhunnvikin voru
eins og skornar í hörundið. í
birtunni frá rafmagnsljósinu
glampaði á svitann á enni hans.
Hans venjulegi þróttur virtist að
verulegu leyti þorrinn.
— Hinn raunverulegi þorpari,
sanni glæpamaður í allri þessari
sögu er maður að nafni Christie,
sagði hann hörkulega. •— Hann
var ábyrgur fyrir sínu eigin
morði, f^rir ájrásinni á Mary
Landers og fyrir því, sem kann
að verða um okkur öll.
-Eg vissi í gær hver drap
þessa tvo menn, hélt hann áfram.
— Og ég hélt því leyndu fyrir
þér, Macklyn. Ég vissi hver barði
ungfrú Landers og ég leyndi því
fyrir þér. Það var svo mikið í
húfi.
Herra Sam tók sígarettu upp
úr vasa sínum. Stórir hrammarn-
ir skulfu, þegar hann kveikti í
henni.
— Ég held það sé bezt að byrja
á því að segja ykkur hvað Ho-
ward uppgötvaði í gær með ung-
frú Landers, sagði hann. — Eins
og þið vitið fór Howard til húss
hennar í gær að hitta hana- Það
var þegar Styles sá hann þar.
Hann var hjá henni í húsinu, þeg-
ar þessir tveir menn Christie og
Winters komu þangað. Howard
vildi ekki láta finna sig þar af
ástæðu, sem ég hef útskýrt fyrir
ykkur oftar en einu sinni. Hann
hélt ennþá að samband hans og
Mary Landers væri leyndarmál.
Herra Sam dró djúpt að sér reyk-
inn. — Mary Landers fór til dyra,
en Howard faldi sig inni í hús-
inu. Ég býst við að stúlkan hafi
reynt að þagga niður í Christie
en hann bunaði öllu upp úr sér.
Christie var gamall vinur. Eins
og þið vitið núna var hann í
áhöfn Dick Wilsons í stríðinu. En
eftir stríðið hafði honum ekki
heppnazt að komast áfram neitt
svipað og Dick Wilson. En þeg-
ar Wilson fórst í tilraun okkar
eygði Christie nýja leið að auðg-
ast. Hann fór til Mary, sem hafði
orðið fyrir miklu áfalli, hann
notaði sér hugarástand hennar.
Hann sagði henni að Delafield
Company hefði í rauninni myrt
eiginmann hennar. Hann hefði
verið sendur upp í flugvél, sem
ekki var fullgerð. Eiginmanni
hennar hafi verið fórnað með
köldu blóði, sagði Christie, til
þess að gera hana móttækilegri
fyrir það sem koma skyldi, sem
sé að gera hana verkfæri til að
færa honum fé í aðra hönd. Hann
hafði á takteinum leið til að
hefna fyrir Dick Wilson. Hann
vissi að Howard hafði komið einu
sinni eða tvisvar til hennar. Ef
hún gæti snúið sér að Howard
og lokkað upp úr honum upplýs-
ingar um það, sem hann var að
vinna að myndi hann, Christie
koma því í hendur réttra aðila,
sem myndu nota það til að koma
okkur á kaldan klaka. Hann kom
henni til að gera þetta í hefndar-
skyni. Hún átti ekki að fá neitt í
aðra hönd. Hún var aðeins að
jafna sakirnar eftir eiginmann
sinn, en Christie hirti auðinn
annarsstaðar frá, hvaðan veit ég
ekki.
— í upphafi spilaði hún, hélt
hann áfram, — lævíslega á til-
finningar Howards, í þeim til-
gangi að lokka upp úr honum
upplýsingar. En svo gerðist nokk-
uð, þessi kona — þessi einkenni-
lega kona varð ástfangin af Ho-
ward. Hún settist hér að og hún
hætti að segja Christie nokkuð.
Þar af leiðandi var auðlind
Christies tóm, Hann hefur sjálf-
sagt reynt allt til að snúa henni
frá villu síns vegar og svo byrj-
aði hann að ógna henni. Hann
sagðist myndi gera CIA viðvart
um samband hennar og Howard.
Sam gaut hornauga á Gus
Kramm: — Howard lét hana ekki
hafa neina pappíra, áætlanir eða
töflur Gus. En hann talaði mjög
frjálslega um hvað hann væri að
gera. Sérfróðir menn á hinum
endanum gátu dregið af því mik-
ilvægar áætlanir. Howard óskaði
að kvænast henni, en gat það
ekki fyrr en starfi hans hér var
lokið. Svo eðlilega sagði hann
henni hvernig gengi og hinir
vissu um leið hvað okkur leið.
Þeir höfðu meira að segja gert
sér nákvæma tímatölu um starf
okkar. En svo hætti stúlkan að
veita nokkrar upplýsingar.
Christie ógnaði og varaði hana
við og að lokum sagðist hann
mundu koma hingað í þessari
viku og hitta hana. Ef hún sæi
ekki að sér, kæmi hann upp
um hana og Howard og þannig
yrði starf hans unnið fyrir gíg.
Svo hún bjó sig undir komu hans.
Hann þagnaði andartak og
kyngdi munnvatni sínu: — Á-
ætlun hennar var stórsnjöll. Þú
reiknaðir þetta allt rétt út,
Styles. Nauðgunarsagan var al-
gjör uppspuni. Charlie átti félaga
í þessu, þennan Winters, geri ég
ráð fyrir. Ungfrú Landers áætl-
aði þetta allt mjög vandlega. Hún
vissi hvenær þeir kæmu og hún
ætlaði að skjóta þá niður og
halda því fram að hún hefði á-
litið þá vera nauðgarana endur-
komna. Það yrði ekki tekið hart
á því og það var nákvæmlega það
sem hún gerði með Howard fal-
inn inni í húsinu. Hún skaut beint
á Christie. Hann féll þar sem
hann stóð og höfuðið af honum.
Hinn maðurinn reyndi að flýja
en hún skaut hann með einu
skoti í bakið. Svo reyndi hún að
fá Howard til að trúa því, sem
ég hef nú sagt ykkur. Hann hafði
orðið fyrir alvarlegu áfalli af því
sem hann hafði heyrt og séð, hún
reyndi að sannfæra hann um að
hún elskaði hann í raun og veru,
að hún hefði fyrir löngu hætt að
nota hann, að hún hefði drepið
þessa tvo menn til að bjarga
honum og starfi hans og framtíð
þeirra. Ég reikna með að Howard
hafi óskað að trúa henni, en þá
stundina gat hann það ekki. Hann
sagði henni að þau yrðu að fara
til lögreglunnar.
Munnur Sams Delafield varð
eins og mjótt strik. hann seildist
í vasa sinn eftir annarri sígarettu:
— Þau lögðu af sað niður á bíla-
stæðið, hún biðjandi en Howard
32 VIKAN
34. tbl.