Vikan


Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 40
— Eftir með leiguna. Ég skal segja yður, skáldaði hann. — Þetta er fyrsta fasta vinnan mín síðan ég kom af munaðarleys- ingjahælinu. Þetta hreif. Augu hennar dökknuðu. — Þú varst ekki bú- inn að segja mér að þú værir alinn upp á munaðarleysingja- hæli. —- Bara munaðarleysingjahæi- um og herbergjum. Alla ævina. Ég hef aldrei vitað hvað það er að eiga rúmið mitt sjálfur. — Þetta er hræðilegt! Heyrðu —■ við eigum gamalt rúm uppi, sem enginn notar. Þú mátt eiga það. — Ónei. Það get ég ekki. — Hversvegna ekki? Við þurf- um ekki lengur á því að halda. — Frú Blossom! Þetta er svo fallegt . . . svo hugulsamt. . . . Hönd hennar lá á sófanum við hliðina á honum, Ambrose lagði höndina yfir hönd hennar, lyfti henni að sínum og kyssti hana. Hún dró að sér höndina, en ekk- ert allt of fljótt. — Það er — já, það er uppi í risi, sagði hún. Ambrose starði upp í loftið. Hann hugsaði um rúmið. Kon- unglegt rúm, lokrekkja með silki- tjöldum. Rúm rúmanna. — Nei, sagði hann. Ég get ekki þegið það. það væri ekki rétt af mér. Þar að auki kæmist það ekki á bögglaberann á mótor- hjólinu hans. — En mér þætti gaman að — ja bara sjá það. Frú Blossom reis á fætur. Hún stakk höndinni aftur inn í hans. Þetta var svöl, nett hönd. Hún leiddi hann til dyra og upp stig- ann. — Það er þarna uppi. Yfir stigapallinum. Upp í gegnum hlerann þarna. Þau námu staðar á stigapall- inum. Yfir höfðum þeirra var hleri í loftið. Ambrose keyrði höfuðið aftur á herðar og íhug- aði hlerann. Frú Blossom sleppti honum. Hún gekk að stórri kommóðu sem stóð upp við vegginn móti stiganum. Með æfðum höndum dró hún út tvær skúffur og tipl- aði upp eftir þeim eins og stiga. — Snjallt, sagði Ambrose. Frú Blossom teygði sig og opn- aði hlerann. Ambrose horfði á fætur hennar, meðan hún vatt sig upp. Svo fór hann á eftir. Risið var rykugt og tómlegt. Gegnum gluggann á gaflinum á öðrum endanum streymdi sólar- ljósið inn yfir plankana og bryddaði með gulli eina hús- gagnið í salnum: Stórt, tvibreitt rúm. — Þetta er gamalt rúm, sagði frú Blossom. — En það notar það enginn. Það er óþarfi að henda því. Hvernig þú átt að koma því heim í herbergið þitt veit ég ekki. Ambrose gekk að rúminu. : ERfHStóVEGI ZZ - 24 »R: 302 80-32? K! UTAVER Pilkington’s postulín veggflísar Stærðir: 7V2 cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm. Barrystaines linoleum parket gólflísar -tas-Sir: 10 cm x 90 cm cg 23 cm x 23 cm. GOTT VERÐ Hann potaði í það. Dýnurnar virtust í góðu lagi. Hann sett- ist á það. Svolítið rykský reis og settist aftur. — Einu sinni sá ég kvikmynd sem var kölluð „Leiknin", sagði hann annars hugar. Hann beið eftir einhverjum viðbrögðum. Kannske hafði hún ekki séð hana. Kannske var það líka eins gott. — Svona rúm eru ekki til lengur. Þetta er nákvæmlega eins og það sem ég svaf í þegar . . . meðan mamma breiddi enn ofan á mig. Meðan það voru enn sykurdýr á kexinu og allur heim- urinn var — betri. — Það er víða illska í heim- inum núna, sagði frú Blossom og andvarpaði. — Dapurleiki og fjandskapur. — Einmanaleiki. Litlir drengir eins og ég var, munaðarleysingj- ar í báðar ættir. — Ekki þetta. Hugsaðu þér bara litlu börnin.... Hún lét fallast á rúmið við hlið hans og beit á vörina. Neðri vör- ina — þessa mjúku, fallegu, glitrandi vör. — Og öll yfirgefnu dýrin líka, sagði Ambrose. —■ Og holda- kjúklingarnir líka. —• Svo mikil grimmd. — Sérstaklega gagnvart litlu börnunum. — Ég get ekki einu sinni hugsað um það. Hún tók að gráta lágt. Am- brose lagði handlegginn utan um hana og hún hallaði sér upp að honum. —* Ekki gráta, frú Blossom. Gerðu það, ekki gráta. En hún hélt áfram og það var bara fremur þægilegt. Ambrose dró hana nær sér svo að hún hallaði höfðinu upp að bringu hans. Hann strauk henni yfir hárið. Þetta var þykkt, mjúkt hár. — Ég hefði ekki átt að fara að tala um þetta, sagði Ambrose. — Það var heimskulegt. Einkar hugsunarlaust. Ég var bara að hugsa um sjálfan mig, rifja upp minningarnar um þá einu ham- ingju, sem ég hef nokkru sinni lifað. Ekki gráta, frú Blossom. Hún hélt áfram að skæla. Hariðiíark ahiib INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhHi- lr 'Útikuriip RÁNAHEOTU 15? SÍMI 19669 H O. VILHJALMSSON Sú höndin sem laus var rann mjúklega í áttina niður að hnjám hennar og stöðvaðist þar. — Þú ert fögur, þegar þú brosir, sagði hann í það eyrað sem nær honum var. — Þú ert engill, já, þú ert engill. Móðir mín endurfædd, nákvæmlega sama hárið. Hún sagði með hálfkæfðri röddu, þar sem hún grúfði sig að bringu hans. ■— Manstu líka eftir hárinu á henni? — Röddinni og hárinu. Ég gleymi því ekki meðan ég lifi. Frú Blossom hætti að gráta. Hún færði sig ofurlítið fjær hon- um og leit upp. Tárin laumuð- ust enn niður eftir kinnum henn- ar. — Og þú ert svo lík henni, hélt Ambrose áfram með dá- leiðsluhreim. Á svo margan hátt. Hlý og mjúk. Fyrst, þegar ég sá þig í verksmiðjunni, vissi ég það. Svo fögur og góð. Ég vildi, að þú talaðir við mig, værir góð við mig og veittir mér öryggi. Hún kipptist við: — Burt með þessa hönd. Ambrose dró höndina að sér aftur. Hann hafði ætlað að seil- ast aftur í hnéð á henni. En þú virtist ekki einu sinni taka eftir mér. Hann gætti þess að breyta röddinni ekki minnstu vitund, halda henni ná- kvæmlega eins og hún var: — Og þá nótt dreymdi mig um þig, fegursta draum, sem mig hefur nokkru sinni dreymt. Þú varst hjá mér, frú Blossom. Og alls ekki eins og þú værir móðir mín. — Hættu. — Mm? ■— Ef þú hættir þessu ekki.... — Svona nú. Leyfðu mér að segja þér drauminn. Fallega drauminn minn. — Saumavélin mín! hrópaði hún æðisgengið og örvæntingar- full. ■— Draumurinn minn, sagði hann. Þetta kom allt fram í huga hans aftur. Aðeins sú breyting að þessu sinni, að hetjan var hérna við hliðina á honum, áþreifanleg og raunveruleg, ekki aðeins flöktandi skuggi yfir sprungurnar í loftinu í óþrifa- lega, litla herberginu hans. Risið fór að taka á sig ýmsa bjarta liti. Þau voru í Frakklandi. Hinu gamla, góða, fornsögulega Frakk- landi. Iiún var aðalborin hefð- arfrú. Hertogafrú — eftirlæti konungsins. — Leyfðu mér að segja þér frá því! Hann sagði henni frá því með sívaxandi ákefð, frá gneistandi ljóma þessara fjar- lægu tíma, þegar rómantík var rómantík. — Hertogafrú! hvísl- aði hann. — Ég moi . . . ég var bóndi. Bara bóndi. En . . . þú leyfðir mér að kyssa þig. Hún sneri andlitinu að honum. Hann kyssti hana. 40 VTTCAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.