Vikan


Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 2
YLENE' Polytfter ribrt jfermtngarfötiu í MIKLU tTRVAI.1 NÝ EFNI*NÝTT SNIÐ Fokið í flest skjól Enginn, sem vill vita, getur horft framhjá því, að „við- reisnin" sem núverandi ríkis- stjórn ætlaði að gera, hefur algerlega brugðizt, mest vegna ofsatrúar á „frelsi“. Hver, sem vildi, gat (og getur enn, fræðilega séð) flutt inn hvern andskotann sem var, með þeim árangri, að þó nokkrir heildsalar sitja nú uppi með dýran lager af drasli, sem engin von er til að selj- ist. Viðreisnarfrelsið reyndist sá búmerang, sem kemur aft- ur til þess er skýtur, missi það marks, og lendir þá í haus honum, sé hann óvið- búinn að grípa. Viðreisnar- stjórnin hefur því brugðizt. En það er ekki einu sinni hægt að halla sér að stjórnar- andstöðunni í von um, að hún geri betur. Það eitt virðist vaka fyrir stjórnarandstöðu- flokkunum, að steypa stjórn- inni til þess að komast sjálfir í stólana, án þess að sýna á nokkurn hátt, að þeir eigi þangað meira erindi. Kæm- ust þeir þangað, tækju þeir þegar í stað upp meginbar- áttu allra stjórna hingað til: Að halda í stólana, hvað sem það kostar. Einn þeirra járnkarla, sem stjórnarandstaðan notar í bolabaráttu sinni, er „verka- lýðurinn", m. o. ö. allur laun- þegahópurinn í ASÍ. Víst er hluti þess hóps með hróplega lág laun, en með því að gera verkfallsvopnið beinlínis að flokkapólitískum járnkarli, er það eyðilagt og jafnframt gefin réttlæting fyrir afvopn- un. Alexander mikli nennti ekki að standa í því að leysa Gordíonshnútinn, hann hjó á hann. Sjómannaverkfallið var endanlega leyst um miðjan febrúar með svipaðri aðferð. Verði þeir hnútar, sem nú herða að okkar kreppu, ekki leystir á annan veg, er það ekki sízt óvandaðri stjórnar- andstöðu um að kenna. SKYRTUR SLAUFUR SOKKAR SKÓR S. H.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.