Vikan


Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 23

Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 23
Hann sagðist hafa komið til að tala við hana um Cantor. Hann viður- kenndi að bróðir 'hans væri þverhaus, en sagði að hann væri góður og hugrakkur, en þessa stundina ætti hann í örðugleikum. Hann útskýrði ekki þessa örðugleika nánar. Angelique var djúpt snortin af þeirri umhyggju, sem Florimond sýndi bæði bróður sínum og. henni. Hún fullvissaði hann um að hún hefði ekkert á móti Cantori, en þau yrðu að reyna að kynnast hvort öðru að einhverju m'arki. Að þessu loknu ræddu þau margt saman og Florimond sagði henni hvaða fyrirætlanir hann hefði á prjónunum. Hann sagðist ætla að nota sér það að komast með föður sínum svona langt inn í Ameriku, til þess að gera leiðangur enn iengra til vesturs, í von um að finna sjóleiðina til Kína, sem menn höfðu svo lengi leitað að. Hann hafði sína eigin hugmynd um þetta mál og hafði enn ekki minnzt á þetta við bróður sinn. Það var betra að biða vors. Kvöldið var að koma. Angelique hélt áfram að tala við son sinn með- an hún fór að undirbúa lampana og ganga frá kertum í kertastjakana. Svo mundi hún allt i einu eftir þeim draumi, sem hana hafði dreymt um Irokann, sem stóð og mundaði stríðsöxina yfir henni að hún hélt að það myndi líða yfir hana. Florimond sá hana fölna, snöggþagnaði og spurði hvað væri að. Hún viðurkenndi að henni liði ekki vel, henni fyndist hún vera að kafna. Hún ætlaði að skreppa aðeins út að ganga og njóta kvöldsval- ans. Hún ætlaði að fara og lesa dálítið af myntu, þarna uppi við lind- ina, því áður en langt um liði myndi frostið sverta viðkvæm laufin og þá yrðu þau ekki að neinu gagni til að sjóða af þeim seyðið. Angelique talaði eins og í draumi. Henni fannst allt í einu óhemju áríðandi að lesa myntuna núna og hún var undrandi að hún skyldi hafa gleymt að gera það, og muna ekki eftir því fyrr en svona seint. Hún varpaði yfir sig ullarskikkju og tók körfu. Þegar hún var komin fram á þröskuldínn fannst henni hún hefði gleymt einhverju. Hún stóð þarna og horfði á Florimond, sem var að heíla sér bjór í glas, án þess að kippa sér nokkuð upp við snögga brott- för hennar. —• Florimond, heldurðu að þú lánir mér ekki sveðjuna þína? — Sjálfsagt mamma, svaraði hann, án þess að láta no'kkra undrun i ljósi. Hann rétti henni sveðjuna. Blaðið var mjög vel hirt, eins vel og hægt var að vænta úr eigu sautján ára drengs, sem þegar áleit sig þjálfaðan veiðmann. Tvíeggjað blaðið var hárbeitt og fágað handfangið fór vel í hendi. — Ég læt þig hafa hana fljótt. aftur, sagði Angelique og flýtti sér út úr herberginu. Þegar farið var að leita að henni nokkru síðar fannst Florimond i eldhúsinu, þar sem hann var að leika á flautu og horfði á Monsieur Malaprade, þar sem hann var að baka köku úr hveiti, sykri og vanillu, köku, sem hann hafði ekki smakkað siðan hann var barn. Elgdýrsfita hafði verið notuð fyrir smjör, því það var óþekkt á þessum slóðum. Þegar Florimond var spurður, sagði hann að móðir hans hefði farið að tína myntu, uppi á hæðinni, skammt frá lindinni og hún hefði fengið lánaða sveðjuna hans. Honum brá, þegar hann sá föður sinn kippast við og sá skelfinguna í augum hans. — Fljótur, sagði de Peyrac við Nicholas Perrot. — Förum þangað uppeftir. Ég er viss um að hún er i hættu stödd. 22. KAFLI Angelique klifraði upp hæðina milli raða af höggnum trjám. Hún gekk yfir rjóðrið og lagði síðan á grasi vaxna brekkuna. Þá, að Jokum sá hún uppsprettuna. Þetta var rétt eins og í draumi hennar, sólin skein enn bjart uppi á hæðinni. Og hún vissi að Það var einhver, eins og daginn áður, enn ósýnilegur, en þó örugglega þar, jafnvel þótt að þessu sinni myndi hún ek'ki sjá neitt milli trjástofnanna. I lággróðrinum suðaði her af flugum, það gjálfraði í læknum og allt var rött. En írokinn var þarna. Hún vissi einnig að það var of seint að snúa aftur og að draumur hennar varð að verða að raunveruleika. Taugaþenslan, sem hafði leitt hana fram að þessu, vék nú frá henni og hún fann gamalkunna rósemi gagntaka sig, rósemina og styrkinn, sem kom á undan átökunum. Mörgum sinnum hafði hún fundið til þess arna, sérslaklega þegar hún þurfti að vernda börn sín með rýting í hendi. Á slíkum stundum liafði hún skynjað þvilíka innri rósemi að á eftir minntist hún þessara andartaka, sem einhverra beztu úr ævi sinni. Hún tók sveðju Florimonds sér við hönd, faldi hana í fellingum skikkj- unnar, og gekk niður að læknum þar sem hún kraup. Og sá sem horfði á hana úr felum og sá hana snúa baki við sér, að þvd er virtist, grunlausa, hafði ekki búizt við þvi að sjá hana allt í einu snúast móti honum, þegar hann stökk fram. Hún sá hann, dökkari skugga, skera sig úr móti hnígandi sól með "striðsöxina á lofti, hárbrúskinn eins og gríðarlegan fuglskamb, stóran og þöglan, þegar hann kastaði sér yl'ir hana. Hún vatt sér undan, hann hi-asaði og missti marks og féll þunglega ofan í laufin á lækjarbakk- anum, því hún hafði gripið þétt um ökkla hans. Honum varð stríðsöxin laus og næstum um leið fann hann beitta egg hnifsins á hálsi sér. Allt þetta hafði gerzt með ótrúlegum hraða, næstum hljóðlaust, næst- um án þess að andardráttur þeirra breyttist. E'n þó, þegar Angelique var í þann veginn að drepa hann, hikaði hún. Hún lú með hnén á baki Indíánans, sem lá á grúfu, en hann horfði á hana útundan sér og hún sá i skáhöllum, sæsvörtum augunum, ótrú- lega undrun hans. írokinn gat ekki skilið. að jafn sterkur, þjálfaður og harðger stríðs- maður og hann var allt í einu á valdi konu, og það meira að segja hvitrar konu. Baráttuvdljinn var honum gersamlega horfinn og hann fór ekki að ná sér fyrr en honum flaug í hug sá möguleiki að hún væri ekki raunveruleg kona, heldur yfirburðavera, vafalítið gyðja. Þá varð honum aftur léttara um andardrátt, þvi i þessu tiifelli gat hann viðurkennt ósigur sinn og hann var ekki lengur smán, Rödd hans heyrðist hás og rám: — Kona, þyrmdu lífi mínu! Meðan hún hikaði andartak við að skera hann á háls, hafði hann getað reynt að berjast um, en hann virtist ekki hafa neina löngun til þess. — Þyrmi ég lífi þinu, tekur þú mitt, muldraði hún. Mjúk, tónrænrödd hennar titraði og gekk villimanninum beint til hjarta. Hann var yfirkominn af næstum dularfullum fögnuði. — Nei, svaraði hann með ákefð. — Það sver ég við hinn mikla anda. Sértu guðleg vera er líf þitt heilagt og þá getur enginn tekið það. Hún heyrði að þessi orðaskipti höfðu verið á frönsku. — Ertu ekki Outakke, höfðingi Móhaukanna? — Það er rétt. Þá sleppti Angelique honum og stóð hægt upp. Irokinn velti sér varlega yfir á hina hliðina án þess að hafa augun af henni, svo stóð hann upp, fimur eins og köttur. Hann gerði enga tilraun til að taka striðsöxina sína upp, heldur stóð þarna tómhentur, grafkyrr og horfði á hana. — Og þú. þú ert kona Tekonderoga? Og þegar hún virtist ekki skilja héít hann áfram: — Þrumumannsins. Mannsins sem blæs uppi á fjöllum, mannsins sem á varðstöðina í Kata- runk. Hún kinkaði kolli. —• Leiddu mig þá til hans. Mennirnir, sem sálmuðu með byssur í höndum, upp hæðina og flýttu sér til að bjarga Angelique, sáu tvær skuggamyndir koma til móts við sig, ógreinilegar í fyrstu, því myrkrið var orðið áleitið, þarna megin við fjallið. Svo þekktu þeir konuna, en feginsemd þeirra varð fljótlega að kviða og tortryggni, þegar þeiv sáu hver var i för með henni. Mennirnir snarstönzuðu og stóðu grafkyrrir, vökulir og varkárir. Margir þeirra fundu til þessa sérkennilega samblands af ótta og lotn- ingu, sem menn hlióta að hafa fundið til á löngu liðnum dögum, þégar þeir horfðu á einhvern goðsögudýrðlinginn koma aftur ofan úr fjöll- unum og draga á eftir sér eitthvert skrímsli eða dreka, eitthvert tröll í hlekkjum. einhvern ógnvald, loksins skaðlausan. Það leyndi sér ekki að maðurinn, sem fylgdi henni var enginn venju- legur maður; í honum virtist blunda hin hræðslulega éikeíð sigraðs óvættar. Það leit út fyrir, að það andrúmsloft, sem þandi út tattóveraða bringu hans væri hinn logheiti, gjöreyðandi andardráttur drekans og það var þessvegna sem siáöldur hans glóðu eins og rauðleit kol. Og villimannslyktin sem angaði af honum, daunninn af tólg og sekt, virtist þyngri og meira kæfandi, vegna samanburðarins við grannvaxna konuna, sem gekk á undan honum. Nokkrir manna Peyracs. þótt þeir væru marehertir sæfarar, hörfuðu undan, með andstyggð. Indíánarnir af hópi Metallakka, snerust á hæli og hlupu eins og fætur toguðu til að grína til vopna og koma sér í varnarstöðu Heima við varðstöðina, brifu Indíánakonurnar upn börn sín, potta og mat. og slöngvuðu öllu A bak sér og Þutu i átt til skógar einu sinni enn, ásamt hundinum sem ekki einu sinni g.jammaði. — Þetta er Outakke, foringi Móhauka. sagði Angeliaue og kynnti hann. — Hann er einn og vill semja við þig. Ég hef ábyrgst honum fullt.. persónulegt öryggi. Viðstaddir stóðu þöglir og störðu á hinn ósigrandi leiðtoga Móhauk- a.nna. Outakke ætlaði að semja....... það var óskiljanlegt. En beir, sem þegar höfðu séð hann. þekktu bennan þrekvaxna líkama, sem virtist lialdinn þeirri ofsafengnu, bældu ástríðu, sem boðaði gríðar- legan brótt. — Já, betta var hann. Þeir þekklu hann af bví hvernig hann rvkkti til hárinu og fjöðrunum, eins ocr reitt. ofsahrætt dýr sveiflar skottinu Móhaukurinn Outakke skapaði alltaf einskonar leikrænt andrúmsloft í kringum sig. H'nn ungi Maudreuil barón mælti nokkur orð á T.rokBlmállýzku og Indiáninn rumdi til svars. Maudreuil kipntist við. — Hann segir að Swanissit. sé með honum . . . r>at.t. mér i hug. Ég fvlgdi slóð hans. Það er ekki hægt að villast á lykt- inni af beim ref. loksins náðum við beim, þessum Indíánavillmönnum. — Haltu kiafti. hrevtti Nicholas Perrot út úr sér. — Þú gleymir pð þú mátt aldrei móðga samningasendimann. — Hann samningasendimaður! Ekki hann: hann er versti óvinur uuðs og nú er hann í hann veginn að koma inn í búðir okkar og ég trevsti ekki einasta orði sem hann segir. Indíáninn var tiáningarlaus á svip, svo tók hann til máls og öllum v'ðstöddum kom á óvart, að hevra hann tala á kokhljóðakenndri, en að öðru leyti næstum lýtalausri frönsku. — Hvar er Tekonderoga. Þrumumaðurinn? Ert það þú? sagði hann og sneri sér að Pevrac — Já, ég sé að þú ert hann. — Ée. Outakke. höfðingi Móhauka heilsa þér. Swanissit. Senekaindí- áninn. höfðingi hinna fimm þjóða óskar að semja frið við þig. Ég er kominn i hans nafni að biðiast samband við þig, að biðja Þig að koma því til leiðar við Frakka að við fáum að fara vfir Kennebec. Pevrac greifi lyfti höndinni og tók ofan hattinn með svörtum og rauðum fjöðrum, sem blöktu í vindinum og hneigði sig djúpt fyrir villi- manninum. tii mn.rks um virðingu og velvild. — Ég vissi. sagði Outakke síðar, — að Fölandlitin heilsa konungum sínum þanniig. Og bó heilsaði þessi hvíti maður mér á þennan hátt og hjarta. mitt var hlýtt eins og eldur vináttunnar hefði verið tendraður í því .... Nokkrum klukkustundum síðar lagði Outakke af stað aftur og bar nú með sér tilboð um samninga við Swanissit. Ef Irokarnir fengju að fara vfir ána. hindrunarlaust, vrðu höfðingjarnir að heita því að láta í friði hvern Þann Abernaka eða Algonkvína, sem þeir kynnu að rek- ast á sinni löngu leið heim. — Hversvegna ættu þið, Frakkarnir að láta yk'kur varða um þessa ranðu refi9 snurð' Móhaukurinn fullur fyrirlitningar. Maudreuil var ósveiginnlegur og jafnvel lautinantarnir t.veir. Pont- Briand og Falliéres studdu hann heilshugar, þegar hann mótmælti: Framhald á bls. 30. n. tbi. yiKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.