Vikan


Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 16
MótmaelaaSg-erðir, kröfugöngur, götuóeirðir, þetta er það sem hefur verið hvað efst á baugi í heimsfréttum síðastliðið ár — raunar leng- ur sums staðar — og er ekki að sjá að enn sé lát á. Ófært hefur reynzt að klína á mótmælendurna neinum ákveðnum pólitískum stimpli, þar eð þeir hafa látið á sér kræla jafnt í austri sem vestri, í löndum kommúnista jafnt sem kapítalista. Formálar þeir sem mót- mælendurnir hafa haft uppi fyrir gerðum sínum hafa verið mis- munandi eftir þjóðlöndum: í Bandaríkjunum hefur mest kveðið að andmælum gegn kynþáttamisrétti og stríðinu í Víetnam, í Frakk- landi er snúizt gegn úreltu kerfi í skólamálum, í Vestur-Þýzkalandi því sama, plús ofurveldi blaðakóngsins Springers og svo til allir Tékkar og Slóvakar mótmæla nauðgun sovézku durganna á sjálfs- ákvörðunarrétti þeirra. Víða í Vestur-Evrópu eru mótmæli höfð uppi gegn herforingjajúntunni í Grikklandi og stuðningi við hana. f Kína virðist mótmælaaldan vera í rénum, en þar hafði hún snúizt upp í óopinbera borgarastyrjöld þótt svo að Maó formanni hefði af miklum klókindum tekizt að snúa ofsa hennar frá sjálfum sér og að keppinautum sínum í stjórn landsins. Eitt virðist þó sameigin- legt öllum þessum mótmælahreyfingum: óánægja með ríkjandi þjóð- félagskerfi, tilfinning fyrir því að kerfi þessi séu stöðnuð og orðin dragbítur á eðlilegri framþróun. f Kína urðu mótmælaaðgerðirnar, sem fyrr er sagt, að orrustum ■i------------------------------------------------------------------ „Mér er ekki grunlaust um að fundurinn í Sigtúni hafi að vissu leyti verið haldinn í hefndarskyni.. . . I»að var nokkur fítonsandi í mótmælendum....“ Ragnar Stefánsson: Beitum þeim að- ferðum er bezt henta hverju sinni. LOGREGLUÞJÚN- ARNIR KÖLLUÐU: FARIÐ ILLA______________ MEÐ HELVÍTIÐ 1 ' • ' 1 Ragnar Stefánsson, formaður Æskulýðsfylkingarinnar, hefur flestum eða öllum fremur verið tilnefndur foringi demonstranta upp á síðkastið og sem slík- ur fengið á sig vott af þjóð- sagnasvip í vitund almennings. 16 VIKAN “•tbl- Hann var á sama máli og aðrir mótmælendur, sem við höfðum tal af, um að lögreglan hefði verið gróf í sinni framkomu. — Eg vissi um fólk, sem var á ferð í Austurstræti við jólainnkaup og átti enga aðild að göngunni, en varð engu að síður fyrir bar- smíðum og hnjaski af hálfu lög- reglunnar og hjálparmanna hennar, sagði Ragnar. — Hjálparmanna. .. . - Já, við höfðum spurnir af að óeinkennisbúnir aðstoðar- menn voru viðbúnir aftan við fremstu fylkingu lögreglunnar, þegar hún stöðvaði okkur á Þor- láksdagskvöld. Þessir varaliðar tóku þátt í slagnum og bentu auk þess lögreglumönnum á ýmsa úr hópi göngumanna, sem að þeirra áliti töldust til framá- manna. Við vissum að ákveðnir aðilar úr Heimdalli stóðu fyrir liðssafnaði í þessu sambandi, svo og einhverjir unglingar, sem kváðu hafa æft karate undir stjórn kunns fyrrverandi íþrótta- garps. — Þú varst tekinn við Tjarn- arbúð? -- Já, og handjárnaður. Eg spurði með hvaða rétti þeir gerðu þetta, en þeir svöruðu fyrst aðeins skætingi og stein- þögðu svo. Eg sagði þá við þann, Framhald á bls. 34. Leifur Jóelsson: Kylfuhögg í hvirfil- inn og annað neðar í hnakkann. SKIPUN FRÁ DÖMSMÁLARÁÐU- NEYTINU? Leifur Jóelsson er einn þeirra forustumanna Æskulýðsfylking- arinnar, sem mesta forgöngu hef- ur haft um mótmælaaðgerðir samtakanna. Honum fórust svo orð um mótmælaaðgerðirnar fyrir hátíðarnar: — Ég lít svo á að gagnað- gerðir lögreglunnar vegna þess- ara aðgerða séu án fordæm- is hér á landi. Tuttugu mín- útum fyrir fundinn í Tjarn- arbúð hringdi Bjarki Elíasson til Tjarnargötu 20. Ég talaði við hann og hann sagði að við yrðum að ganga skemmstu leið til sendi- ráðsins, en taldi ófært að við gengjum móti umferð og sagði af og frá að lögreglan færi að stöðva umferðina til að hleypa okkur í gegn. Ég bauð þá að göngunni yrði hagað þannig að hún fylgdi umferðinni, en því hafnaði Bjarki. Ég var svo einn þeirra, sem tekinn var þegar ut- an við Tjarnarbúð og laminn með kylfu í höfuðið, eins og kunnugt er. Það þurfti átta spor í skurðinn. A Þorláksmessumorgun, þegar fundurinn í Sigtúni hafði verið ákveðinn en lögreglunni ekki enn tilkynnt um hann, óskaði Vísir eftir viðtali við okkur Birnu um atburðina eftir Tjarn- arbúðarfundinn. Ég áleit þá eðli- legt að tilkynna lögreglunni þeg- ar um fundinn, hringdi og fékk samband við Guðmund Her- mannsson. Ég rakti fyrir honum leiðina, sem göngunni var ætlað að fara, en var ekki kominn lengra en að nefna Austurstræti þegar Guðmundur greip fram í og sagðist geta fullvissað mig um að þessi ganga yrði aldrei leyfð, því að lögreglan hefði ákveðið að loka fyrir alla bílaumferð um miðbœinn og ekki yrði farið að gera neinar undanþágur okkar vegna. í þessu símtali staðfesti Guðmundur það, sem ég hafði raunar heyrt áður, að fyrirskip- unin um að stöðva gönguna á Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.