Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 45
PIRA-SYSTEM
HIN FRÁBÆRA NÝJA
HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN
HAGKVÆM OG ÖDÝR
Það er ekki margt, sem hefur lækkað
í verði að undanförnu. Það hafa PIRA
liillusamstæðurnar gert sökum hagræð-
ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn-
ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA
er svarið. Odýrustu bókahillur, sem völ
er á, hillur og borð í barnaherbergi, í
vinnuherbergi, í liúsbóndaherbergið.
Sjáið myndina hér; þar er skipt á milli
borðstofu og stofu með PIRA-vegg.
Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA
hillusamstæður geta staðið upp við vegg,
eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf-
ur eða naglar til að skennna veggina.
Notið veggrýmið og aukið notagildi
íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar
eru tausn nútímans.
HÚS OG SKIR hff.
Armúla
Sími 84415—84416.
lega aðferðin, sem fjöldi manna
ræður yfir, til að láta í ljós skoð-
anir milli kosninga.
— Þú sagðir, Sigurður, að ís-
lendingar væru vonum seinni til
mótmæla sjálfra sín vegna. En
mótmælagöngurnar núna kring-
um hátíðirnar beindust þó að
nokkru leyti gegn nýjustu ráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar og
svo framvegis.
— Að nokkru leyti, já. Fund-
urinn í Tjarnarbúð var haldinn
út af Víetnam, og í Sigtúni var
fundarefnið atvinnumálin og of-
beldi lögreglunnar. En í sjálfu
sér er það ekkert nýtt að menn
mótmæli atvinnuleysi.
- Sú skoðun er nú útbreidd
að þjóðfélagi okkar í þess nú-
verandi mynd sé þegar siglt í
strand. Gæti ekki hugsazt að sú
tilfinning væri að nokkru rót
mótmælaaðgerðanna?
— Efalaust, að einhverju
leyti. Ástanriið er alveg ófært á
mörgum sviðum, eins og sést
bezt á því, að jafnvel ungir
sjálfstæðismenn vilja fara að
hreinsa til í bönkum og menn-
ingarstofnunum. Háskólinn er
steinrunnin stofnun, og sama
blasir við á mörgum sviðum
þjóðfélagsins öðrum. Sg sé ekki
fram á, að því verði breytt til
batnaðar nema með róttækum
aðgerðum. Sem sagt: Við þurf-
um að losna við núverandi valda-
menn. Og ekki sízt lögfræðing-
ana. Þeir eru orðnir alger plága
í þjóðlífi okkar. Þeir eru alltof
fjölmennir og öll menntun þeirra
og þ’álfuP; beinist að því að
fá þá til að hugsa til baka, en
ekki fram á við. Afleiðingin
verður sú, að þeir verka sem
hreinn dragbítur á hin dýna-
mísku öfl í þjóðfélaginu. Auð-
vitað eru þeir nauðsynlegir, en
því aðeins að fjölda þeirra og
áhrifum sé haldið innan skyn-
samlegra takmarka.
Svo voru það átökin hjá
Tjarnarbúð.
— Um þau hefur þegar verið
margt rætt og ritað, en ég get
bætt fáeinum orðum við, Lög
reglan kom þarna fram af furðu-
legri fljótfærni og fruntaskap,
svo að maður hlýtur ósjálfrátt
að spyrja sjálfa sig, hvað í raun-
inni hafi legið að baki. Þessar
aðgerðir yfirvaldanna báru
óneitanlega keim af eins konar
ofboði, örvæntingu. Getur hugs-
azt að ríkisstjórnin hafi verið
gripin hræðslufáti vegna grun-
semda um vaxandi andstöðu og
jafnvei óeirðir út af atvinnuleys-
inu?
— Áttu við að ríkisstjórnin
kunni að óttast stjórnarbyltingu?
•— Byltingu — ég skal ekki
segja, en atlaga lögreglunnar að
fólkinu við Tjarnarbúð var því
lík, að nú skyldi lögð megin-
áherzla á að sýna mönnum í tvo
heimana, svo sem til að hræða
þá frá frekari aðgerðum.
Fólkið var að koma út og
gangan alls ekki hafin, þegar
einn lögreglumannanna heyrðist
kalla: Við skulum taka for-
sprakkana, þá verður ekkert úr
þessu! Síðan voru nokkrir menn
teknir úr hópnum og þeim stung-
ið inn í lögreglubíl. Þar á meðal
var piltur úr Hamrahlíðarskól-
anum, sem alls enga forustu
hafði fyrir þessum fundi og stóð
í viðræðum við kunningja sinn,
sem meira að segja var formað-
ur Vöku, félags sjálfstæðisstúd-
enta.
— Viðskipti ykkar Guðmund-
ar Hermannssonar hafa orðið
hvað frægust af því, sem þarna
gerðist.
— Hátterni Guðmundar var
eftir öðru í framferði lögregl-
unnar þarna, einkenndist af
fljótfærni og mótsögnum. Eins
og kunnugt má vera kvað ég
hann vera kraftidíót, svo fremi
hann teldi sig geta bannað mér
að ganga leið mína frá dyrum
samkomuhússins. Nú ber öllum
saman um að Guðmundi hafi
verið óheimilt að taka mig fast-
an fyrir þetta tiltal, og Bjarki
Elíasson hefur tvívegis haldið
því fram opinberlega, að ég hafi
ekki verið handtekinn vegna
þess, en hvers vegna taldi Guð
mundur þá nauðsynlegt að biðja
mig að endurtaka þetta sérstaka
orð, áður en hann handtæki
mig? Þetta var eftir öðru. Lög-
um samkvæmt er ekki hægt að
banna mönnum að fara í kröfu-
eða mótmælagöngur, en samt
fór lögreglan umsvifalaust að
handtaka menn við Tjarnarbúð
á þeim forsendum, að slík ganga
væri að hefjast. ®g veit það voru
vissar götur bannaðar, en ekki
hafði enn reynt á hvort það
bann yrði brotið.
— Svo var það Þorláksslagur.
— Einnig þá einkenndist fram-
koma lögreglunnar af óþörfum
fruntaskap. Hefðu þeir séð í
gegnum fingur sér við göngu-
menn og hleypt þeim upp Banka-
stræti, hefðu þeir ekki valdið
nema svo sem fimm mínútna
umferðartruflun. Það hefði ver-
ið eitthvað skárra en þessi slagur
í tvo. þrjá tíma.
— Þú sagðir áðan að mót-
mælagöngur væru nánast eina
ráð margs fólks til að láta í ljós
skoðanir sínar milli kosninga. —
Hvað segirðu þá um dagblöðin?
— Allur blaðakostur þjóðar-
innar er meira eða minna lokað-
ur, eins og við vitum. Þar kem-
BÚSÁHÖLD
ur til hlutdrægni af pólitískum
orsökum. Skrif Morgunblaðsins
um mótmælaaðgerðirnar eru
gott dæmi um það. Það er furðu-
legt að útbreiddasta blað þjóð-
arinnar skuli leyfa sér slíkt sið-
leysi í fréttaflutningi.
— Vel á minnzt, Mogginn.
Hann kennir kommúnistum öll
þessi mótmæli, og óneitanlega
eru það Æskulýðsfylkingin og
Félag róttækra stúdenta, sem
haft hafa forustu um mótmæla-
aðgerðirnar.
— Það er rétt, og því ekki
það? Ef þetta fólk vill mótmæla,
hvers vegna má það ekki mót-
mæla eins og hverjir aðrir, til
dæmis eins og Matthías Johann-
essen og Pétur Ben. við rúss-
neska sendiráðið fyrir tólf ár-
um? Eg á ekki samstöðu með
þessu fólki í pólitík; það er of
öfgasinnað fyrir minn smekk.
En fyrst aðeins það berst fyrir
réttlætismálum, sem ég hef
áhuga á, hvers vegna skyldi ég
þá ekki styðja það á þeim vett-
vangi? Það er engu um að kenna
nema aðgerðaleysi annarra sam-
taka, að kommúnistar skuli vera
í fylkingarbrjósti mótmælend-
anna. Hvers vegna sitja aðrir
hjá, til dæmis ungir framsóknar-
menn og alþýðuflokksmenn?
Hvað dvelur orminn langa? En
þetta er gott dæmi um sinnu-
leysið og doðann, sem þessi þjóð
virðist svo gagntekin af.
— Sástu Leif Jóelsson lam-
inn?
— Já, það var inni í lögreglu-
bílnum fyrir utan Tjarnarbúð.
Sá sem það gerði var greinilega
fauti, sem enga stjórn hafði á
skapi sínu. Númer hans var 37.
Leifur sat aftast í bílnum og
n. tbi. VIKAN 45