Vikan


Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 38

Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 38
mm&m Colgate fluor gerir tennumar sterkari við hverja burstun Spyrjið tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er haett við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. og færi betur að það yrði al- mennara. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þær kröfur sem gerðar eru til verðandi lögreglu- manna, geta kynnt sér það í reglugerð nr. 254 frá 1965, um veitingu lögreglustarfs, lögreglu- skóla og fleira. — Eru nýliðar prófaðir sál- fræðilega? — Nei, og það er ekki heldur gert við umsækjendur í aðrar opinberar starfsstéttir. Auk þess eru fyrstu tvö starfsár lögreglu- þjóna reynslutími, og á þeim tíma eru þeir tvívegis í lögreglu- skóla ríkisins. Að loknu tveggja ára tímabilinu taka þeir loka- próf úr skólanum og eru þá fyrst orðnir fullgildir lögreglu- þjónar, það er að segja ef þeir standast prófin. — Fyrir nokkrum árum heyrði ég því eitt sinn fleygt, að dreifbýlingar væru öðrum frem- ur teknir í lögregluna og gengju þeir fyrir, sem minnst kynni hefðu haft af þéttbýlinu og þess freistingum. — Eg held það hljóti að vera meira en nokkur ár, síðan þú hefur heyrt þetta fyrst, og síð- ast hefurðu getað heyrt þetta í dag. Þetta er sem sagt gömul plata, sem búið er að spila árum saman, og gatslitin fyrir löngu. Fjölmargir námsmenn, háskóla- stúdentar, kennaraskólanemar og kennarar, hafa verið í liði okkar um lengri og skemmri tíma. Aðsókn þessara skóla- manna til okkar hefur farið sí- vaxandi undanfarin ár. Og ég hef ekki talað við einn einasta þeirra, sem ekki hefur fullyrt að lögreglustarfið hafi orðið honum meiri lífsreynsla en löng skóla- ganga. Mér eru sérstaklega í minni tilsvör þýzks blaðamanns, sem var hér á ferð í sumar. þeg- ar ég sagði honum að við hefð- um háskólastúdenta i lögregl- unni á sumrum. við afleysingar í sumarleyfum. Hann lét segja sér það þrem sinnum. eins og Njáll, áður en hann trúði. Svo sagði hann: Ekki hélt ég nú að við þýðverskir byrftum neitt af íslendingum að læra um lög- reglumál, en þetta verður mér ærið greinarefni begar heim kemur. Ja. þvílíkt! Heima stönd- um við í eilífu stríði og stappi við stúdentanna, en hér hafið bið þá í lögreglunni. Við þetta mætti líka bæta að um- sóknir um störf í lögreglunni hafa aldrei verið fleiri en nú, svo að ekki er annað að sjá en hún njóti góðs álits hjá almenn- ingi. En demonstrantarnir þá? Heldurðu að beirra fylgi sé mik- ið og vaxandi? — Nei, þetta á sér ekki djúp- ar rætur. Að þessu stendur fá- mennur en harður kjarni. en meira er það ekki. enda er ekki 38 VIKAN 11 •tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.