Vikan


Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 29
öxlum sér og lagði handlegginga um hann. Hann lyfti henni og bar hana yfir að rúmi hennar. Nóttin tilheyrði þeim. Læknastofa taugasérfræðings- ins dr. Sartoriusar var í gömlu bogahúsi með mörgum stórum gluggum. Um klukkan hálf sjö að kvöldi — fyrir utan var löngu orð- ið dimmt — stóð Janine í fyrsta skipti frammi fyrir lækn- inum. Hann var furðu ungur, og nærri því horaður. Hann bar hornspangargleraugu og talaði með lágri, þægilegri röddu. Herbergi hans var án allra skreytinga. Stór veggskápur, skrifborð, legubekkur, nokkrar myndir á veggjunum. — Sg mun kalla yður ungfrú Laurent, sagði hann brosandi. — Fyrst um sinn, þangað til við vitum hið raunverulega nafn yð- ar. Janine kinkaði kolli. —- Dr. Haller hefur skýrt mér nákvæmlega frá sjúkdómstilfelli yðar, hélt læknirinn áfram, — ég hef sjúkdómsgreiningu yðar hér og þekki sögu yðar. . . . — Hafið þér fengizt við sams konar tilfelli áður? spurði Jan- ine. — Við þurfum oft að fást við minnistap, svaraði hann. — Mér er aðeins kunnugt um eitt sams konar tilfelli og yðar . . . ég held að það hafi verið fyrir þrem eða fjórum árum síðan. . . . Janine horfði spennt á hann. — Um það þil fimmtugur maður. Hann missti alveg minni sitt í umferðarslysi. "É'g hafði hann til lækninga hérna og eft- ir nokkrar vikur kom árangur í ljós. Lausn ráðgátunnar var, eft- ir á séð, ekki svo flókin. Þegar maðurinn slasaðist var líf hans honum sérstaklega erfitt. Skiljið þér? Hann var í þannig aðstöðu, sem hann gjarnan vildi gleyma. Umferðarslysið leysti þannig á sálrænan hátt upp minni hans í taugaáfallinu. — Eg skil, sagði Janine. ■— Þér eigið við, að eitthvað líkt gæti hafa átt sér stað með mig? Þér eigið við, að ég hafi tapað minni mínu, vegna þess . . . vegna þess að ég vildi gleyma einhverju slæmu? — Ef til vill, ungfrú Laurent. Einnig ef til vill ekki. Við skul- um sjá til. Samt sem áður: Taugaáfallið hefur ekki lamað gáfur yðar, skilning yðar, við getum sagt athyglisgáfu yðar, menntun yðar, tungumálakunn- áttu yðar. Þér vitið, hver Friðrik mikli var, en þér vitið ekki, hver móðir yðar er. Þér hafið aug- sýnilega gleymt persónulegustu endurminningum yðar. .. . Janine þagði. Hún tók eftir því, hve það var kyrrlátt í þessu herbergi. Ekkert hljóð barst að utan. Það var eins og veggir og hurðir væru brynvarin, bryn- varin þögn. Maðurinn, sem hafði gleymt úrræðaleysi sínu, hafði hann fundið minni sitt hér aft- ur? Hér, fyrir framan þetta skrifborð? — Dr. Haller hefur sagt mér, að þér munduð fallast á dá- leiðsluaðferð. — Já. — Eruð þér hræddar? ■—■ Nei, svaraði Janine, — en ég held varla, að ég verði sér- lega góður sjúklingur. Dr. Sartorius brosti lítið eitt. — Ég get fullvissað yður um það, að dáleiðsla stendur í engu sambandi við hjátrú. Ekki held- ur í sambandi við viljaþrek eða viljaleysi. Þetta er læknisaðferð bundin miklum batamöguleik- um. Læknirinn stóð upp, slökkti loftljósið svo skr if borðsl j ósið logaði aðeins. — Við skulum gera fyrstu til- raunina. Gjörið svo vel að leggj- ast á legubekkinn, alveg róleg og máttlaus. Janine hlýddi, þó með vissri andúð. Andrúmsloftið varð eitt- hvað svo trúnaðarfullt. En hún hafði ekki lengur neinn tíma til heilabrota. Dr. Satorius stóð allt í einu bak við hana, við höfðalag hvílu- bekksins. — Svona, nú horfið þér fast og stöðugt í augu mér. Ekki depla augnlokunum.... Hafið augun opin.. . . Horfið á mig. Hann endurtók þessar skipan- ir einhæft. Smátt og smátt fékk Janine þá tilfinningu, að slæða hefði verið breidd yfir andlit henn- ar. Útlínur læknisins hurfu, augu hennar fylltust tárum. Hún fann nú hendur hans á enni sér, heyrði rödd hans: ■— Lokið þér augunum. Hve hún var þreytt og hve langt í burtu.... — Finnið þér, hve handleggir yðar eru þungir? Þér getið ekki lengur lyft þeim.... Reynið það! Hún spennti vöðvana með miklum erfiðismunum, en hand- leggir hennar létu ekki lengur að stjórn. Hún vissi ekki hvort hún var vakandi eða sofandi, hún vissi hvorki stund né stað, hún sökk, eitthvert, þangað sem aðeins var rödd. — Þú ert barn, Janine, þú ert átta ára, sagði röddin, — þú ert í þriðja bekk . . . sérðu skólann? Hún þagði. En þú sérð þó bekkjarstof- una, ekki satt? — Jú. Claudette hefur brotið stóru rúðuna . . . það blæðir úr hendi hennar. . — Það gerðist í miðri kennslu- stund? — I söngtíma. . . . — Janine, syngdu ljóðið, sem þið sunguð . . . áður en þetta með rúðuna gerðist. Dr. Sartorius sá hvernig varir ungu konunnar hreyfðust, hvernig hún leitaði eftir orðum, að gleymdu barnakvæði. Og því næst fór hún í raun og veru að syngja, byrjun vísu: Frére Jacques, Frére Jacques, darnez-vous, darnez-vous. . . . Hún þagnaði snögglega, líkast því, sem þetta hefði kostað hana mikla áreynslu. Læknirinn strauk henni róandi yfir ennið. — Janine, stattu upp, skipaði hann henni, —■ þarna á borðinu liggur ný bók . . . skrifaðu nafn- ið þitt efst á hana. Janine stóð hægt upp, hún gekk að borðinu eins og í svefni, tók pennann, hikaði. . . . — Nafnið þitt, endurtók lækn- irinn. Hún settist, lagði hönd undir kinn, virtist verða hugsandi. ■—■ Janine, þú getur þó skrifað nafnið þitt. — Nei, stundi hún, án þess að líta upp. Brátt fékk hann ekkert svar lengur. Hún starði utan við sig út í loftið. Dáleiðsluskipanir höfðu engin áhrif lengur. Dr. Sartorius vakti hana. Hann lét hana leggjast aftur á bekk- inn og hægt og rólega kom hún aftur til sjálfar sín. — Hvernig líður yður? spurði hann, þegar Janine sat nokkru síðar alveg eðlileg fyrir framan skrifborð hans. — Eins og ekkert hafi gerzt. — Munið þér eftir einhverju? Aðeins því, að ég varð allt í einu svo þreytt. Hún horfði æst á lækninn: — Hvernig var ég? Sagði ég eitthvað? Hann kinkaði kolli.. — Þér sunguð franska barnavísu, ung- frú Laurent. Þér minntust á skólasystur yðar, Claudette.. . . Og svo? spurði hún í óða- goti. Ekkert annað, svaraði læknirinn, - en við því bjóst ég heldur ekki. Við verðum bæði að vera þolinmóð, ef við eigum að fletta ofan af fortíð yðar. Þau ákváðu næsta tíma á þriðjudegi. Aðstoðarstúlka hans fylgdi henni til dyra. Úti vai kafaldsbylur. Gatan var mann- laus. Það brakaði í snjónum við fótatak hennar. Þolinmæði, hugsaði hún döp- ur. Alltaf voru þau að tala um þolinmæði. Hún hafði sungið í dáleiðslusvefninum — þvílík fjarstæða. Og hver var þessi Claudette? Janine steig upp í sporvagn, fór úr einhvers staðar og gekk um göturnar án nokkurs tak- marks. Hún fann hvorki til hungurs né þreytu. Þú þekkir Múnchen, endurtók hún fyrir sjálfri sér, þú hefur verið hérna áður, örugglega .... Hérna hlýt- ur að vera einhver staður, sem er þér kær, kært andlit, hús- hurð, sem þú þekkir. Það var ennþá Ijós í kaffihús- inu undir súlnagöngunum. Hún starði inn um gluggana. Hún sá glaðleg, hlæjandi andlit og missti móðinn til þess að fara inn. Þegar hún ætlaði að halda áfram, stóð allt í einu maður í vegi fyrir henni. — Eg held, ungfrú, að við þekkjumst, sagði hann. Andartak vaknaði von í brjósti hennar. Tilviljun — hvers vegna ekki? Var hún ekki einmitt á höttunum eftir tilviljun? - Eg get ekki munað, sagði hún hikandi og beið ennþá eftir að undur gerðist. —- Það gerir ekkert til, litla mín, sagði hinn ókunni maður hlæjandi, ■— í kvöld er ég ein- mitt að leita að stúlku eins og þér, hefurðu herbergisholu hérna einhvers staðar í nágrenn- inu? Janine sneri sér við og flýði í skyndi. Fyrst, þegar hún var komin inn í hótelherbergi sitt, tók hún eftir því, hve gegnum- köld hún var. Líkami hennar skalf undir sænginni. Kyrrð og myrkur ríktu kringum hana. Tár runnu niður vanga hennar. Góði guð, gefðu mér líf mitt aftur, bað hún, láttu mig ekki lengur syngja barnaljóð og ekki lengur ráfa eina um, taktu bindið frá augum mér, og leyfðu mér að sjá ástvini mína. . . . Jurgen flaug ekki næsta dag aftur til Berlínar. Hann var um kyrrt alla vikuna. Heila viku, sem nú var liðin. f dag lágu þau í síðasta sinn við hlið hvors annars í rökkv- Framhald á bls. 47. DR. SATORIUS STÓÐ ALLT í EINU BAK VIÐ HÖFÐALAG HVÍLU- BEKKSINS. - SVONA, NÚ HORFIO ÞFR FAST OG STÖÐUGT í AUGU MFR. EKKI DEPLA AUGNLOKUNUM .... HAFIÐ AUGUN OP- IN .... HORFIÐ Á MIG. n. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.