Vikan


Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 37
Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. sendum, að um fyrirskipaðar of- sóknir af hálfu stjómarvaldanna væri að ræða. Við buðumst þá til að leyfa þeim að ganga upp Hverfisgötu og um Ingólfsstræti og Bankastræti, en hann bað þá um frest til að ræða það tilboð við sína menn. — Nú hafa mótmælendur það eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að aðgerðir hennar báða dagana hafi verið samkvæmt skipimum beint frá dómsmálaráðuneytinu. — Það er tóm þvæla, og að- eins óskhyggja þeirra sjálfra. Þeir halda að þetta dugi vel sem áróður og endurtaka lýgina svo þangað til þeir fara að trúa henni sjálfir. Dómsmálaráðherra skiptir sér ekki af umferðarmál- um í borginni; hann hefur allt öðru að sinna. Eg efast um að hann hafi frétt af þessum mót- mælaaðgerðum fyrr en eftir á. — Og fenguð þið svo svar frá Leifi fyrir gönguna? — Já, hann hringdi til okkar um hálftíu og tilkynnti að geng- in yrði áður fyrirhuguð leið. Ég reyndi að fá hann ofan af þessu, en hann var ekki viðmælandi. Eg lýsti þá fullri ábyrgð á af- leiðingum þessa á hendur þeim Birnu, þar eð þau höfðu und- irritað bréfið, og sagði jafnframt að við myndum standa fyrir þeim í Bankastræti. „Það þorið þið ekki,“ sagði þá Leifur. „Við erum með þúsund manns.“ Nú, við tíndum til það lið, sem við höfðum við hendina, eitthvað fimmtíu manns, og fór- um upp í Bankastræti. Áður hafði ég talað við mennina og hvatt þá til að gæta ýtrustu stillingar og reyna að beina göngumönnum á Kalkofnsveg- inn, ef þeir skyldu skipta um skoðun á síðustu stundu. Eg reyndi að ná sambandi við Ragn- ar Stefánsson, þegar fylkingar mættust, en hann setti undir sig hausinn og reyndi að renna sér í gegnum varnargarð okkar. Þegar það mistókst, hvarf hann suður Lækjargötu og varð við- skila við hópinn. Þarna urðu svo smáátök í klukkutíma eða svo, því að göngumenn þrýstu allfast á okkur um hríð. — Sumir vilja meina að þið hafi gengið full vasklega fram í þessari viðureign. — Eg fullyrði að menn okkar komu fram af stillingu og kurt- eisi við þetta tækifæri, enda höfðu þeir sérstaklega fengið fyrirmæli um það. Að vísu kom það fyrir að kylfum var beitt, einkum þegar svo bar við að einstakir lögreglumenn einangr- uðust í troðningnum og reyndu að brjóta sér leið út úr hópnum. — Meiddust nokkrir ykkar? — Já, þrír eða fjórir. Það var sparkað í þá. Einn þeirra er ekki jafngóður ennþá. — Hyggur þú að demonstrant- arnir stefni að því að koma af stað óeirðum? — Nei, yfirleitt ekki. í þeirra hópi eru margir geðprúðir sóma- menn, sem þrásinnis hafa reynt að hindra óspektir og halda aft- ur af ofsafengnari félögum sín- um. Aðrir temja sér því miður leiðinlegra framferði. Á Þorláks- messukvöld tók hópur manna upp á því að hrækja á lögreglu- þjónana, og voru margir þeirra allir slepjaðir að framan eftir þá skothríð. f þessu sambandi mætti líka minnast á þegar ráðizt var að bíl Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sem mér finnst eitthvert Ijótasta atvikið úr allri þessari mótmælasögu. Það var ekki annað að sjá en þeir, sem þar voru að verki, hefðu í huga beina líkamsárás á ráðherrann. Það voru hrópuð ýmis skammar- yrði og hótanir og reynt að velta bílnum. Svo er líka þess að gæta að mótmælaaðgerðir hafa alltaf talsvert aðdráttarafl fyrir menn, sem sækjast eftir illindum til þess eins að svala sér á einhvern hátt persónulega. Það er vel trú- legt að þess háttar fólk hafi átt einhvern þátt í ýmsum leiðinda- atvikum, sem skeð hafa í sam- bandi við þessar mótmælaað- gerðir. — Hvernig virðist þér af- staða almennings hafa verið í þessum málum? — Á Þorláksmessukvöld kom greinilega fram að mannfjöldinn, sem var á ferli í miðbænum, var ekkert hrifinn af þeirri truflun, sem gangan olli. Margir skipuðu sér í þyrpingu fyrir aftan okk- ur og sýndu ótvíræðan vilja til að láta hendur skipta við göngu- menn. Það var því ekki einungis að við þyrftum að hrinda áhlaupi göngumanna, heldur urðum við einnig að vernda þá fyrir öðr- um vegfarendum. — Við höfum heyrt að lög- reglan hafi haft á sínum vegum borgaralegt hjálparlið, sem safn- að hafi verið fyrr um daginn. — Það er fjarstæða. — Það hefur oft heyrzt að því vikið, Bjarki, að menn væru valdir í lögregluliðið af heldur lítilli nákvæmni og varla eftir öðru en vöðvaorku. — Því er til að svara, að meiri kröfur eru gerðar til manna, sem veiljast til lög- reglustarfa, en margra annarra opinberra starfa. Til dæmis mun það fátítt að umsækjendur um opinberar stöður, hvað þá hjá einkaaðilum, þurfi að leggja fram sakavottorð með umsókn, n. tbi. yiKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.