Vikan


Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 17
me'ff miklu mannfalli; annars staðar liefur orðið minna um mann- víg', en margir slasazt og miklar skemmdir orffi'ð á mannvirkjum. Ótalin fólskuverk hafa verið framin í viðskiptum mótmælendanna og þess aðila, sem hin rikjandi stjórnarkerfi beita í viðureign sinni við þá: lögreglunnar. Ekki vantar að hér uppi á íslandi hafi einnig komið til mótmæla- átaka, þótt vitaskuld hafi þau ekki verið jafn umfangsmikil og úti í heimi. Kröfuspjöld hafa veri'ð borin um götur, rúður brotnar, eggj- um kastað, sparkað og slegið með kylfum og berum hnefum. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvað hér valdi. Hömlulaus unglingalýður, sem leitar útrásar í slagsmálum? Xilraunir vissra metnaðargjarnra ungmenna í ákveðnum pólitískum félögum til að vekja athygli á sjálfum sér? Eða útrás vantrúar á núverandi forustumenn þjóðar- innar og stjórnarkerfi, vegna sívaxandi kreppuástands? Og saman við þetta er svo rökrætt um meintan ruddaskap lögreglumanna og skrílslæti mótmælenda. Vikan hefur reynt að skyggna málið í von um að geta varpað sem skýrustu ljósi á inntak þess og ástæður. í þeim tilgangi höfum við rætt við ýmsa a'ffila úr báffum fylkingum og auk þess Ieitað álits nokkurra spakra manna hlutlausra, sem ætla má aff flestum fremur geti skýrt orsakir og afleiðingar hlutlægt og fræðilega. VIÐTÖL: DAGUR ÞORLEIFSSON EG HEYRÐI BJARKA KALLA: „LATIO HANA EKKI SJÁST" Birna Þórðardóttir: Tólt spor í cnnis síirið. Birna Þórðardóttir hefur með þátttöku sinni í aðgerðum ís- lenzkra demonstranta orðið ein meiriháttar valkyrja í alþýðu- munni. Við hittum hana á skrif- stofu Árna Halldórssonar hrl., þar sem hún vinnur eins og sak- ir standa. Það leynir sér ekki á enni hennar örið eftir tólfspora- áverkann, sem hún hlaut af ein- hverju frægasta höggi íslands- sögunnar hin síðari árin. Birna er ættuð úr Borgarfirði eystra, norðanstúdent frá því í fyrra og hyggur nú á nám í þjóð- félagsfræði í því landi þar sem hvað mest hefur kveðið að mót- mælaaðgerðum stúdenta og ann- arra ungmenna: Vestur-Þýzka- landi. Hún segir svo frá átökunum við Tjarnarbúð tuttugasta og fyrsta desember: — Ég var komin út á Austur- völl og hélt á fána, þegar lög- regluþjónn kom allt í einu aft- Framhald á bls. 41. Sigurður A. Magnússon: Hvað veldur hjásctu ungra framsóknar- og alþýðu- flokksmanna? MÓTMÆLAAÐGERÐ- IR: BEZTA RÁÐIÐ TIL AÐ RASKA STÖÐN- UÐU KERFI Sigurður A. Magnússon, rit- höfundur og ritstjóri Samvinn- unnar, hefur komið mjög við sögu mótmælaaðgerða hér á landi upp á síðkastið. Hann tók vel í að gera okkur grein fyrir viðhorfum sínum til mótmæl- anna. — Að mínum dómi er þessi mótmælaalda alveg skiljanleg, segir Sigurður. — Eg hef samúð með þessu unga fólki. Eg hygg að undirrót mótmælaaðgerðanna, sem nú ganga yfir heiminn, sé að unga fólkið skynjar, að eldri kynslóðin er stöðnuð í úreltum viðhorfum og gerir sér enga grein fyrir því sem er að ske. Mikill meirihluti heimsbúa líður hungur, og ekkert raunhæft er gert til að bæta úr því, þótt íbúa- fjöldi jarðarinnar vaxi hröðum skrefum. Þetta hlýtur að enda með katastrófu, ef ekki er tekið í taumana, en þeir sem með völdin fara virðast ekki hafa Framhald á bls. 44. Er þetta hægt, Matthías? „I»aö var ekki annað að sjá en þeir ... hefðu í huga . . . líkamsárás á ráð- herrann. Það voru hrópuð skammar- yrði og hótanir og reynt að velta bíln- um.“ n. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.