Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 22
Peyrac greifi hafði talað við Loménie og sagt honum að Irokarnir
væru í skóginum og beiddust þess að fá að fara óáreittir yfir Kennebec.
En þetta atvik með myrtu Patsvíkettana tvo gerði málin flóknari og
viðkvæmari aftur.
EVigu að síður voru fyrirmæli Peyracs vafningalaus:
— Látum Patsvíkettana gera út um sín mál við Irokana, Iengra of-
an með ánni, ef þeir vilja hefna fyrir sina dauðu. Fyrir mitt leyti vil
ég ekki að Katarunk verði blandað í neitt, hvorki mínum eigin mönn-
um, né öðrum sem eru staddir hér sem stendur. Frakkar hafa þá
vandræðanáttúru að þurfa ailtaf að blanda sér í endalausar flokka-
erjur Indíánanna, með vofeiflegum afleiðingum fyrir nýlendurnar,
sagði hann við Loménie, sem enn var hikandi.
Loménie samþykkti að lokum og lét sér nægja að senda lítinn hóp
af Esémínum suðureftir, ef ske kynni að faðir Ongeval þarfnaðist
einhverrar hjálpar.
Allir hvítu mennirnir hagnýttu sér sem bezt þeir gátu það hatur
sem hinir Abernakarnir báru til Patsvíkettanna, og þegar leið að kvöldi
var andrúmsloftið ekki eins viðkvæmt. Indíánahöfðingjarnir ákváðu
að halda heim, hlaðnir af gjöfum og láta Patsvíkettana og Irokana
eiga sig.
Aðeins Maudreuil barón var ósamþykkur og vildi ráðast á óvininn.
Og hvað ef ráðizt yrði á föður Orgeval og lærisveina hans? spurði
hann heiftúðugur.
— Irokarnir hafa sagt, að ef við leyfðum þeim að fara yfir ána, án
hindrunar. skuli þeir þegar í stað fara til sins eigin lands, án þess
að valda því fólki vandræðum, sem þeir kunna að rekast á á leiðinni,
svaraði Peyrac.
Og þvi til sönnunar hafa þeir byrjað á því að drepa tvo Patsvíketta.
Peyrac varð að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hann gat ekki út-
skýrt það ofbeldisverk, eftir viðræðurnar, sem hann hafði átt við
Tahoutaguete, kvöldið áður.
— Þið eigið eftir að kynnast þeim, sagði Maudreuil fyrirlitlega. —
Það er ekkert annað en tvískinnungur og svik í hausnum á Iroka.
Loménie veitti honum ofanígjöf: Kanadamennirnir voru fljótir að
gleyma því að landsstjórinn hafði undirskrifað friðarsamning við hin-
ar fimm þjóðir .......
— Friðarsamningar hafa ekkert að segja í augum þorpara eins og
þeirra, sagði maðurinn. Svo hélt hann áfram og augu hans skutu
neistum:
— Strið, strið, stríði Stríð fram í rauðan dauðann! Annar útvegur
er ekki tii milli Frakka og Iroka.
En þrátt fyrir þetta héldu rauðskinnarnir áfram að undirbúa brott-
för sína og um kvöldið komu konurnar og börnin, sem farið höfðu og
falið sig í skóginum, þegar allir bjuggust við blóðugum átökum, aftur
til búðanna og hengdu kássupottana yfir eldana, og sneru sér að
kvöldmatargerð.
Það var þá sem einhver tók eftir þvi að Madame de Peyrac var
horfin.
Það var leitað að lienni um allt, hátt og lágt um allar byggingarnar
og hlaðið í kring. Nafn hennar var kallað út yfir grisjaðan árbakk-
ann og upp í hæðirnar.
Válegur fyrirboði greip alla:
Angelique var horfin.
21. KAFLI
Þessi tilfinning laumaðist afar einkennilega að henni, meðan hún var
ein i húsinu: Óviss tilfinning sem lagðist þungt á hana.
Svo fann hún allt i einu hjá sér ómótstæðilega þörf til að íara aftur
upp í hæðirnar, bak við varðstöðina og lesa dálítið af myntu.
Hún ýtti þessari áleitu tilfinningu frá sér hvað eftir annað og loks
létti henni ögn.
Hún hafði ekkert sérstak að gera og gat ekki fundið sér neitt ákveðið
til að taka sér fyrir hendur, svo hún hallaði sér út að glugganum og
horfði út um pergamentsrúðurnar, þótt hún sæi ekkert skýrt, heldur
aðeins óljósa skugga, sem komu og fóru úti á hlaðinu.
Hún fór að hugsa um skaplyndi yngri sonar sins, Cantors, því hann
hafði verið í fýlu við hana, allt frá því að hún skvetti yfir hann úr
vatnsfötunni. Það hatði aldrei verið auðgert að sjá hvað hann hugsaði,
jafnvel ekki þegar hann enn var hrokkinhærður engill. En nú, þegar
hann var. orðinn að sterkbyggðum og hraUstum, ungum manni, með
þessu heilsusama en dálitið óheflaða útliti, sem minnti hana á suma
bræður hennar, var hann orðinn enn erfiðari viðskiptis.
Angelique bankaði ósjálfrátt með fingurgómunum á litlar perga-
mentsþynnurnar, þegar hún rifjaði upp, hvernig Cantor hafði horft á
hana. Augu hans voru eins og augun í ungri stúlku, í höfði íþróttamanns.
— Hvað er að sonur minn? Hvað er að ungi maður? sagði hún lágt við
sjálfa sig. Höfum við ekkert að tala saman um lengur? Skiptum við
engu máli hvort fyrir annað lengur, þótt við séum enn móðir og sonur?
Þessi hugsun bergmálaði spurningu, sem hún hafði oft lagt fyrir sjálfa
sig, án þess að vita svarið á, allt síðan hún fann aftur syni sína tvo í
Gouldsboro.
— Að hvaða gagni getur móðir orðið tveimur sonum, fimmtán og
sautján ára gömlum, sem lengi hafa 'komizt af án hennar?
Það var barið harkalega að dyrum og í sama bili kom Florimond,
sólbrenndur og glaðbrosandi inn.
Angelique dauðbrá, hún greip um hjartastað og spurði ‘hvort hann
myndi eftir því, að eitt sinn var hann kurteisasti hirðsveinninn i Ver-
sölum og hvort hann gæti ekki látið af þessum hermannsvenjum, þeg-
ar hann kæmi að heimsækja konur, þótt ekki væri til annars en að
gera henni ekki alveg svona bilt við.
Svona bombaldi á dyrnar þýddi oftast nær hermenn og guð einn
vissi að þeir boðuðu sjaldnast neitt gott.
Florimond samþykkti góðmótlega að ferðir hans og sérstaklega tíma-
bilið, sem hann var káetuþjónn á kaupskipi, hefði fljótlega bundið endi
á kurteislega setustofu og hirðframkomu hans. Og þótt þeir manna-
siðir, sém hann hafði tileinkað sér í Nýja-Frakklandi hefðu verið form-
legri en þeir, sem tíðkuðust um borð i skipinu, var samt langt frá að
þeir byggju yfir frönskum hirðþokka.
Og hér jók fólk ekki á erfiðleika lifsins með því að hneigja sig
heimskulega i tíma og ótíma og klóra fínlega á hurðir, í stað þess að
banka. Svo benti hann henni á, að það þýddi litið að klóra með litla-
fingursnöglinni eins og vel upp alin smápía, á þessar þykku trédyr í
varðstöðinni hér, þá átti maður aldeilis á hættu að standa útifyrir, áður
en til manns heyrðist.
Angelique hló og var honum sammála. Hún horfði á hann ánægjulega,
þar sem hann gekk fram og aftur um gólfið. Þetta var orðinn glæsi-
legur piltur og hún minntist þess hve miklar áhyggjur hún hafði haft
af viðkvæmri heilsu hans, meðan hann var lítill drengur.
Hann greiddi hárið eins og Romain de L’Aubigniére og barón Maud-
reuil. Hann hafði það sítt og hélt því frá enninu með perluskreyttu
höfuðbandi og skreytti það með fjöðrum og loðnum skottum og þetta
fór honum mjög vel.
Hann var líka glæsilegur, jafn glæsilegur og Joffrey de Peyrac hafði
verið. hefði ekki sverðshöggið afskræmt hann í æsku.
Florimond var nærri fullvaxinn núorðið, en bros hans var enn bros
barns.
22 VTKAN
11. tbl.