Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 9
NO. 3 TIL
nnitn
DultH Unl
ÚRSLITA
Rósa Björg er 15 ára að aldri, fædd 7. júlí 1953, dóttir
Helga Eggertssonar, kaupmanns, og Lilju Jónsdótt-
ur. Hún er 165 cm á hæð, bláeyg og ljóshærð.
Hún er í landsprófsdeild Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar, og uppáhaldsfög hennar eru málin. Einna
leiðinlegastar þykja henni lesgreinar á borð við
landafræði og náttúrufræði. Hún hefur ekki ráðið
við sig, hvort um frekari skólagöngu verður að
ræða að landsprófinu loknu, en síðar meir ætlar
hún að verða snyrtisérfræðingur. Á sumrin hefur
hún verið í unglingavinnunni.
Hún segir tómstundirnar ekki ýkja margar, því
námið taki mikinn tíma. En þegar færi gefst, hlust-
ar hún á tónlist og hefur yndi af öllum greinum
hennar. Svipað er um bóklestur að segja, og hún
fer mikið í bíó. Hins vegar horfir hún lítið á sjón-
varp og hlustar ekki mikið á útvarp. Hún hefur
einnig gaman af ballett og lagði um hríð stund á
ballettnám. Hún gerir lítið af að fara á böll, segir
enda ekki rnikið um skólaböll í sínum skóla, en í
örfá skipti fór hún í Las Vegas. Skömmu eftir að
unglingahúsið í Skaftahlíð (Lídó) var opnað, fór
hún þangað að skoða sig um, og leizt mjög vel á
staðinn. Þegar þetta er ritað, hefur hún þó ekki
farið á skemmtun þar.
Spurningin um annað þjóðerni en íslenzkt þótti
henni harla fávísleg, hafði aldrei leitt hugann að
því hvernig væri að vera annað en íslenzk. Eftir
nokkra umhugsun stakk hún þó upp á Englandi
sem mögulegu fósturlandi, enda líklegt að hún
yrði að leita til London varðandi menntun sína sem
snyrtisérfræðingur.
n. tbi. VIKAN 9