Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 11
NO. 4 TIL ÚRSLITA
Þorbjörg er 17 ára, fædd 23. janúar 1952, næst elzt
fjögurra barna Magnúsar Thorvaldsens, blikksmiðs,
og Önnu Gestsdóttur. Þorbjörg er 167 cm á hæð,
ljósskolhærð og bláeyg.
Hún er í 4. bekk Gagnfræðaskóla verknáms,
handavinnudeild, og uppáhalds námsgreinarnar eru
handavinna og enska. Reikningurinn þykir henni
leiðinlegasta námsgreinin. Hún verður gagnfræðing-
ur í vor og að því loknu er óráðið hvað verður um
sinn, en þegar hún verður nógu gömul, langar hana
að læra til ljósmóður. Ljósmóðurnám getur hún
ekki hafið fyrr en tvítug. Síðastliðið sumar vann
hún á Fæðingarheimili Reykjavíkur, en sumarið þar
áður var hún í vist í Bad Godesberg 1 Þýzkalandi.
Ekki hrósar hún þó þýzkukunnáttu sinni, því þar
var allmargt íslenzkra unglinga saman, og á hinn
bóginn voru þjóðverjarnir alls hugar fegnir að æfa
hæfni sína í ensku, þegar færi gafst á.
í tómstundum hlustar hún á tónlist — einkum þá
tegund, sem fullorðið fólk kallar gjarnan bítlagarg,
og hún hefur gaman af að dansa. Hún fer oft á
dansleiki, bæði í Sigtún og Silfurtunglið, en ekki
á skólaböllin. Einhvern veginn hefur svo til æxl-
azt, að hún tekur ekki mikinn þátt í félagslífi skól-
ans í vetur, þótt hún hafi verið virkur þátttakandi
í því þrjá undanfarna vetur. Hún les ekki mikið
og horfir eiginlega ekkert á sjónvarp, en hlustar á
þætti fyrir ungt fólk í útvarpinu.
Að íslenzku þjóðerni undanskildu, kysi hún helzt
að vera af einhverri annarri norðurlandaþjóð, lík-
lega helzt Svíi.
☆