Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 4
Enginn vill láta væna sig
um þröngsýni nú á dögum.
En hvaö er hægt að gera til
að víkka sjóndeildarhring-
inn? Bezta ráðið tii þess er
að lesa ÚRVAL. Þar birtast
í samþjöppuðu formi allar
helztu greinar, sem athygli
hafa vakið erlendis. Auk
þess birtist úrdráttur úr
heilli bók í hverju hefti,
margar innlendar greinar,
smáþættir og fleira. ÚRVAL
er eina blaðið sinnar teg-
undar hér á landi. Úrval er
ómissandi þáttur í lífi hvers
nútímamanns.
AÐ DEILA UM KEISARANS
SKEGG
Sæll, Póstur minn!
Heilmikið hefur verið
rætt og ritað um nafnið á
skemmtistað æskunnar við
Skaftahlíð. Þetta minnir
mann á deiluna um samn-
ingaborðið fræga í París,
sem enginn gat fundið út,
hvernig ætti að vera í lag-
inu. En ég spyr: hvernig
er hægt að búast við, að
unnt sé að semja um aðal-
atriðin, þegar aukaatriðin
verða óyfirstíganleg og
verða að aðalatriðum, áð-
ur en lýkur?
Eg er ein af þeim, sem
sendi nöfn í þessa keppni.
Eg valdi nöfn, sem mér
þóttu falleg og einnig nöfn,
sem ég taldi, að æskunni
mundu líka vel. (Eg er
ekki tánignur).
Nú, Tónabær hlaut flest
atkvæði dómnefndar. Mér
finnst það fallegt nafn,
sem lofar ekki meiru en
húsið getur staðið við, en
gefur þó fyrirheit. Mér
skilst eins og fleirum, að
Hlíðarbær hafi ekki kom-
ið í keppnina, fyrr en frá
þessum borgarfulltrúum,
og þá hefur Hlíðarbær
komið of seint, enda er
það soðið upp úr hinu
nafninu. Annars er búið
að ógilda þessa keppni
Það er búið að ógilda öll
loforð æskulýðsráðs í sam-
bandi við hana. Ég efast
um, að þetta sé löglegt, þar
sem skilafrestur var ákveð-
inn og háum verðlaunum
heitið.
Nú má Reykjavíkuræsk-
an sjálf kjósa. Kannske
hefur einhver sent ljótt
nafn, en hann getur samt
unnið með því að smala
saman nógu fólki til að
mæta og kjósa. Svona er
búið að fara með þessa
keppni! Svo er sagt, að
æskan eigi að sameinast á
þessum stað! Jú, fordæm-
in um sameininguna eru
fyrir höndum og það frá
mönnum, sem Reykvíking-
ar treysta!
Hlíðarbær, Skjólabær,
Grímsstaðarholtsbær — ja,
guð hjálpi oss! Hvernig
væri að kalla hann Pétur
plötusnúð bara Hlíðar-
snúð?
Þú birtir þetta vonandi,
þótt búið verði að velja
nafn, þegar það kemur í
blaðinu.
Tónakveðja,
Inga.
Þetta er vist ekki í
fyrsta sinn, sem deilt er
um keisarans skegg, rifizt
og karpað um fánýt auka-
atriði, en ckki hirt um að-
alatriðin. Við höfum engu
við þetta bréf að hæta,
nema kannski mætti auka
einu nafni við upptalning-
una á framtíðarnöfnum
borgarráðs á skemmtistöð-
um æskunnar: Hraunbæj-
arbær!
BARNATÍMINN í SJÓN-
VARPINU
Kæri Póstur!
Um daginn birtir þú
bréf, þar sem kvartað var
sáran yfir því, að Rann-
veig og krumminn skuli
ekki lengur sjást á skerm-
inum í sjónvarpinu. Eg vil
eindregið taka undir þessa
umkvörtun. Rannveig og
krumminn eru langsam-
lega vinsælasta og
skemmtilegasta efnið, sem
barnatími sjónvarpsins
hefur flutt. Krakkarnir
bókstaflega biðu eftir
til þess að geta skemmt sér
hverjum nýjum sunnudegi
yfir hnyttnum orðsvörum
krumma og skemmtilegum
tiltækjum, að ekki sé tal-
að um söng hans og Rann-
veigar. f hitteðfyrra var
gefin út plata með Rann-
veigu og krumma og seld-
ist hún upp á augabragði.
Síðan hefur hún oft verið
spiluð í óskalagaþáttum
útvarpsins. Þarf frekar
vitnanna við um vinsæld-
ir krummans og Rann-
veigar? Hvers vegna er þá
svona vinsæll þáttur lagð-
ur niður þegjandi og
hljóðalaust? Og hvar er
sjónvarpskisan hún
Doppa? Hvers vegna sést
hún ekki lengur á skerm-
inum eins og áður?
Mér finnst barnatímar
sjónvarpsins ekki nema
svipur hjá sjón miðað við
4 YIKAN
11. tbl.