Vikan


Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 34
Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja- blettir og blóðblettir, hverfa á augabragði, ef notaS er HENK-O-MAT í þvottinn eða til að leggja í bleyti. Síðan er þvegið á venjulegan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ / til hægri en aðrir Heimdelling- ar, en sérstaða okkar byggist líklega helzt á því að við sjáum enga ástæðu til að fara í laun- kofa með skoðanir okkar. Og við erum sumir andvígir mörg- um atriðum í stefnu núverandi stjórnar. Lög Heimdallar kveða svo á, að félagið eigi að styðja Sjálfstæðisflokkinn í kosning- um. Okkur þykir sem það atriði hafi í framkvæmd orðið nokkuð teygjanlegt. Við lítum svo á að kröfur verkalýðssamtakanna að undanförnu séu að flestu leyti réttmætar og getum vel tekið undir þær með demonströntum kommúnista. En margir eru gramir demon- ströntum fyrir að hræra saman réttindamálum launamanna og pólitískum hagsmunamálum sjálfra sín, um Víetnam og fleira. — Telurðu líkur vera á því að mótmælaaðgerðirnar færist í aukana á næstunni, og verði ef til vill að eins konar byltingu? — Sg heyrði að tölfróður maður hefði nýlega sagt að þrjú prósent þjóðarinnar þyrfti til að hefja byltingu, sex prósent í við- bót þyrftu að styðja hana og tuttugu prósent yrðu að vera heldur vinveitt. Þessar aðstæð- ur eru áreiðanlega ekki fyrir hendi hér á landi. En það er allt- af nokkur hætta á ferðum þeg- ar pólitíkin er flutt út á götuna, það sýndi sig í Þýzkalandi þeg- ar Hitler komst til valda. Og ég er fyrir mitt leyti sannfærður um að þessum mótmælaaðgerð- um kommúnista er stjórnað ut- anlands frá, frá Sovétríkjunum og jafnvel einnig Kína. Svo er að sjá að helztu erindrekar kommúnismans hérlendis séu nú yngri menn, sem meir og meir draga völdin úr höndum þe'rra eldri og fá skipanir og njóta fjárhagslegs stuðnings að austan. Eg gæti nefnt einn helzta for- ustumann Æskulýðsfylkingarinn- ar, sem er af bláfátækum for- eldrum en lifir þó meira bílífi en nokkur broddborgarasonur, sem mér er kunnugt um; las til dæm- is und;r Menntaskólann í sól- baði austur á Krím. Og eitthvað vilja húsbændurnir fyrir austan fá fyrir sinn snúð. — Áttu von á frekari mót- mælaaðgerðum? •— Endurnýjun Nató-samn- ingsins verður á dagskrá þrítug- asta marz. Kommúnistar láta það ekki framhjá sér fara, geta það beinlínis ekki. Og þá verða það ekki Heimdellingar og kommúnistar sem eigast við, heldur Natósinnar og Natóand- stæðingar. ☆ Ragnar Stefánsson Framhald af bls. 16 er var næstur mér, að svo liti út að þeir hefðu misst bæði mál og heyrn. Þá rak einn lögreglu- þjónninn olnbogann í hálsinn á mér og annar þreif í hárið á mér og skók mig til. Það sem mér fannst mest einkennandi við þetta var sá fítonsandi, sem virðist hafa gripið lögregluna, líkt og hún hafi verið spönuð upp gegn okkur. Þegar ég var tekinn, var snúið ruddalega upp á handlegginn á mér, og jafn- skjótt safnaðist að hópur lög- regluþjóna sem kölluðu hver í kapp við annan; farið illa með helvítið. — Eg var viðstaddur Þorláks- slag, Ragnar, og mér virtist sem sumir mótmælenda hegðuðu sér heldur óviðurkvæmilega. Þeir hræktu á lögregluna og gerðu fleira til blóra. — Ég tók ekki eftir að göngu- menn ættu upptök að rysking- um. Hins vegar lá í hlutarins eðli að stympingar yrðu, þar eð lögreglan lokaði leiðinni og þeir sem aftar voru í göngunni þrýstu áfram þeim, sem fremstir fóru. Hins vegar voru það lögreglu- mennirnir sem byrjuðu á því að rífa spjöldin af göngumönnum og tæta þau í sundur, og auð- vitað var ekki nema eðlilegt að göngumenn reyndu að varna þess. Annars vilja göngumenn yfirleitt ekki slást, enda ekki búnir til þess, hafa hvorki kylf- ur né hjálma. Ég veit um menn, sem dagfarslega eru stillingin og hógværðin sjálf, en tóku hraust- lega á móti, er á þá var ráðizt á Þorláksmessu. — Hvernig finnst þér frétta- stofnanir hafa tekið á þessum málum? — Það er ekki hrósvert, en við þekkjum það frá fyrri tíð. Þegar mótmælt var fyrir framan Alþingishúsið, lét útvarpið sér nægja að leita frétta hjá Bjarka Elíassyni. Hann sagði að þetta hefði verið hópur krakka, sem hefði kastað eggjum og grjóti í Alþingishúsið. En við hvöttum einmitt okkar fólk til að gera ekki slíkt. Hins vegar var einn- ig kastað eggjum og grjóti í okkar ræðumenn á þeim fundi, en á það minntist útvarpið ekki. — Hvað viltu segja um til- gang mótmælanna? — Við höfum fyrir reglu að beita þeim aðferðum, sem bezt henta hverju sinni, og við trúum því að fylgi almennings við virk mótmæli fari vaxandi í framtíð- inni. Þess sjást merki að ungt fólk hefur minnkandi trú á að koma baráttumálum sínum í framkvæmd með hefðbundnum aðferðum okkar þingræðisskipu- lags. Þing og stjórnmálaflokkar er hvorttveggja orðið of hátt hafið yfir fólkið. — Hvers vegna gerið þið svona mikið úr Víetnamstríðinu? Það í Bíöfru er þó síður en svo geðslegra. — Við leggjum sérstaka áherzlu á að mótmæla stríðs- rekstri Bandaríkjamanna í Víet- nam sökum þess, að íslendingar eru í hernaðarbandalagi við þá og því samábyrgir þeim. Þar að auki er mestur hluti þeirra frétta, sem íslenzk fjölmiðlunar- tæki flytja úr stríði þessu, litað- ur bandarískum áróðri. Við telj- um því brýna nauðsyn bera til þess að kynna málstað Þjóð- frelsishreyfingar Víetnama hér- lendis. ☆ Hatifíiafhatiit iNN! ÚTI BíLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhhi- & Ktihutiit H Ö. VILHJÁLMSSDN RANARGOTU 12 SIMI 19669 34 VIKAN n-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.