Vikan


Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 49
ANANASÍS iin er kæld. Séu jarðarberin ný þarf að merja þau, en sigta löginn frá, séu þau niðursoðin. * egg l/> bolli strásylmi 1 matsk. lcartöjlum,jöl 1 bolli mjólk 1 /> bolli brytjaður ananas 1 bolli ananassafi (úr dós■ inni) 1 bolli rjómi 2 dropar af sítrónudropum 2 tesk. rifinn appelsínu- (safalaus) börkur. Egg,sykur, karlöflumjöl, ananasbitar og safi látið í skál og hrært saman og soðið yfir gufu þangað til allt er orðið þykkt og samfellt. Kælt. Rjóminn þeyttur og blandað í hrær- una ásamt dropum og rifnum appelsínuberki. Hellt í ís- bakkann (mót) og fryst. Þegar ísinn er nokkuð þéttur er öllu hvolft í skál og þeytt með rafmagns- eða handþeytara unz allt er mjúkt og samfellt. Látið strax í ísmótið aftur og fryst, helzt þarf að hræra örlítið einu sinni enn, til þess að losna við kristalla. HRAÐÍS 2 eggjarauður y> tesk. vanilla 2 matsk. sykur 2 dl. rjómi. Eggjarauður þeyttar með sykri og vanillu. Rjóminn þeytt- ur og honum blandað gætilega samanvið. Látið í ísbakka og fryst. Af og' til þarf að hræra varlega í þessum ís eftir að hann fer að frjósa, til þess að eggjarauðurnar setjist ekki á botninn. Bragði má breyta með muldu „núgga“ (nougat) brytjuðu súkkulaði, litlum ananasbitum eða brytjuðum kokk- teilberjum. BANANAtS 2 bollar stappaðir bananar iy2 tesk. sítrónusafi y2 bolli sykur y2 teslc. salt, 2 egg, þeytt 1 bolli mjólk iy2 tesk. vanilla 2 bollar rjómi. Þrem fyrstu efnunum hrært saman. Eggjum, salti, mjólk og vanillu bætt í. Þeyttum rjóma blandað saman við. Fryst í áföngum, hrært vel á milli, og látið frjósa á ný. Þetta er það stór uppskrift, að ekki mun liægt að koma henni í einu lagi í frystihólf í ísskáp, en þá má minnka hana um helming. PTPARMYNTUtS 2 bollar soðin mjólk 2y> matslc. hveiti y> bolli sykur tesk. salt 4 vel þeyttar eggjarauður 4 vel þeyttar eggjahvítur V> tesk. vanilla 1 bolli mulinn piparmyntu- brjóstsylmr 4 matsk. sykur. Hveiti, y> bolla af sykri og saltinu blandað saman, hrært verlega út með ögn af mjólkinni, þegar þetta er eins og þunn- ur jafn grautur er því liellt út í það, sem eftir er af mjólk- inni og soðið yfir gufu í 15 min. hrært af og til. Ofurlitlu af heitri blöndunni hrært varlega saman við eggjarauðurnar, síðan rauðunum hrært aftur út í alla mjólkurblönduna og látið hitna vel i gegn, 2—3 mín, i viðbót. Helmingi sykur- mulningsins blandað í heita hræruna. Kælt. Að kælingu lok- inni er afganginum af mylsnunni bætt, í ásamt vanillu. Eggjahvíturnar stífþeyttar með 4 matsk. af sykri. Blandað varlega saman við. Fryst í ísbakkanum þangað til þetta er nærri samfellt og frosið. Látið í kælda skál og hrært mjúkt, án þess að bráðna. Látið fljótt í frysti á ný og fullfryst. JARRARBERJAÍS Notið sömu uppskrift, en 1 bolla af jarðarberjum í stað piparmyntubrjóstsykurs og látið þau samanvið eftir að bland- VANILLUÍS 1 /> bolli rjómi 1 tesk. vanilla, ögn af salti % bolli flórsykur 1 bolli mjólk. Rjóminn þeyttur, ekki eins mikið og ætti að nota hann til þess að sprauta á köku. Sykri bætt varlega í. Vanillu og salti blandað í mjólkina og lirært liægt, samanvið rjómann. Fryst. Þegar blandan er alveg að frjósa saman þarf að hræra vel í henni, síðan er ísinn látinn fullfrjósa. GRUNNÍS 2 bollar rnjólk tesk. salt 3 eggjarauður bolli rjómi 1 bolli sylcur 2 tesk. vanilla Mjólkin er flóuð. Eggjarauður ásamt sykri og salti, hrært út með örlitlu af heitu mjólkinni, öllu hellt í pottinn aftur og látið hitna vel í gegn svo blandan þykkni, kælt, þá er rjóma og bragðbæti bætt í. Látið í ísbakkann og fryst, hrært í þegar ísinn er orðinn eins og þétt krap. Fullfryst. Grunnís má bragðbreyta t.d. með því að nota % bolla af sterku svörtu kaffi og draga af mjólkinni sem því nemur. Niðursoðnmn ávöxtum má blanda í, en áður hefir safinn verið látinn renna af á sigti. T.d. má merja ferskjur í 1 /> bolla og blanda samanvið rétt áður en látið er í frysti. Ymiskonar vinsæla drykki má búa til, ef ís er til í ísskápn- um. t hvert glas má t.d. láta 3 matsk. af ýmsum niðursoðn- um krömdum ávöxtum, súkkulaðisírópi, um það bil % bolla mjólk og vænan skanunt af Grunnís, glasið fyllt með vel kældum gosdrykk, t.d. Fresca. Blandið 1 V> matsk. kaffiduft (instant) '4 bolla sykur í 2 bolla af vatni. Látið sjóða í 5 mín. Ivælt vel. Nægir í 4 stór glös, i hvert glas er látin stór skeið af ís t.d. kaffi- eða vanilluís, glasið fyllt með gosdrykk eftir smekk. Vinsælt að hafa strá til þess að sjúga gegnum. Gaman er að nota há glös, séu þau til, annars eru blöndurnar miðaðar við stærð glasanna, eftir því hvað hverjum hentar. ☆ 11. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.