Vikan - 27.03.1969, Síða 3
Tþessari viku
PÓSTURINN .....................
DAGLEGT HEILSUFAR .............
MIG DREYMDI ...................
UNGA KYNSLÓÐIN.................
MEÐ ÁSTARKVEÐJU FRÁ DOMINIC....
EFTIR EYRANU ..................
MEÐ BROS Á VÖR ................
PALLADÓMUR EFTIR LÚPUS ........
ANGELIQUE í VESTURHEIMI........
FRJÁLST SKOTLAND OG NORRÆNT, KELT-
NESKT BANDALAG ................
MAÐURINN OG FJALLIÐ ...........
VIÐ HVERJA SNERTINGU HANS .....
VORTÍZKAN 1969 . ..............
. . Bls. 4
. . Bls. 6
. . Bls. 7
. . Bls. 8
. . Bls. 12
. . Bls. 14
. . Bls. 16
.. Bls. 18
. . Bls. 20
T-
. . BIs. 22
BIs. 24
. . Bls. 28
. . Bls. 30
VÍSUR VIKUNNAR:
Margur lítið úr býtum ber
við basl sitt á hauðri og legi
bankar og kaupmenn berja sér
bæði á nótt sem degi
og finna eigi
við ráðleysi því sem ríkir hér
ráð sem að duga megi.
Bændur telja sér búið grand
bölsýni fólkið lamar
verkföllum hóta vítt um land
valkyrjur framtakssamar
með sigð og hamar
viðreisnarduggan virðist strand
og varla til mikils framar.
FORSÍÐAN:
Þá er liðið að lokum fegurðarsamkeppni unga fólksins
að þessu sinni, sem Vikan og Karnabær gangast fyrir
í þriðja sinn. í þessu blaði kynnum við allar stúlkurn-
ar sex í einu. Myndir af þeim eru á blaðsíðum 8, 9, 10
og 11. Hver verður fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1969?
Svarið við því fæst í Austurbæjarbíói 1. apríl.
(Ljósm. Óli Páll).
VIKAN — ÚTGEFANDI: IIILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurffur Hreiffar. Meffritstjóri: Gylfi Grön-
dal. Blaffamaffur: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning:
Snorri Friffriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir.
i . -rrvs~rrri •. •
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiösla og dreifing: Skipholti 33.
Simar 35320—35323. Pósthólf 523. Verð í lausasölu kr. 50.00.
Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900
kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð
mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar
eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega.
í næstu Viku verður sagt frá
27 mismunandi hárgreiðslum,
sem allar hafa það sér til
ágætis, að konur geta sjálfar
útbúið þær heima hjá sér og
þurfa ekki að fara á hár-
greiðslustofu.
Geir Hallsteinsson er tví-
mælalaust fremsti handknatt-
leiksmaður okkar, enda var
hann kjörinn „íþróttamaður
ársins 1968“. Jón Birgir Pét-
ursson, fréttastjóri Vísis, hef-
ur skrifað grein um Geir fyr-
ir Vikuna, þar sem hann rek-
ur hinn glæsilega feril Geirs
í handknattleik. Einnig verð-
ur forsíða næsta blaðs
skemmtileg teikning af Geir,
sem Baltasar hefur teiknað.
Herdís Egilsdóttir hefuc
nokkrum sinnum skrifað og
teiknað sögur fyrir yngstu
lesendurna. Þessar sögur hafa
notið mikilla vinsælda. Nú
hefur Herdís samið nýja sögu
fyrir Vikuna og nefnist hún
Músétna páskaeggið. Efnið er
tímabært, þar sem næsta blað
er síðasta blað fyrir páska.
Flest eldra fólkið þekkir,.
kvikmyndina Á hverfanda
hveli, en hún er einhver vin-
sælasta kvikmynd, sem gerð
hefur verið bæði fyrr og síð-
ar. Um þessar mundir eru 30
ár síðan hún var frumsýnd.
Aðalleikendurnir voru Clark
Gable, Vivian Leigh, Leslie
Howard og Olivia De Havil-
land. Þeir eru nú allir látnir,
nema Olivia De Havilland og
í næsta blaði segjum við frá
henni og hinni minnisstæðu
mynd, Á hverfanda hveli.
Þá er stutt grein um stað-
gengil Roger Moore, Dýr-
lingsins, — manninn, sem
vinnur öll erfiðustu afreks-
verkin fyrir hann, og ótal-
margt fleira fróðlegt og
skemmtilegt efni.