Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 5
heldur aðeins falleg konu- mynd. Hitt er svo kannski rétt, að fyrir svo sem fimm árum hefði myndin þótt djörf, af því að ekki var sett fyrir geirvörtur stúlk- unnar. En tímarnir breyt- ast, og flestir mennimir með, sá kreddutrúarlegi hugsunarháttur að konu- brjóst séu ósiðleg og megi hvergi sjást er á hröðu undanlialdi, án þess þó að siðferði fari versnandi að sama skapi. Við erum því ekki sammála, að „sex“, eða kynferðismál, séu gild- ari þáttur í vandamálum unglinganna nú en áður var. Þvert á móti eiga ung- lingar nú á dögum greið- ari aðgang að hvers konar kynferðisfræðslu en nokk- ur kynslóð á undan þeim. Hver sá unglingur, sem um það skeytir, getur leit- að sér raunhæfrar fræðslu um vandamál og ábyrgð kynlífsins bæði sálarlega og líkamlega, og svo er fyrir þakkandi, að það þykir ekki lengur hneyksl- anlegt að vilja fræðast og vita um þau mál. — Varð- andi það, sem þú segir um stuttu tízkuna og siðferðið í Japan er þvi til að svara, að Japan er nú á mótum ævafornrar og kreddu- fastrar austrænnar menn- ingar og frjálsari vest- rænni áhrifa, slíkur sam- sláttur menninga hefur oftast í för með sér upp- lausn og vandræðaástand, sem ólíklegustu neistar geta gert að báli. Stutt tízka, sem í gróinni menn- ingu er björt, létt og fagn- andi og í hæsta máta sið- söm, getur við slíkar að- stæður orðið cldfim og varasöm. Ekki mælum við klámi bót, í neinni mynd, og til kunna að vera á íslandi verzlanir, sem hafa það á boöstólum í leynum. En það, sem við vitum af þeim efnum hér heima, er minna en taki því að tala um í samanburði við það, sem frændur vorir á Norður- löndum, einkum Svíar og Danir, verða að þola. Það er ekki nóg með, að klám- bókabúðir séu með endi- löngu Strikinu í Kaup- mannahöfn til dæmis, heldur er bersögli og „dirfska" alisráðandi meira að segja í dagblöðunum. Þær frásagnir, sem hér á landi þættu aðeins skúma- skotavarningur, eru þar daglegt brauð á síðum þeirra dagblaða, sem ætl- uð eru fólki beggja kynja á öllum aldri jafnt, sér til uppbyggingar og fróðleiks. Sýningar klámkvikmynda eru þar auglýstar á sama liátt og þvottaefni hér- lendis, og þannig mætti lengi telja. Það er því ekki að undra, þótt einhverjum dönskum unglingum of- bjóði, kannski er betra að „demonstrasjónir" þeirra beinist að slíkum hlutum en ýmsu öðru. Og langt eigum við í land með klám- ið, svo það sé á minnsta hátt sambærilegt við það sem í Danmörku gerist. — Og Vikan verður ekki hér eftir fremur en áður boð- beri klámsins. Við erum einmitt að gera það, sem þú biður okkur: Að hjálpa ykkur, sem reynið að skapa unglingunum lioll uppvaxtarskilyrði, heil- brigðar hugsjónir og sjálfs- aga. Einn liður í því er einmitt sá, að kenna þeim að skilja á milli þess sem er fallcgt og vel gert, og þess sem aðeins er klúrt og sóðalegt. Og við getum nú sem hingað til heilshug- ar tekið undir orð þín: Burt með allt sorp’. VEÐMÁL UM ÍBÚAFJÖLDA Kæri Póstur! Við gerum þig hér með að dómara í veðmáli. Deil- an stendur um það, hve margir íbúar séu á Siglu- firði. Talan þarf ekki að vera hundrað prósent ná- kvæm, en helzt má ekki skakka um meira en nokkra tugi. Við treystum þér til að leysa þennan vanda fyrir okkur. Kærar þakkir. Gamlir Siglfirðingar. Tölfræðihandbókin var gefin út af Hagstofu ís- lands í fyrra og þar eru nákvæmar skýrslur yfir íbúafjölda á einstökum stöðum á landinu. Þar er sagt, að íbúar á Siglufirði séu 2573, en talan er frá árinu 1963, svo að vel get- ur verið að hún hafi breytzt eitthvað síðan. — Nýrri tölu höfum við því miður ekki. HaCOHt* 5UPUR Svissneskar súpur Ekkert land stendurframar í gestapjónustu og matargerð en SVISS. HACO súpur eru fra Sviss Hámark gœða Vegetable de Luxe Chickcn Noodle Primovera Leek Oxtoil Celery Asparagus Mushroom Tomoto 13 tbl- VIKAN 5 NVJOiSVONlStfOnv®

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.