Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 6
"'N W /n/^^frNX li ‘fl SKARTGRIPIR ywy^i^ fc=,n Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAI OC PÁLMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910. KAKTUS OG LÁTINN MAÐUR í KVIKMYNDA- HÚSI Kæra Vika mín: Ég ætla að biðja þig að ráða þessa drauma fyrir mig. Eru þeir nokkuð merkilegir? Sá fyrir er svona: Mig dreymdi, að ég væri í ókunnu húsi. Ég sat þar inni í stofu. Allt í einu lít ég í lófana á mér og sé, að þeir eru alþaktir einhverju grænu og brúnu. Mér sýndust það vera pínulitlir kaktusar. Ég reyndi að reyta þetta úr lófunum á mér og fleygði því í blómapott, sem var þarna. Svo fór ég að velta því fyrir mér, .hvað fólk hlyti að verða undrandi, ef þessi ófögn- uður héldi áfram að vaxa í lófunum á mér! Hinn draumurinn er á þessa leið: Mig dreymdi ,að ég væri í bíó í Reykjavík. Ég var með systur minni, sem er 15 ára. Það var uppselt, nema hvað eitt sæti við hliðina á mér var autt. Hinum megin við mig sat systir mín. Þegar myndin var rétt byrjuð, kemur gamall maður inn. (Hann er ný- dáinn og ég kannaðist ágætlega við hann). Hann sezt við hliðina á mér, en ég gríp í systur mína og öskra. Síðan féll ég í öng- vit. Liltu síðar er ég aftur kominn til meðvitundar og fer að hugsa um, hvernig á því standi, að ég hafi séð látinn mann. Svo vaknaði ég. Ég man þennan draum mjög vel. Jæja, bless og fyrirfram þökk, Deitla. Kaktusar eru ævinlega fyrir erfiffleikum, en þó ekki mjög stórvægilegum. Hins vegar eru mjög skipt- ar skoffanir um þaff, hvaff það merki aff dreyma látiff fólk. Sumir álíta drauma um dautt fólk vera fyrir því aff vinur svíki mann í tryggffum, en affrir, aff þaff sé gott aff dreyma framlið- iff fólk. Þá sé dreymand- anum óhætt aff halda áfram stefnu sinni óhikaff, því aff duld öfl séu honum til trausts og halds. Við álítum, aff draumur þinn um gamla manninn í kvik- myndahúsinu sé fyrir góffu þótt þú hafir öskraff og falliff í öngvit. MÁTULEGAR BUXUR Kæri draumráðandi! Nú er röðin komin að mér að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi í fyrrinótt. Mér finnst hann vera tákn- rænn. Mig dreymdi eftir- farandi: Ég var stödd í dimmu herbergi og fannst vin- kona mín, sem við skulum kalla A, vera stödd þarna rétt hjá eða alveg á næstu grösum. Þarna lágu buxur, sem hún á. Allt í einu dettur mér í hug að máta þær. Mér fannst þær vera alltof stórar, því að A er stærri en ég. En þegar ég er komin í þær, eru þær alveg mátulegar. Þá hugsa ég: „Mér sem fannst A vera stærri en ég!“ Þegar hér var komið sögu, fannst mér vera allt í lagi, þótt ég væri í buxunum og flýtti mér ekkert úr þeim. Ég gleymdi að taka fram áðan, að þegar ég var að máta buxurnar, flýtti ég mér og vildi ekki láta neinn sjá mig í þeim, fyrr en ég sá, að þær pössuðu. Með fyrirfram þökk fyr- ir ráðninguna. G.G.L. 22. Líklega berff þú mikla virffingu fyrir vinkonu þinni og lítur upp til henn- ar. En þessi draumur tákn- ar, að þú munir innan skamms komast aff raun um, aff þú sért ýmsum kostum og hæfileikum gædd engu síffur en hún og getir sem hægast „farið í föti nhennar" ef þú vilt. 6 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.