Vikan


Vikan - 27.03.1969, Page 11

Vikan - 27.03.1969, Page 11
VIKAN - KARNABÆR ■aei r ; ' \ Það heí'ur ekki farið fram hjá neinum nú orðið, í hverju keppnin er fólgin. Við erum ekki að leita að hinni fullkomnu útlitsfegurð, þótt auðvitað sé hún æskileg líka. Við leggjum hana að einum þriðja hluta til jafns við persónuleika, og þá er tekið tillit til framkomu, hegðunar og almennrar þekkingar, og hæfileika, sem hægt, er að sýna í einhverri mynd. Þá er ekki endilega átt við einhvrja eiginleika, sem stúlkurnar hafa áunnið sér með löngu námi, heldur þá hæfileika, sem koma fram látlaust og eðli- lega í kynnum við stúlkurnar. — A skemmtuninni í Austurbæjarbíói 1. apríl 1909 koma stúlkurnar fram og verða þá meðal annars að sýna einhverja af hæfileikum sínum, og einnig gefst dómnefndinni þá kostur á að spyrja þær nokkurra spurninga fyrir fullu húsi gesta. Á þessari skemmtun, sem við köllum Vettvang unga fólksins, af því þar á ungt fólk að koma fram og sýna hvað það getur, verður auk aðalmálsins, sem er keppnin um titil- inn Fulltrúi unga fólksins 1969, hljómsveitakeppni um vinsælustu ungl- ingahljómsveitina 1969 þar sem Faxar, Roof Tops, Flowers og Hljómar keppa, og hafa Hljómar töluvert að verja, því þeir urðu hlutskarpastir í fyrra og hitteðfyrra. Er ekki að efa, að þeir hafa karlmannlegan baráttu- vilja að vanda og fullan hug á að sigra enn einu sinni, en hinar hljómsveit- irnar hafa engu að tapa en allt að vinna, svo keppnin verður æsileg. Þá er tízkusýning, nýtt hárgreiðsluskennntiatriði og sitthvað fleira. Að sjálf- sögðu verður svo kjöri Fulltrúa unga fólksins 1969 lýst og síðan fer krýn- ingin fram. — Skemmtunin verður aðeins ein að þessu sinni, í Austur- bæjarbíói 1. apríl næstkomandi, og er hægt að panta miða í Ivarnabæ. v________________________________________________________________________________,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.