Vikan - 27.03.1969, Side 14
r
ANDRES INDRIÐASON
VÆNTANLEGAR
i r
HLJÖMPLOTUR
"N
V.
Jón Pétur og Ari Jónssynir — Roof Tops.
Þr j ár islenzkar hljómplötur
hafa komið út á þessu ári, þegar
þetta er skrifað.
Fyrst kom nokkuð síðbúin
plata frá Hljómsveit Ingimars
Eydal með lögum úr kvikmynd-
inni Mary Poppins. Það var synd,
að þessi plata skyldi ekki koma
út fyrr, því að lögin eru nú lítið
annan en gamlar lummur. Ann-
ars þykjumst við vita, að Ingi-
mari sé fremur í nöp við gamlar
lummur heldur en hitt — og má
af þessu ráða, að ekki verður
þessum höfuðsnillingi og hans
góða fólki legið á hálsi fyrir að
bíða með að kukka út plötunni,
þar til í byrjun þessa árs. Plat-
var — vel að, merkja — hljóð-
rituð endur fyrir löngu. Um
flutninginn skulum við láta þau
ummæli ein nægja, að oft hefur
flutningur Ingimars sprækari
verið. Ástæða er þó til að geta
um skínandi góðan söng Helenu
Eyjólfsdóttur í laginu „Fugla-
grjón“. Þær tvær aðrar plötur,
sem út hafa komið á þessu ári,
eru fjögurra laga plata með söng
Erlu Stefánsdóttur og tólf laga
plata með söng systkinanna Ellý-
ar og Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Verður væntanlega getið nánar
um þessar plötur síðar.
Sitthvað er á döfinni hjá
hljómplötuútgefendum um þess-
ar mundir. Tíðindi eru það nokk-
ur, að Hljómplötudeild Fálkans
hyggst nú láta talsvert til sín taka
við útgáfu á dægurmúsik. Eru úr
þeim herbúðum m.a. væntanleg-
ar plötur með Sigrúnu Harðar-
dóttur, Roof Tops og Logum frá
Vestmannaeyjum.
Á plötu Sigrúnar verða fimm
lög. Hljómsveitin Orion, sem
annast undirleik, flytur þar af
tvö spiluð lög. Orion var upphaf-
lega gítarhljómsveit á sömu línu
og „The Shadows“ og sem slík
náði hún undraverðum árangri.
Bræðurnir Sigurður Ingvi og
Snorri Örn eru pottarnir og
pönnurnar í músikinni, en Sig-
urður (18 ára), sem stundar tón-
listarnám í Vínarborg, er sjálf-
kjörinn „majestro". Báðir leika
þeir bræður á gítara með Orion
og verður varla á milli séð, hvor
er fingraliprari. Eysteinn Jónas-
son leikur á bassa og Stefán Jök-
ulsson lemur húðirnar.
Hljómplatan með Roof Tops
hefur þegar verið tekin upp.
Undirspilið var tekið upp hjá
sjónvarpinu en söngurinn hjá út-
varpinu, þannig að upptökunni
hefur verið skipt bróðurlega milli
þessara tveggja deilda Ríkisút-
varpsins! Roof Tops varð einna
fyrst hljómsveita til þess að spila
„soul“ músik að einhverju marki
hérlendis, og eiga þeir félagarn-
ir álitlegan hóp fylgifiska. Roof
Tops er sannkölluð bræðrahljóm-
sveit, — þar eru bræðurnir
Sveinn og Gunnar Guðjónssynir
og bræðurnir Jón Pétur og Ari
Jónssynir. Að auki er svo Guðni
Pálsson. Tvö af lögunum á hinni
væntanlegu hljómplötu Roof
Tops eru eftir þá sjálfa, annað
eftir Svein Guðjónsson en hitt
eftir Svein, Jón Pétur og Guðna.
Síðarnefnda lagið heitir því kyn-
lega nafni „Sjúkur draumur um
lasið blóm“, og er textahöfundur
auðvitað Þorsteinn Eggertsson.
Hin tvö lögin eru erlend, „Try
a little tenderness“ við texta
Stefáns Stefánssonar og „No-
body‘s fault but mine“ við texta
Sveins Guðjónssonar. Fyrrnefnda
lagið heitir á íslenzku „Söknuð-
ur“, og koma þar að líkindum
fleiri við sögu en Roof Tops:
fiðlarar, hornablásarar og kór
undir stjórn Magnúsar Ingimars-
sonar. Síðara lagið heitir á ís-
lenzku „Það fer ekki eftir því“.
Ef allt gengur samkvæmt áætl-
-.•x-SxV-þ-':':;':
V:;:::V.V:;:y:;V:
;:Í:;:Í:V:V::S<:V
mmm
:_______________________________________________________________________________________________________________________________________;
Hljómar hafa tíðum komið fram í
sjónvarpinu og oft komið á óvart —
síðast lærðu þeir að dansa cha-cha-clia
í danííþætti Heiðars Ástvaldssonar!
Þessi mynd er úr þætti, sem fluttur
var vegna gildistöku hægri umferöar
liérlendis, og sýnir hún ljóst, aö
Hljómar eru til alls líklegir á tónlist-
arsviðinu.
Illjómar læra að dansa: Styðja, styðja
cha-cha-cha!
Hið nýja og glæsilega Hammond-orgel
Þóris Baldurssonar hefur vakið at-
hygli allra, sem á liafa hlýtt. Þetta er
eina hljóðfærið af þessari gerð, sem
í brúki er hérlendis. Þórir situr hér
við gripinn, en með honum á mynd-
inni eru systir hans, María, og Reynir
Harðarson, trommuleikari með Heið-
ursmönnnum.
Bræðurnir Snorri og Sigurður Ingvi
í hljómsveitinni Orion.