Vikan


Vikan - 27.03.1969, Qupperneq 33

Vikan - 27.03.1969, Qupperneq 33
TÆKNIN NÆR TIL ÖKUKENNSLUNNAR Sá, sem ætlar að setja upp öku- skóla, getur fengið kennslutæki svo sem sýnd eru hér á mynd- unum frá Bretlandi, öll í einu lagi. Það er ekki aðeins, að í tækjunum sé hægt að líkja eft- ir öllu því, sem fyrir kemur í akstri, heldur skrá þau sjálf- krafa öll viðbrögð nemandans. Síðan geta kennari og nemend- ur farið í rólegheitum yfir við- bragðalistann lið fyrir lið og gagnrýnt. Þetta er talið auka kennsluöryggi til muna og stytta raunverulegan ökutíma á götum og vegum úti um tvo þriðju. Tæki sem þessi eru einnig not- uð við prófun og endurhæfingu þeirra, sem áður hafa ekið bíl en síðan ryðgað í íþróttinni eða gert sig seka um vítavert kunn- áttu- eða athugaleysi. Einn raf- heili getur stýrt og skráð fyrir 30 nemendur í einu. ☆ ÚLTRA —SÚPER — ZOOM Frá Bretlandi kemur þessi end- urbót á sviði sjónvarpsmynda- töku, sem gerir kleift að taka nærmyndir svo nærri, að til dæmis auga manns fyllir út í skerminn. Það á að vera hægt að taka skýra mynd, þótt linsan snerti beinlínis mótífið. Mjmda- vélin er gerð sérstaklega fyrir litmyndatöku, en er þó einnig vel nothæf á svart hvítt. — Það er tilhlökkunarefni fyrir okkur að geta zúmmað á til dæmis augun í veðurfræðingnum, nefið á fréttamanninum og varirnar á þulnum. Svo ekki sé til þess hugsað, hvað Flosi verður sætur í næsta skaupi.... ☆ NÝTT UNDRAEFNI FRAMTÍÐARINNAR Herrarnir Phillips og Johnson, sem hér sjást á myndinni, hafa gert það sér til ágætis að hafa við þriðja mann fundið upp undraefnið carbon fibre — kar- bón trefjar. Þetta er hart, svart efni, sem vegur fimmtung af stáli, en er tvöfalt að styrkleika á við þann málm. Hér eru þeir félagar með nefhluta af Lotus kappakstursbíl, sem styrktur hefur verið með karbón trefjum. Karbón trefjar eru gerðar á þann hátt, að gerviefnið polya- crylonitrile er svift öllum atóm- um, nema karbónatómum, sem síðan er blandað saman við við- arkvoðu. Téð efni hefur þegar verið prófað í ýmsa vélarhluta í flugvélahreyfla og verður á næstunni reynt í skrokkhluta flugvéla. í bílaiðnaði hefur það einnig komið við sögu, Ford GT 40, sá sem vann Le Mans Grand Prix í fyrra var léttur um 40 kíló með því að nota karbón- trefjar í staðinn fyrir venjuleg- ar glertrefjar, og var boddý- þyngdin þá um 40 kíló. Sama boddý úr stáli gert hefði vegið um 250 kíló. Karbóntrefjum er spáð mik- illi framtíð á flestum sviðum. Til dæmis er talið, að það eigi eftir að valda mikilli byltingu í byggingaiðnaði, því úr því megi reisa stórhýsi á auðveldari og því ódýrari máta en áður, sömu- leiðis slá upp bráðabirgðahúsum og skálum sem vitanlega þurfi að flytja síðar. Þá hyggja menn gott til ýmissa íþróttaáhalda úr þessu létta en sterka efni. ☆ 13. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.