Vikan


Vikan - 27.03.1969, Page 50

Vikan - 27.03.1969, Page 50
N G A R M Y N D A T Ö K Myndatökur um helgar og á kvöldin yfir fermingartímann R Pantið tímanlega LJÓSMYNDASIOFA ÞORIS Laugavegi 20 B — Sími 15602 — Heimasími 13451 Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum. Postulíns-veggflrsar — stærðir 7V2X15, 11x11 og 15x15 em. Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar - DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningavörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. V-______________________________________________________________________s 7,30, mundi ég neyðast til að leggja af stað niður í dalinn. En þegar klukkan var orðin hálfátta, lægði storminn skyndilega, skafrenninginn lægði, snæþokan eyddist, og fjallið blasti við mér hulið ísi og snævi, og skilyrði til myndatöku betri en nokkru sinni, þegar myndir hafa verið teknar þarna. Og er það ekki orðum aukið. Það var vetrarríki þarna uppi, svo hart sem verða mátti, á þessari stund, og ég hafði gengið á brattann í þvílíku fárviðri mestalla nóttina: en nú fæ ég margföld laun fyrir þessa þrekraun. Allt í einu birtist mér þessi undursjón, svo yfirjarðnesk í ljóma sín- um, og sólskinið náði ekki að trufla, þá stund sem hún stóð. Auðvitað hætti ég við að fara ofan, og það tók mig aðeins tvo tíma að komast meðfram gígbarminum yfir á hinn hæsta tind, þó að vaða þyrfti nýfallinn snjó. Eg var kominn á hæsta tindinn í álf- unni allri — Afríku. ☆ Daglegt heilsufar Framhald af bls. 7. að þetta sé eðlilegt ástand á þessu tímabili. Blóðþrýstingurinn getur lika lækkað, og það veldur svima og hellu fyrir eyrum, sérstaklega ef staðið er snöggt upp. Húðin breytist líka á þessu tímabili; hún' verður þurr og það koma oft brúnir blettir þar sem húðin hefur áður orðið fyrir áhrifum sólar. Þessir blettir hverfa ekki, og það hár sem svo oft losnar um þetta leyti kemur heldur ekki aftur. En það er gott að vera undir það búin og taka það með í reikninginn. Óreglulegar tíðir, sem fylgja þessu tímabili, orsakast af því að eggjastokkarnir eiga það til að losa of mörg egg í lok starfs- tímabilsins. Það er auðvitað sjálfsagt að leita læknis ef tíðir verða óreglulegar, og það er rétt að minna á það að meiri líkur eru á því að konan verði barns- hafandi um þetta leyti, svo það er eins gott að taka það með £ reikninginn líka, því að sjaldan er það ákjósanlegt fyrir konur að verða barnshafandi um það leyti sem þær nálgast það að verða miðaldra. Það hefur löngum verið sagt að lífið byrji um fertugt, og er það furðulegt að tala um svo lágan aldur. Það væri sanni nær að miða það við breytingatíma- bilið. Það er engin vafi á því að, mörg hjónabönd eru einmitt upp á sitt bezta, þegar konan hefur jafnað sig eftir breytingatíma- bilið. Börnin eru þá venjulega vaxin úr grasi og hjónin geta betur en áður ákveðið hvernig þau eigi að njóta samvistanna, án þeirrar spennu sem á undan er gengin.... Eftir eyranu Framhald af bls. 15. fón- og flautuleikari og Reynir Harðarson, trymbill. Meðal laga á plötunni verður nýtt eftir Þóri, en hann hefur samið mörg lög, sem vinsæl hafa orðið. María, systir Þóris, sem til skamms tíma söng með Heiðursmönnum, hefur nú dregið sig í hlé, en huggun yrði það nokkur harmi gegn, ef einhver hljómplötuút- gefandinn krækti í hana. Flowers eru líka í plötuhug- leiðingum. Hins vegar er allt ó- ljóst varðandi það, hver gefur plötuna út, hvað hún verður inni- haldsmikil og hvar hún verður tekin upp. Eða svo segja þeir sveinar sjálfir. Okkur grunar hins vegar, að eitthvað merki- legt sé í vændum, og vonandi getum við sagt frá því bráðlega! Sem sjá má af ofantöldu er hreint ekki svo lítið í bígerð. Það er líka ánægjulegt, að vin- sælir kraftar, sem ekki hafa áð- ur leikið á plötu, skuli nú fá tækifæri til þess. Það er ekki svo ýkja langt síðan íslenzki hljómplötumarkaðurinn var harla fábreytilegur og einkennd- ist af því, að sama fólkið var gefið út á plötu hvað eftir annað. Gæðiflutnings og hljóðritunar hafa líka farið. stórbatnandi enda hafa útgefendur séð sér hag í því að senda frá sér sem beztar upp- tökur. Á seinni árum hafa komið fram lagahöfundar, sem gert hafa lög, sem mörg hver eru fyllilega samkeppnisfær við það, sem heyrist úr hinum engilsaxneska pop-heimi. Væri vissulega akkur í að fá verk ungu mannanna í hljómsveitarútsetningu á stórum plötum. Slíkar instrúmental út- gáfur af pop-lögum njóta mikilla vinsælda erlendis og seljast raun- ar í stórum búnkum hérlendis líka. Nægir að benda á slíkar plötur með t.d. músik eftir Bítl- ana eða þá bræður í Bee Gees. Við eigum hér marga prýðisgóða útsetjara, m.a. Magnús Ingimars- son, en honum væri sannarlega treystandi til að útsetja músik ungu mannanna fyrir stóra hljómsveit með slíkum ágætum, að eftirtekt vekti. Betri kynn- ingu á íslenzkri pop-músik væri vart hægt að hugsa sér. 50 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.