Vikan


Vikan - 26.06.1969, Qupperneq 3

Vikan - 26.06.1969, Qupperneq 3
— Svo eru það einhverjar bréfaskriftir, en það er ekki neitt að ráði! — Segið henni að fara úr, þá get ég mátað kjólinn hennar! — Þetta er uppskriftin henn- ar mömmu þinnar! / ' — Sjáðu hve þær eru sak- leysislegar, svona með töpp- unum í! IÞISSARIVIKII FÓLK f FRÉTTUM .................... TVÍPUNKTAR ÚR VÍNLANDSFERÐ ........ PÓSTURINN ......................... BLINDUR FÉKK SYN AÐ HANDAN ........ ÚR ÖSKUNNI í ELDINN ............... MIG DREYMDI ....................... EFTIR EYRANU....................... SAGA FORSYTE-ÆTTARINNAR ........... NORRÆN STÚLKA í ARABÍSKU VÆNDISHÚSI ÉG KOM í VEG FYRIR AÐ JACKIE GIFTIST PABBA ............................. kvennaefni ........................ Á TÚNASLÆTTI ...................... ANGELIQUE í VESTURHEIMI ............ VÍSUR VIKUNNAR: Byggðin við Faxaflóa er fegurst á hverju vori; seiðríkust sólarlögin og syndin léttust í spori. Um viðreisnargróðann vitna þar virðuleg húsakynni og lóunnar lendingarstaður í leit að hamingju sinni. Þó hyljast allsstaðar hættur sem hugann afvegaleiða og útsvörin eru þar hærri en öllum er kleyft að greiða. En byggðin við Faxaflóa freistar æ sveitamannsins með gný frá háreysti heimsins og hörðustu bítlum landsins. Bls. 4 Bls. 6 Bls. 8 Bls. 10 Bls. 12 Bls. 14 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 20 BIs. 22 Bls. 24 Bls. 26 Bls 48 FORSÍÐAN: Forsíðumyndin að þessu sinni gæti víst heitið: Kven- leg fegurð í krumpuðum umbúðum, að minnsta kosti þangað til annað skárra nafn finnst. Hún sýnir von- andi og sannar að formin í lögulegum kvenkroppi standa alltaf fyrir sínu, hvað sem utan um þau er sett. VIKAN — UTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön- dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Rltstjórn, auglýslngar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320—35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega. INÆSTU VIKU „Hún hafði liðið nóg. Loth- ario varð að deyja. Mona Rope keypti ódýran hatt í lítilli búð, varalit í ó- merkilegri snyrtivöruverzlun og rekuna í skransölu. Síðan gekk hún til fólksbílsins, sem hún hafði tekið á leigu fyrr um daginn, og hraðaði sér líkt og hún óttaðist að verða staðin að einhverju misjöfnu. Hún virtist róleg, en var ó- styrk innra með sér. Þessi þáttur áætlunarinnar var sá fyrsti, sem hafði nokkra hættu í för með sér.....“ Þannig hefst sumarsaga Vikunnar, sú er birtist í næsta blaði og ber heitið Morð- kvendið. „Ætli það sé ekki eitthvað út af trúnni“. Þannig hljóðar fyrirsögn þáttar sem Ómar Valdimarsson hefur tekið saman. Trúmál hafa verið all- ofarlega á baugi undanfarið hérlendis og veldur því eink- um tvennt: pop-guðsþjónust- ur svokallaðar og mótmæla- aðgerðir Helga Hóseassonar húsasmíðameistara, sem krefst þess að fá skírnarsáttmála sinn numinn úr þjóðskránni. Af þessu tilefni leggur Ómar fyrir nokkur ungmenni eftir- farandi spurningu: Hvers- vegna lézt þú ferma þig? Svörin eru að vonum á ýmsa vegu og harla fróðleg í heild. Lúpus skrifar Palladóm um Bjartmar Guðmundsson frá Sandi, viðtal er við Agöthu Cristie, leynilögreglusagna- höfundinn fræga, og meðal annars efnis má nefna For- syte-söguna. Angelique, kvennaþátt o.fl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.