Vikan


Vikan - 26.06.1969, Side 6

Vikan - 26.06.1969, Side 6
TVÍPUNKTAR OR VÍNLANOSFERB BEZTA LEIÐIN TIL AÐ KYNNAST FÖLKI, ER AÐ DVELJA MEÐ ÞVÍ í NOKKURN TÍMA. NEMENDASKIPTI ÞJÖÐKIRKJUNNAR VILJA AUKA VINÁTTU ÞJÓÐA í MILLI AUK ÞESS SEM ÞAU GEFA UNGU FÖLKI KOST Á AÐ KYNNAST NYJUM OG FRAM- ANDI VIÐHORFUM, SVO SEM KYNÞÁTTAMISRÉTTI, HÖRM- UNGUM STRÍÐSINS OG NYJU ÞJÖÐFÉLAGI. - HÉR ERU NOKKRAR ENDURMINNINGAR ÁR í BANDARÍKJUNUM . . . TEXTI: ÖMAR VALDIMARSSON Móðir min var undarleg kona, og það var hennar æðsti draiunur að ég yrði ameríkani í einu og öllu. Ameríkani a£ íslenzkum upp- runa. Móðir min var góð kona, og það var hún sem sannfærði mig um, að maðurinn er í heiminn borinn til þess að elska og að vera elskaður. Og móðir mín var góður kokkur, og það var hún sem hlóð utan á mig tæpum tíu kílóum, þann tíma sem ég dvaldi með henni: rúmt ár. Þessi móðir mín var Evelyn Smith, íædd Art. Borin og barnfædd í Bandaríkjunum, en hafði verið hálfan mánuð í Þýzkalandi vorið sem ég kom til hennar, og talaði því alltaf þýzku þegar hún var í góðu skapi. Ástæðan fyrir því að ég eignaðist þessa móður, var sú, að ég fór til ársdvalar í Bandaríkjunum, á vegum International Christian Youth Ex- change; aðalumboð á íslandi: Þjóðkirkjan. Það var hinn 9. júlí, 1967, sem farið var vestur um haf, með Loftleiðavél, sem var 4—5 klst. á eftir áætlun. Amerískur kennari minn sagði mér, að þó ég væri eini íslend- ingurinn sem hann þekkti, þá vissi hann, að það væri alltaf hægt að „stóla á“ íslendinga; a.m.k. hefði hann aldrei haft neinar áhyggjur af því á öllum sínum ferðalögum til Evrópu, að hann myndi missa af Loftleiðavélinni, jafnvel þó allar klukkur í sjálfri New York sýndu, að hann væri orðinn of seinn. Hvað sem því líður, þá var klukkan um það bil 2 e.h., þegar við lentum á Kennedy-flugvell- inum í úthverfi milljónaborgarinnar New York. Það var leiðindaveður á íslandi þegar við fórum þaðan, rigningarsuddi og kaldur næðingur, svo viðbrigðin við að koma í 30°C rakt loftið þarna í útlandinu, voru líkast því að maður þyrfti að drekka sig út úr vélinni. Eftir að hafa umsnúizt í gegnum toll- og SKIPTINEMANDA SEM DVALDI vegabréfaskoðun, var svo haldið með rútu, (eharter) til smáborgar rétt fyrir utan Phila- delphia, sem bar hið lærða nafn Collegeville. Smábær, sem byggðist upp í kringum há- skóla, eins og nafnið bendir til. Og þar dvöld- um við næstu þrjá daga, 22 íslendingar, alls- staðar af landinu, og rúmlega 220 aðrir ung- lingar frá öllum heimsálfum, eða 26 þjóð- löndum alls. Á engil-saxneskri tungu kallað- ist tilgangurinn með þeirri dvöl „orientation", eða það að gefa okkur, sem þarna vorum saman komin til að dvelja heilt ár í landinu, tækifæri til að átta okkur á hvað Ameríka snerist í raun og veru um. Þetta var gert með fyrirlestrum, kvikmyndasýningum og þar fram eftir götunum, og eins var hópnum skipt niður í umræðuhópa, sem ræddu fram og aftur það sem fram hafði komið í áður- nefndum dagskrárliðum. Því miður fór samt svo, að mikill hluti þess sem um var rætt, fór fyrir neðan garð og ofan hjá flestum, vegna lélegrar þekkingar á tungu innfæddra. En það var eitt af því sem við vorum á leið- inni með að yfirstíga. Á kvöldin var svo dansað við tónaregn frá glymskratta, sem stóð á miðju gólfi í „caféteriu“ skólans, eða farið í leiki eins og fram fram fylking, Frí- mann fór á engjar og sto! Sumir sem lengra voru að komnir, eins og t.d. Japanirnir og Kóreupiltarnir, dunduðu hins vegar við að berja niður tré af mikilli list sem kölluð er Karate, og þótti sumum alveg nóg um þau öskur og óhljóð sem því fylgdu. Á þriðja degi hélt svo hver til síns „heima“. Þeir sem áttu að vera í einhverjum öðrum landshornum, eins og „deep down south“ eða þá á vesturströndinni, flugu áfram frá Philadelphia, eða fóru með rútu, en aðrir, sem áttu ekki langa leið fyrir höndum, voru Landsleikur í tennis var háður milli íslands og Viet Nam, en vegna ótryggs stjórnmála- ástands í báðum löndunum þykir öruggara að gera úrslitin ekki kunn. Það var ekki bara haldið eitt leikhús-partý, heldur mörg. Maðurinn með belginn er hljómsveitarstjóri leikhússins, og fékk verð- laun fyrir að vera með stærstu bumbuna í sögu leiklistarinnar í borginni. Er skólanum lauk, héldu hinir ýmsu klúbb- ar „pikknikka“, og var þaö oftast úti í garði heima hjá viðkomandi kennara eða leiðbein- anda. Þetta er úr einum slíkum; Quill & Scroll, blaðamannaklúbbnum. 6 VIKAN 26- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.