Vikan - 26.06.1969, Side 7
Eldri bróöirinn, lengst til vinstri, leggur nú
stund á læknisfræði við háskólann í Chicago.
I»essi mynd er tekin þar í grennd, er við heim-
sóttum skólann í júlí 1968.
í Collegeville 1967. Maðurinn til vinstri er séra Jón Bjarman, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, en
hann er forstöðumaður ICYE á íslandi.
Og liér eru sparibúnir og sællegir íslendingar á leið heim í klakann á ný.
f
i
sóttir af fjölskyldum sínum. Þannig var það
með mig. Það var vægast sagt ægilegt. Áður
en ég vissi af, stóðu þau öll fyrir framan mig,
sköllóttur maður með samanrekið andlit, og
lítil dökkhærð kona með eldrauðan varalit
og fallegan allavega litan blómahatt á höfð-
inu. Þetta áttu að vera pabbi minn og mamma
næsta árið. Og þarna voru þrjú af fjórum
systkinum mínum. Tvær telpur, 10 og 13 ára,
í bleikrósóttum kjólum og hvítum sportsokk-
um, og 18 ára piltur í stutterma skyrtu og í
hvítum tennisskóm. Hinn bróðirinn var
heima á sumarskóla. Fyrst stóðum við öll
sex og störðum hvert á annað. Svo sagði ég
loksins „Hæ.“ Hin nýja móðir mín lét ekki
á sér standa, heldur rauk nú á mig og faðm-
aði allan og kyssti, og ég dró vandræðalega
að mér hendina, sem ég hafði rétt fram. Þá
var haldið af stað. í rúmlega 10 klst. var
ekið gegnum þvert Pensylvania-fylki, og inn
í mitt Ohio, til Mansfield, þar sem ég átti að
búa næsta árið. Mér leið ömurlega alla leið-
ina. Hitinn var gífurlegur, og mér var innan-
brjósts eins og ég væri á leið í eigin jarðar-
för. Nokkrum sinnum var stoppað til snæð-
ings, og ég bað um kók. Fyrstu vikurnar
nærðist ég reyndar ekki á miklu öðru en
dósakóki og kornflexi, og mig dreymdi sí-
fellt um saltfisk og nýjar kartöflur. Og ég
ákvað þá og þegar, að það fyrsta sem ég
skyldi gera þegar ég kæmi heim á ný, væri
að belgja mig út af þessu lostæti. Raunin
varð allt önnur. Nefnilega sú, að ég heimtaði
hamborgara og kók!
Næstu vikur liðu hjá, og á hverjum degi
var verið að kynna mig fyrir nýju fólki.
Fólki, sem hafði aldrei séð íslending áður,
og er ekki laust við að sumir hafi orðið fyrir
vonbrigðum þegar þeir komust að raun um
26. tbi. vikan 7