Vikan


Vikan - 26.06.1969, Page 8

Vikan - 26.06.1969, Page 8
WMxíMMMí: Þegar dregið var í 7. Skyndig'etraun VIKUNNAR um þrjá vinninga SG hljómplötur, komu upp eftirfarandi nöfn: Steindór Gestsson, Hveramörk 2, Hveragerði. Friðrik Friðriksson, Freyjugötu 28, Reykjavík. Þóra Bjarnadóttir, Hurðarbaki, Reykholtsdal, Borg. Vinningarnir hafa verið sendir til hinna heppnu. V__________________________________________________________________/ BARÁTTAN VID LINA MAGANN Kæri Póstur. Eg ætla að leita til þín með vandræði mín. Hvað á ég að gera til að stinna á mér skrokkinn? Maginn á mér er til dæmis alveg eins og skvap. É'g hef reynt að vera í leikfimi, þessari al- gengu, en það virðist ekk- ert lagast. Ég ætla að taka það fram, að ég er í þannig vinnu að ég ekki stundað sundlaugar. Hvað á ég að gera? Ein 17 ára. P.S. Hvernig er skriftin? Maginn hefur mörgum orðið mikið vandamál. Við höfum tilhneygingu til að álíta, að þær sem ekki segj- ast ráða neitt við magann á sér og hann sé eins og skvap hvað sem allri leik- fimi líður, hafi ekki haft þolinmæði til að iðka lcik- fimina nægilega lengi til að hún beri árangur. Því sú, sem verður að halda vext- j.num við með leikfimi og ströngu mataræði, má ekki sleppa l'ram af sér beizlinu nokkurn tíma, ef ekki á 8 illa að fara. Oft er skvap- íjj magi fyrst og fremst vegna a matarlags. Magasekkurinn | tekur um einn líter, en það er hægt að þenja hann út, or þá er það líka fljótt að sjást. Til að halda falleg- um maga er betra að borða minna en borða oftar, og smám saman venst mag- inn því matarlagi, sem viðkomandi hefur tamið sér. Gott er að drekka úr einu vatnsglasi fyrir mat, því þá rúmast minna af matnum sjálfum, og græn- metisforréttur er líka góð- ur, ef hann er ekki bland- aður með neinu fitandi. Regla í mataræði hefur mjög mikið að segja og eins að gefa sér tíma til að matast í ró og næði, en ekki rífa í sig eins og hungraður úlfur og þjóta svo af stað aftur. Gróft brauð, grænmeti, ávextir og skyr er heppilegt mat- aræði fyrir þá, sem vill hafa sléttan og nettan maga. Hún ætti líka að forðast of mikinn mjólkur eða mjölmat og sætindi. Fyrir þær, sem vinna kyrr- vinnu, eru gönguferðir mikilsverðar, ef þær ganga rösklega svo taki í allan líkamann — og gera það reglulega, dag út og dag inn. Til er líka sérstök leik- fimi, sem stuðlar að bættu vaxtarlagi, og sakar ekki að benda á sérstaka, fljót- gerða skrifstofuleikfimi, sem við skýrðum mjög ít- arlega í 20. tbl. Vikunnar. Og þar til viðbótar skal til- greind þessi magaleikfimi: 1. Standið upp við vegg, með hælana fáeina senti- metra frá honum. Andið djúpt að ykkur, þar til lungun eru full af lofti. Andið þá hægt frá ykkur og finnið með höndunum, hvernig kviðurinn gengur inn. Andið frá ykkur með því að herða á kviðvöðv- unum eins og þið getið. Slakið svo á. Endurtakið æfinguna nokkrum sinn- um. 2. Leggizt endilangar á gólfið. Setiist upp, og drag- ið um leið hnén upp að bringunni og réttið hand- leggina fram. Hafið rist- arnar framteygðar og hendur og liandleggi sömu- löiðis. Byrjið á að gera þessa æfingu tvisvar sinn- um, en aukið hana smám saman upp í 6—8 skipti. 3. Liggið á bakinu með annan fótinn beygðan um hnéð, en handleggina upp- teygða. Setjizt snöggt upp, lyftið fótunum ögn frá gólfi og teygið handleggina fram með kreppta fætin- um. Sama með hinn fótinn. Fjölgið æfingunum smám saman, unz þið eruð komn- ar í sex skipti í hvora átt. 4. Liggið á bakinu. Teyg- ið út handleggina í axlar- hæð en annan fótinn beint upp í loftið. Látið hann síðan síga hægt í áttina að höndinni hinum megin (hægri fót að vinstri hönd o.s.frv.), unz stóratá- in snertir gólf. Gætið þess að missa ekki jafnvægið. Endurtakið síðan með hin- um fætinum. Æfið ykkur, þar til þið getið auðveld- 8 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.